Vinstrimenn banna vinstri beygju í Vesturbænum Marta Guðjónsdóttir skrifar 21. október 2023 11:00 Í fréttum að undanförnu hafa Seltirningar lýst yfir áhyggjum sínum af fyrirhuguðum, róttækum breytingum á gatnamótum Hringbrautar og Eiðisgranda, við JL-húsið. Þar er um er að ræða eina helstu samgönguæðina inn og út úr sveitarfélagi þeirra. En þeir eru ekki einir um þessar áhyggjur. Vaxandi fjöldi Vesturbæinga hefur einnig áhyggjur af þessum fyrirhuguðu umferðarþrengingum og ekki að ástæðulausu. Þær áhyggjur verða borgaryfirvöld að taka með í reikninginn. Á þessum slóðum hefur Vesturbæingum fjölgað ört á undanförnum árum og þeim heldur áfram að fjölga. Nú er í uppbyggingu, eða í þann mund að hefjast uppbygging á fjölda íbúða á Héðinsreitnum, Byko-reitnum, á Landhelgisgæslu-reitnum, KR-reitnum og í Vesturbugtinni við Mýrargötu. Fjölgun íbúa – meiri umferð Þessi byggðaþétting og fjölgun íbúa á auðvitað eftir að fjölga enn vegfarendum á þessum slóðum og draga enn frekar úr umferðarflæði þar. Grandinn er nú orðið eitt helsta verslunar- og þjónustusvæðið í vestasta hluta borgarinnar og Vesturbæingar og Seltirningar eru óþyrmilega minntir á það, á degi hverjum, að umferð um Hringbrautina er löngu sprungin á álagstímum. Fyrirhuguð fækkun akreina Borgaryfirvöldum er vel ljós þessi þróun. En í stað þess að gera ráðstafanir til að greiða fyrir umferð um gatnamót Hringbrautar, Eiðisgranda og Ánanausta, og auka þar umferðaröryggi, velja þau sína klassísku leið: að þrengja að umferð og skapa umferðaröngþveiti á álagstímum. Þessar fyrirætlanir má lesa um í bókun þeirra frá 8. mars sl. Þar segir: „Við samþykkjum til bráðabirgða tillögu um bætta ljósastýringu og gönguþverun við gatnamót Hringbrautar og Ánanausta. En betur má ef duga skal. Íbúðum fjölgar mikið á svæðinu næstu misseri. Hringtorgið og næsta nágrenni þess er afleitt og beinlínis hættulegt fyrir fótgangandi vegfarendur. Umferðin á þessum stað er of hröð og hættuleg. Æskileg væri að fækka akreinum með fram ströndinni og breyta hringtorginu í klassísk ljósastýrð T-gatnamót.“ Umferðarteppur draga úr umferðaröryggi Í stað þess að koma með raunhæfar lausnir í þeirri viðleitni að greiða fyrir umferð og auka umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda, hyggjast borgaryfirvöld þrengja enn frekar að umferð á þessu svæði með hugmyndum um að afleggja hringtorgið og koma fyrir T-gatnamótum við JL- húsið. Slíkri breytingu er ætlað að útiloka vinstri beygju frá nyrsta hluta Hringbrautar og vestur á Nes. Auk þess stendur vilji meirihlutans til að bæta gráu ofan á svart með því að fækka akreinum. Það er því fyrirhugað að skapa fullkomið umferðaröngþveiti á þessum slóðum. Staðsetning ljósastýrðu gönguþverunarinnar, sem fyrirhugað er að koma upp við JL-húsið, hefur auk þess mætt mikilli gagnrýni. Umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda verður ekki bætt með umferðarteppum. Þvert á móti draga þær úr umferðaröryggi allra ferðamáta, einkum þeirra sem ganga og hjóla. Myndin sýnir göngu- og hjólabrú á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu. Göngubrú í stað ljósastýrðrar gangbrautar Raunhæf viðleitni til að auka öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda við þessi gatnamót fælist hins vegar í því að koma fyrir göngu- og hjólabrú á svæðinu, rétt eins og gert var við gatnamót Njarðargötu og Hringbrautar. Ég mun því leggja fram tillögu á vettvangi borgarstjórnar að farið verði í slíkar framkvæmdir hið fyrsta. Fyrirhugaðar umferðarþrengingar borgaryfirvalda á þessum slóðum munu hins vegar einungis gera slæmt ástand óviðunandi og eru ekki boðlegar Vesturbæingum, né íbúum Seltjarnarness. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Marta Guðjónsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Skipulag Umferð Vegagerð Borgarstjórn Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Í fréttum að undanförnu hafa Seltirningar lýst yfir áhyggjum sínum af fyrirhuguðum, róttækum breytingum á gatnamótum Hringbrautar og Eiðisgranda, við JL-húsið. Þar er um er að ræða eina helstu samgönguæðina inn og út úr sveitarfélagi þeirra. En þeir eru ekki einir um þessar áhyggjur. Vaxandi fjöldi Vesturbæinga hefur einnig áhyggjur af þessum fyrirhuguðu umferðarþrengingum og ekki að ástæðulausu. Þær áhyggjur verða borgaryfirvöld að taka með í reikninginn. Á þessum slóðum hefur Vesturbæingum fjölgað ört á undanförnum árum og þeim heldur áfram að fjölga. Nú er í uppbyggingu, eða í þann mund að hefjast uppbygging á fjölda íbúða á Héðinsreitnum, Byko-reitnum, á Landhelgisgæslu-reitnum, KR-reitnum og í Vesturbugtinni við Mýrargötu. Fjölgun íbúa – meiri umferð Þessi byggðaþétting og fjölgun íbúa á auðvitað eftir að fjölga enn vegfarendum á þessum slóðum og draga enn frekar úr umferðarflæði þar. Grandinn er nú orðið eitt helsta verslunar- og þjónustusvæðið í vestasta hluta borgarinnar og Vesturbæingar og Seltirningar eru óþyrmilega minntir á það, á degi hverjum, að umferð um Hringbrautina er löngu sprungin á álagstímum. Fyrirhuguð fækkun akreina Borgaryfirvöldum er vel ljós þessi þróun. En í stað þess að gera ráðstafanir til að greiða fyrir umferð um gatnamót Hringbrautar, Eiðisgranda og Ánanausta, og auka þar umferðaröryggi, velja þau sína klassísku leið: að þrengja að umferð og skapa umferðaröngþveiti á álagstímum. Þessar fyrirætlanir má lesa um í bókun þeirra frá 8. mars sl. Þar segir: „Við samþykkjum til bráðabirgða tillögu um bætta ljósastýringu og gönguþverun við gatnamót Hringbrautar og Ánanausta. En betur má ef duga skal. Íbúðum fjölgar mikið á svæðinu næstu misseri. Hringtorgið og næsta nágrenni þess er afleitt og beinlínis hættulegt fyrir fótgangandi vegfarendur. Umferðin á þessum stað er of hröð og hættuleg. Æskileg væri að fækka akreinum með fram ströndinni og breyta hringtorginu í klassísk ljósastýrð T-gatnamót.“ Umferðarteppur draga úr umferðaröryggi Í stað þess að koma með raunhæfar lausnir í þeirri viðleitni að greiða fyrir umferð og auka umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda, hyggjast borgaryfirvöld þrengja enn frekar að umferð á þessu svæði með hugmyndum um að afleggja hringtorgið og koma fyrir T-gatnamótum við JL- húsið. Slíkri breytingu er ætlað að útiloka vinstri beygju frá nyrsta hluta Hringbrautar og vestur á Nes. Auk þess stendur vilji meirihlutans til að bæta gráu ofan á svart með því að fækka akreinum. Það er því fyrirhugað að skapa fullkomið umferðaröngþveiti á þessum slóðum. Staðsetning ljósastýrðu gönguþverunarinnar, sem fyrirhugað er að koma upp við JL-húsið, hefur auk þess mætt mikilli gagnrýni. Umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda verður ekki bætt með umferðarteppum. Þvert á móti draga þær úr umferðaröryggi allra ferðamáta, einkum þeirra sem ganga og hjóla. Myndin sýnir göngu- og hjólabrú á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu. Göngubrú í stað ljósastýrðrar gangbrautar Raunhæf viðleitni til að auka öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda við þessi gatnamót fælist hins vegar í því að koma fyrir göngu- og hjólabrú á svæðinu, rétt eins og gert var við gatnamót Njarðargötu og Hringbrautar. Ég mun því leggja fram tillögu á vettvangi borgarstjórnar að farið verði í slíkar framkvæmdir hið fyrsta. Fyrirhugaðar umferðarþrengingar borgaryfirvalda á þessum slóðum munu hins vegar einungis gera slæmt ástand óviðunandi og eru ekki boðlegar Vesturbæingum, né íbúum Seltjarnarness. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun