Vinstrimenn banna vinstri beygju í Vesturbænum Marta Guðjónsdóttir skrifar 21. október 2023 11:00 Í fréttum að undanförnu hafa Seltirningar lýst yfir áhyggjum sínum af fyrirhuguðum, róttækum breytingum á gatnamótum Hringbrautar og Eiðisgranda, við JL-húsið. Þar er um er að ræða eina helstu samgönguæðina inn og út úr sveitarfélagi þeirra. En þeir eru ekki einir um þessar áhyggjur. Vaxandi fjöldi Vesturbæinga hefur einnig áhyggjur af þessum fyrirhuguðu umferðarþrengingum og ekki að ástæðulausu. Þær áhyggjur verða borgaryfirvöld að taka með í reikninginn. Á þessum slóðum hefur Vesturbæingum fjölgað ört á undanförnum árum og þeim heldur áfram að fjölga. Nú er í uppbyggingu, eða í þann mund að hefjast uppbygging á fjölda íbúða á Héðinsreitnum, Byko-reitnum, á Landhelgisgæslu-reitnum, KR-reitnum og í Vesturbugtinni við Mýrargötu. Fjölgun íbúa – meiri umferð Þessi byggðaþétting og fjölgun íbúa á auðvitað eftir að fjölga enn vegfarendum á þessum slóðum og draga enn frekar úr umferðarflæði þar. Grandinn er nú orðið eitt helsta verslunar- og þjónustusvæðið í vestasta hluta borgarinnar og Vesturbæingar og Seltirningar eru óþyrmilega minntir á það, á degi hverjum, að umferð um Hringbrautina er löngu sprungin á álagstímum. Fyrirhuguð fækkun akreina Borgaryfirvöldum er vel ljós þessi þróun. En í stað þess að gera ráðstafanir til að greiða fyrir umferð um gatnamót Hringbrautar, Eiðisgranda og Ánanausta, og auka þar umferðaröryggi, velja þau sína klassísku leið: að þrengja að umferð og skapa umferðaröngþveiti á álagstímum. Þessar fyrirætlanir má lesa um í bókun þeirra frá 8. mars sl. Þar segir: „Við samþykkjum til bráðabirgða tillögu um bætta ljósastýringu og gönguþverun við gatnamót Hringbrautar og Ánanausta. En betur má ef duga skal. Íbúðum fjölgar mikið á svæðinu næstu misseri. Hringtorgið og næsta nágrenni þess er afleitt og beinlínis hættulegt fyrir fótgangandi vegfarendur. Umferðin á þessum stað er of hröð og hættuleg. Æskileg væri að fækka akreinum með fram ströndinni og breyta hringtorginu í klassísk ljósastýrð T-gatnamót.“ Umferðarteppur draga úr umferðaröryggi Í stað þess að koma með raunhæfar lausnir í þeirri viðleitni að greiða fyrir umferð og auka umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda, hyggjast borgaryfirvöld þrengja enn frekar að umferð á þessu svæði með hugmyndum um að afleggja hringtorgið og koma fyrir T-gatnamótum við JL- húsið. Slíkri breytingu er ætlað að útiloka vinstri beygju frá nyrsta hluta Hringbrautar og vestur á Nes. Auk þess stendur vilji meirihlutans til að bæta gráu ofan á svart með því að fækka akreinum. Það er því fyrirhugað að skapa fullkomið umferðaröngþveiti á þessum slóðum. Staðsetning ljósastýrðu gönguþverunarinnar, sem fyrirhugað er að koma upp við JL-húsið, hefur auk þess mætt mikilli gagnrýni. Umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda verður ekki bætt með umferðarteppum. Þvert á móti draga þær úr umferðaröryggi allra ferðamáta, einkum þeirra sem ganga og hjóla. Myndin sýnir göngu- og hjólabrú á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu. Göngubrú í stað ljósastýrðrar gangbrautar Raunhæf viðleitni til að auka öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda við þessi gatnamót fælist hins vegar í því að koma fyrir göngu- og hjólabrú á svæðinu, rétt eins og gert var við gatnamót Njarðargötu og Hringbrautar. Ég mun því leggja fram tillögu á vettvangi borgarstjórnar að farið verði í slíkar framkvæmdir hið fyrsta. Fyrirhugaðar umferðarþrengingar borgaryfirvalda á þessum slóðum munu hins vegar einungis gera slæmt ástand óviðunandi og eru ekki boðlegar Vesturbæingum, né íbúum Seltjarnarness. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Marta Guðjónsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Skipulag Umferð Vegagerð Borgarstjórn Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í fréttum að undanförnu hafa Seltirningar lýst yfir áhyggjum sínum af fyrirhuguðum, róttækum breytingum á gatnamótum Hringbrautar og Eiðisgranda, við JL-húsið. Þar er um er að ræða eina helstu samgönguæðina inn og út úr sveitarfélagi þeirra. En þeir eru ekki einir um þessar áhyggjur. Vaxandi fjöldi Vesturbæinga hefur einnig áhyggjur af þessum fyrirhuguðu umferðarþrengingum og ekki að ástæðulausu. Þær áhyggjur verða borgaryfirvöld að taka með í reikninginn. Á þessum slóðum hefur Vesturbæingum fjölgað ört á undanförnum árum og þeim heldur áfram að fjölga. Nú er í uppbyggingu, eða í þann mund að hefjast uppbygging á fjölda íbúða á Héðinsreitnum, Byko-reitnum, á Landhelgisgæslu-reitnum, KR-reitnum og í Vesturbugtinni við Mýrargötu. Fjölgun íbúa – meiri umferð Þessi byggðaþétting og fjölgun íbúa á auðvitað eftir að fjölga enn vegfarendum á þessum slóðum og draga enn frekar úr umferðarflæði þar. Grandinn er nú orðið eitt helsta verslunar- og þjónustusvæðið í vestasta hluta borgarinnar og Vesturbæingar og Seltirningar eru óþyrmilega minntir á það, á degi hverjum, að umferð um Hringbrautina er löngu sprungin á álagstímum. Fyrirhuguð fækkun akreina Borgaryfirvöldum er vel ljós þessi þróun. En í stað þess að gera ráðstafanir til að greiða fyrir umferð um gatnamót Hringbrautar, Eiðisgranda og Ánanausta, og auka þar umferðaröryggi, velja þau sína klassísku leið: að þrengja að umferð og skapa umferðaröngþveiti á álagstímum. Þessar fyrirætlanir má lesa um í bókun þeirra frá 8. mars sl. Þar segir: „Við samþykkjum til bráðabirgða tillögu um bætta ljósastýringu og gönguþverun við gatnamót Hringbrautar og Ánanausta. En betur má ef duga skal. Íbúðum fjölgar mikið á svæðinu næstu misseri. Hringtorgið og næsta nágrenni þess er afleitt og beinlínis hættulegt fyrir fótgangandi vegfarendur. Umferðin á þessum stað er of hröð og hættuleg. Æskileg væri að fækka akreinum með fram ströndinni og breyta hringtorginu í klassísk ljósastýrð T-gatnamót.“ Umferðarteppur draga úr umferðaröryggi Í stað þess að koma með raunhæfar lausnir í þeirri viðleitni að greiða fyrir umferð og auka umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda, hyggjast borgaryfirvöld þrengja enn frekar að umferð á þessu svæði með hugmyndum um að afleggja hringtorgið og koma fyrir T-gatnamótum við JL- húsið. Slíkri breytingu er ætlað að útiloka vinstri beygju frá nyrsta hluta Hringbrautar og vestur á Nes. Auk þess stendur vilji meirihlutans til að bæta gráu ofan á svart með því að fækka akreinum. Það er því fyrirhugað að skapa fullkomið umferðaröngþveiti á þessum slóðum. Staðsetning ljósastýrðu gönguþverunarinnar, sem fyrirhugað er að koma upp við JL-húsið, hefur auk þess mætt mikilli gagnrýni. Umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda verður ekki bætt með umferðarteppum. Þvert á móti draga þær úr umferðaröryggi allra ferðamáta, einkum þeirra sem ganga og hjóla. Myndin sýnir göngu- og hjólabrú á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu. Göngubrú í stað ljósastýrðrar gangbrautar Raunhæf viðleitni til að auka öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda við þessi gatnamót fælist hins vegar í því að koma fyrir göngu- og hjólabrú á svæðinu, rétt eins og gert var við gatnamót Njarðargötu og Hringbrautar. Ég mun því leggja fram tillögu á vettvangi borgarstjórnar að farið verði í slíkar framkvæmdir hið fyrsta. Fyrirhugaðar umferðarþrengingar borgaryfirvalda á þessum slóðum munu hins vegar einungis gera slæmt ástand óviðunandi og eru ekki boðlegar Vesturbæingum, né íbúum Seltjarnarness. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun