Sektuð um 3,5 milljón vegna rafrænnar vöktunar á gistiaðstöðu stúlkna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. október 2023 12:49 Um fimmtíu eftirlitsmyndavélar eru í Laugardalshöll. Vísir/Arnar Persónuvernd hefur ákveðið að sekta Íþrótta- og sýningarhöllina hf. um 3,5 milljónir króna vegna eftirlitsmyndavéla í Laugardalshöll. Segir í úrskurði að brotið hafi verið á persónuvernd barna og að unnið hafi verið með viðkvæmar persónuupplýsingar án viðeigandi heimildar. Sektin varðar mál sem kom upp þegar fimmtán til sextán ára stúlkur úr liði Selfoss tóku eftir eftirlitsmyndavélum þegar þær gistu í Laugardalshöll í kringum Rey Cup mótið sumarið 2021. Ekki hafði verið tilkynnt um að svæðið væri vaktað og létu stúlkurnar þjálfara sinn og foreldra vita. Þær höfðu meðal annars skipt um föt í rýminu þar sem myndavélarnar voru. Persónuvernd fór í kjölfarið í frumkvæðisathugun á rafrænni vöktun en athugunin takmarkaðist ekki við vinnslu persónuupplýsinga á mótinu heldur náði til viðbúrða þar sem aðrir en rekstraaðili hússins fengu það til afnota í tengslum við viðburðahald. Við vettvangsathugun Persónuverndar kom á daginn að fimmtíu eftirlitsmyndavélar voru í Laugardalshöll, í nánast öllum rýmum utan salerna, búningsklefa og skrifstofa starfsmanna. Í febrúar á þessu ári komst Persóunvernd að þeirri niðurstöðu að Íþrótta- og sýningarhöllin hf. hafi brotið persónuverndarlög. Sögðu eftirlitið mikilvægan öryggisþátt Fram kemur í úrskurði að Íþrótta- og sýningarhöllin hf. hafi ekki talið tilefni til stjórnvaldsseektar í málinu. Vísaði félagið til þess að öryggismyndavélar í Laugardalshöll hafi upprunalega verið settar upp að beiðni lögreglu vegna öryggissjónarmiða í tengslum við NATO-fund sem fór þar fram árið 2007. Allt frá því hafi myndavélakerfið skipað mikilvægan sess í að tryggja öryggi fólks á viðburðum í höllinni. Myndavélarnar hafi ávallt verið sýnilegar þeim sem eru í rýmum hússins og aldrei reynt að fela að rafræn vöktun færi fram. Benti félagið jafnframt á að myndefnið sem tekið var upp í kring um Rey Cup 2021 hafi aldrei verið skoðað og því eytt innan 30 daga frá upptöku en almenna reglan sé að eyða upptökum eftir 90 daga. Þá hafi aðeins hluti myndavélanna í húsinu verið á upptöku vegna bólusetninga vegna Covid-19, sem fóru þar fram, og málið varðaði því ekki eins marga og Persónuvernd hafi metið. „Enn fremur liggi ekki fyrir að rafræn vöktun í Laugardalshöll hafi leitt til þess að viðkvæmar persónuupplýsingar hafi verið unnar, eins og Persónuvernd hafi lagt til grundvallar í niðurstöðu sinni,“ segir í úrskurðinum. Persónuvernd segir í úrskurði sínum að þyngst hafi vegið, þegar ákvörðun um upphæð stjórnvaldssektarinnar var tekin, að brotið varðaði persónuvernd barna og að unnið hafi verið með viðkvæmar persónuupplýsingar án viðeigandi heimildar. Auk þess hafi vöktunin verið umfangsmikil hvað varðar tíma og fjölda hinna skráðu. „Þó svo að rafræn vöktun hafi að einhverju leyti verið takmörkuð þegar fjöldabólusetningin fór fram í húsinu verður að mati Persónuverndar að horfa til þess að rafræn vöktun fór engu að síður fram og ljóst að um vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga er að ræða,“ segir í úrskurðinum. Persónuvernd ReyCup Íþróttir barna UMF Selfoss Reykjavík Tengdar fréttir Rafræn vöktun á gistiaðstöðu stúlkna ólögleg Persónuvernd segir að vöktun með myndavélum á viðburðum í Laugardalshöll standist ekki lög. Athugunin hófst þegar myndavélar fundust í rými hallarinnar þar sem stúlkur á knattspyrnumóti höfðu gistiaðstöðu Til skoðunar er hvort að rekstraraðili hallarinnar verði sektaður vegna þess. 2. mars 2023 09:05 Vöktun þarf áfram að vera heimil ef starfsemi breytist Persónuvernd gerir ráð fyrir að taka mál fótboltastúlkna til skoðunar, sem gerðu athugasemdir við að öryggismyndavélar væru að taka þær upp í svefnsal þeirra í Laugardalshöll á meðan Rey Cup stóð yfir nú um helgina. 25. júlí 2021 17:00 Segist ekki hafa fengið neina beiðni um að slökkva á myndavélunum „Laugardalshöll er fjölnota hús og ekki ætluð sem gistiaðstaða," segir Birgir Bárðarson, framkvæmdastjóri Laugardalshallar. 25. júlí 2021 13:07 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Sektin varðar mál sem kom upp þegar fimmtán til sextán ára stúlkur úr liði Selfoss tóku eftir eftirlitsmyndavélum þegar þær gistu í Laugardalshöll í kringum Rey Cup mótið sumarið 2021. Ekki hafði verið tilkynnt um að svæðið væri vaktað og létu stúlkurnar þjálfara sinn og foreldra vita. Þær höfðu meðal annars skipt um föt í rýminu þar sem myndavélarnar voru. Persónuvernd fór í kjölfarið í frumkvæðisathugun á rafrænni vöktun en athugunin takmarkaðist ekki við vinnslu persónuupplýsinga á mótinu heldur náði til viðbúrða þar sem aðrir en rekstraaðili hússins fengu það til afnota í tengslum við viðburðahald. Við vettvangsathugun Persónuverndar kom á daginn að fimmtíu eftirlitsmyndavélar voru í Laugardalshöll, í nánast öllum rýmum utan salerna, búningsklefa og skrifstofa starfsmanna. Í febrúar á þessu ári komst Persóunvernd að þeirri niðurstöðu að Íþrótta- og sýningarhöllin hf. hafi brotið persónuverndarlög. Sögðu eftirlitið mikilvægan öryggisþátt Fram kemur í úrskurði að Íþrótta- og sýningarhöllin hf. hafi ekki talið tilefni til stjórnvaldsseektar í málinu. Vísaði félagið til þess að öryggismyndavélar í Laugardalshöll hafi upprunalega verið settar upp að beiðni lögreglu vegna öryggissjónarmiða í tengslum við NATO-fund sem fór þar fram árið 2007. Allt frá því hafi myndavélakerfið skipað mikilvægan sess í að tryggja öryggi fólks á viðburðum í höllinni. Myndavélarnar hafi ávallt verið sýnilegar þeim sem eru í rýmum hússins og aldrei reynt að fela að rafræn vöktun færi fram. Benti félagið jafnframt á að myndefnið sem tekið var upp í kring um Rey Cup 2021 hafi aldrei verið skoðað og því eytt innan 30 daga frá upptöku en almenna reglan sé að eyða upptökum eftir 90 daga. Þá hafi aðeins hluti myndavélanna í húsinu verið á upptöku vegna bólusetninga vegna Covid-19, sem fóru þar fram, og málið varðaði því ekki eins marga og Persónuvernd hafi metið. „Enn fremur liggi ekki fyrir að rafræn vöktun í Laugardalshöll hafi leitt til þess að viðkvæmar persónuupplýsingar hafi verið unnar, eins og Persónuvernd hafi lagt til grundvallar í niðurstöðu sinni,“ segir í úrskurðinum. Persónuvernd segir í úrskurði sínum að þyngst hafi vegið, þegar ákvörðun um upphæð stjórnvaldssektarinnar var tekin, að brotið varðaði persónuvernd barna og að unnið hafi verið með viðkvæmar persónuupplýsingar án viðeigandi heimildar. Auk þess hafi vöktunin verið umfangsmikil hvað varðar tíma og fjölda hinna skráðu. „Þó svo að rafræn vöktun hafi að einhverju leyti verið takmörkuð þegar fjöldabólusetningin fór fram í húsinu verður að mati Persónuverndar að horfa til þess að rafræn vöktun fór engu að síður fram og ljóst að um vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga er að ræða,“ segir í úrskurðinum.
Persónuvernd ReyCup Íþróttir barna UMF Selfoss Reykjavík Tengdar fréttir Rafræn vöktun á gistiaðstöðu stúlkna ólögleg Persónuvernd segir að vöktun með myndavélum á viðburðum í Laugardalshöll standist ekki lög. Athugunin hófst þegar myndavélar fundust í rými hallarinnar þar sem stúlkur á knattspyrnumóti höfðu gistiaðstöðu Til skoðunar er hvort að rekstraraðili hallarinnar verði sektaður vegna þess. 2. mars 2023 09:05 Vöktun þarf áfram að vera heimil ef starfsemi breytist Persónuvernd gerir ráð fyrir að taka mál fótboltastúlkna til skoðunar, sem gerðu athugasemdir við að öryggismyndavélar væru að taka þær upp í svefnsal þeirra í Laugardalshöll á meðan Rey Cup stóð yfir nú um helgina. 25. júlí 2021 17:00 Segist ekki hafa fengið neina beiðni um að slökkva á myndavélunum „Laugardalshöll er fjölnota hús og ekki ætluð sem gistiaðstaða," segir Birgir Bárðarson, framkvæmdastjóri Laugardalshallar. 25. júlí 2021 13:07 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Rafræn vöktun á gistiaðstöðu stúlkna ólögleg Persónuvernd segir að vöktun með myndavélum á viðburðum í Laugardalshöll standist ekki lög. Athugunin hófst þegar myndavélar fundust í rými hallarinnar þar sem stúlkur á knattspyrnumóti höfðu gistiaðstöðu Til skoðunar er hvort að rekstraraðili hallarinnar verði sektaður vegna þess. 2. mars 2023 09:05
Vöktun þarf áfram að vera heimil ef starfsemi breytist Persónuvernd gerir ráð fyrir að taka mál fótboltastúlkna til skoðunar, sem gerðu athugasemdir við að öryggismyndavélar væru að taka þær upp í svefnsal þeirra í Laugardalshöll á meðan Rey Cup stóð yfir nú um helgina. 25. júlí 2021 17:00
Segist ekki hafa fengið neina beiðni um að slökkva á myndavélunum „Laugardalshöll er fjölnota hús og ekki ætluð sem gistiaðstaða," segir Birgir Bárðarson, framkvæmdastjóri Laugardalshallar. 25. júlí 2021 13:07