Óttar hafnar ásökunum um að hafa framið líkamsárás Jón Þór Stefánsson skrifar 23. október 2023 15:35 Óttar Pálsson hæstaréttarlögmaður og einn eigenda lögfræðistofunnar Logos. Logos Óttar Pálsson hæstaréttarlögmaður og einn eigenda lögfræðistofunnar Logos hafnar ásökunum um að hafa framið líkamsárás á dögunum. Fjallað hefur verið um meinta árás í fjölmiðlum síðan um helgina, en hún á að hafa átt sér stað í verslun í miðbæ Reykjavíkur þann fimmta október á þessu ári. Ósannar sögur sem valdi sársauka „Vefmiðlar hafa undanfarna daga flutt fréttir af ætlaðri líkamsárás sem nafn mitt er tengt við,“ segir í tilkynningu sem Óttar sendir fjölmiðlum. „Lýsingar af atviki, sem átti sér stað fyrir rúmlega tveimur vikum síðan, eru að verulegu leyti ósannar, meiðandi og til þess fallnar að valda sársauka þeirra sem síst skyldi. Því finnst mér rétt að fram komi að ég hafna hvers kyns sökum sem á mig eru bornar.“ Óttar segist ekki ætla að tjá sig frekar um málið að sinni. Vísir greindi frá því í dag að lögregla hefði sinnt útkalli í versluninni umrætt kvöld. Fram kom að hæstarréttarlögmanni væri gefið að sök að ráðast á verslunareiganda. Meintur árásarmaður er Óttar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hyggst meintur brotaþoli ætla að kæra líkamsárásina, en hefur ekki gert það enn sem komið er. Þá sagði í frétt Vísis í dag að Óttar liti málið öðrum augum. Hann hafi komið í verslunina til að ræða við eigandann vegna persónulegra mála og þegar hann hafi ætlað að yfirgefa verslunina hafi eigandinn ekki tekið það í mál. Lýsingar á atvikum, samkvæmt sjónarhorni Óttars, séu á þá leið að eigandinn hafi handleikið skæri og hrækt framan í sig. Þegar hann hafi svo gripið í Óttar hafi komið til ryskinga þeirra á milli. Á endanum hafi það verið sjálfur Óttar sem hringdi á lögreglu. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögmennska Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Íhugar að kæra lögmanninn Lögregluþjónar í Reykjavík sinntu útkalli í verslun í miðbæ Reykjavíkur fimmtudagskvöldið 5. október þar sem hæstaréttarlögmanni og einum eiganda virtrar lögmannsstofu er gefið að sök að hafa ráðist á verslunareigandann. 23. október 2023 14:15 Óttar og Anna Rut skilja Óttar Pálsson, lögmaður á Logos, og Anna Rut Þráinsdóttir viðskiptafræðingur hafa ákveðið að slíta samvistum. 22. október 2023 13:59 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Fjallað hefur verið um meinta árás í fjölmiðlum síðan um helgina, en hún á að hafa átt sér stað í verslun í miðbæ Reykjavíkur þann fimmta október á þessu ári. Ósannar sögur sem valdi sársauka „Vefmiðlar hafa undanfarna daga flutt fréttir af ætlaðri líkamsárás sem nafn mitt er tengt við,“ segir í tilkynningu sem Óttar sendir fjölmiðlum. „Lýsingar af atviki, sem átti sér stað fyrir rúmlega tveimur vikum síðan, eru að verulegu leyti ósannar, meiðandi og til þess fallnar að valda sársauka þeirra sem síst skyldi. Því finnst mér rétt að fram komi að ég hafna hvers kyns sökum sem á mig eru bornar.“ Óttar segist ekki ætla að tjá sig frekar um málið að sinni. Vísir greindi frá því í dag að lögregla hefði sinnt útkalli í versluninni umrætt kvöld. Fram kom að hæstarréttarlögmanni væri gefið að sök að ráðast á verslunareiganda. Meintur árásarmaður er Óttar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hyggst meintur brotaþoli ætla að kæra líkamsárásina, en hefur ekki gert það enn sem komið er. Þá sagði í frétt Vísis í dag að Óttar liti málið öðrum augum. Hann hafi komið í verslunina til að ræða við eigandann vegna persónulegra mála og þegar hann hafi ætlað að yfirgefa verslunina hafi eigandinn ekki tekið það í mál. Lýsingar á atvikum, samkvæmt sjónarhorni Óttars, séu á þá leið að eigandinn hafi handleikið skæri og hrækt framan í sig. Þegar hann hafi svo gripið í Óttar hafi komið til ryskinga þeirra á milli. Á endanum hafi það verið sjálfur Óttar sem hringdi á lögreglu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögmennska Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Íhugar að kæra lögmanninn Lögregluþjónar í Reykjavík sinntu útkalli í verslun í miðbæ Reykjavíkur fimmtudagskvöldið 5. október þar sem hæstaréttarlögmanni og einum eiganda virtrar lögmannsstofu er gefið að sök að hafa ráðist á verslunareigandann. 23. október 2023 14:15 Óttar og Anna Rut skilja Óttar Pálsson, lögmaður á Logos, og Anna Rut Þráinsdóttir viðskiptafræðingur hafa ákveðið að slíta samvistum. 22. október 2023 13:59 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Íhugar að kæra lögmanninn Lögregluþjónar í Reykjavík sinntu útkalli í verslun í miðbæ Reykjavíkur fimmtudagskvöldið 5. október þar sem hæstaréttarlögmanni og einum eiganda virtrar lögmannsstofu er gefið að sök að hafa ráðist á verslunareigandann. 23. október 2023 14:15
Óttar og Anna Rut skilja Óttar Pálsson, lögmaður á Logos, og Anna Rut Þráinsdóttir viðskiptafræðingur hafa ákveðið að slíta samvistum. 22. október 2023 13:59