Jafnrétti hefur ekki verið náð í Kópavogi Indriði Ingi Stefánsson, Árni Pétur Árnason, Matthías Hjartarson og Þorgeir Lárus Árnason skrifa 24. október 2023 08:30 Píratar styðja baráttu kvenna og kvára fyrir jafnrétti og taka undir þau meginmarkmið kvennaverkfalls að kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi verði útrýmt og að störf kvenna og kvára verði metin að verðleikum. Þrátt fyrir að Kópavogsbær skreyti sig með jafnlaunavottun er ekki hægt að fullyrða að jafnrétti hafi verið náð í Kópavogi. Má þar nefna að nú þegar hálft annað ár er liðið frá kosningu nýrrar bæjarstjórnar hundsar meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar ennþá bæði jafnréttis- og sveitarstjórnarlög með því að skipa einungis fólk af öðru kyninu í nefndir og ráð á vegum bæjarstjórnar, þrátt fyrir bæði ítrekaðar athugasemdir af okkar hálfu sem og afskipti Jafnréttisstofu. Lögfræðingur Kópavogsbæjar hefur staðfest það í minnisblaði að skipanin uppfylli ekki kröfur laganna um jöfn kynjahlutföll. Í sumar stóð meirihluti bæjarstjórnar fyrir umdeildri breytingu á fyrirkomulagi reksturs leikskóla í Kópavogi. Foreldrar eru hvattir til þess að stytta vistunartíma barna sinna og þeir sem ekki gera það þurfa nú að greiða um 40% hærri vistunargjöld en áður. Lítið samráð átti sér stað við foreldra áður en breytingin tók gildi og ekkert jafnréttismat var gert á tillögunni, en ef marka má reynslusögur foreldra undanfarnar vikur kemur breytingin sennilega verr niður á atvinnuþátttöku kvenna en karla. Við Píratar höfum leitt ýmsar nauðsynlegar breytingar í átt að auknu jafnrétti í bænum. Má þar nefna kynhlutlausa klefa í sundlaugum Kópavogs, samræmt verklag við auglýsingar starfa á vegum bæjarins þar sem gera á ráð fyrir öllum kynjum, og um þessar mundir er í gangi vinna við endurskoðun á reglum um val á íþróttafólki ársins þar sem stendur til að skapað verði rými fyrir kynsegin íþróttafólk við tilnefningarnar. Kópavogsbær á góða stefnu um einelti, kynferðislega og kynbundna áreitni og ofbeldi meðal starfsfólks bæjarins. Við Píratar höfum nú í hátt í fimm ár talað fyrir því að stefnan verði endurskoðuð með það að markmiði að hún nái ekki eingöngu til starfsfólks bæjarins heldur einnig til kjörinna fulltrúa. Engin slík stefna eða verklag er til staðar þegar kemur að kjörnum fulltrúum, en kynbundið ofbeldi á sér því miður vissulega stað á þeim vettvangi líka. Það er enn töluvert í land til þess að jafnrétti verði náð, sér í lagi félagslegu jafnrétti. Píratar hvetja bæjarstjórn Kópavogs til þess að ganga fram með góðu fordæmi í jafnréttismálum og vinna að útrýmingu kynbundins og kynferðislegs ofbeldis. Fyrir hönd stjórnar Pírata í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Kvennaverkfall Píratar Indriði Stefánsson Mest lesið Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Sjá meira
Píratar styðja baráttu kvenna og kvára fyrir jafnrétti og taka undir þau meginmarkmið kvennaverkfalls að kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi verði útrýmt og að störf kvenna og kvára verði metin að verðleikum. Þrátt fyrir að Kópavogsbær skreyti sig með jafnlaunavottun er ekki hægt að fullyrða að jafnrétti hafi verið náð í Kópavogi. Má þar nefna að nú þegar hálft annað ár er liðið frá kosningu nýrrar bæjarstjórnar hundsar meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar ennþá bæði jafnréttis- og sveitarstjórnarlög með því að skipa einungis fólk af öðru kyninu í nefndir og ráð á vegum bæjarstjórnar, þrátt fyrir bæði ítrekaðar athugasemdir af okkar hálfu sem og afskipti Jafnréttisstofu. Lögfræðingur Kópavogsbæjar hefur staðfest það í minnisblaði að skipanin uppfylli ekki kröfur laganna um jöfn kynjahlutföll. Í sumar stóð meirihluti bæjarstjórnar fyrir umdeildri breytingu á fyrirkomulagi reksturs leikskóla í Kópavogi. Foreldrar eru hvattir til þess að stytta vistunartíma barna sinna og þeir sem ekki gera það þurfa nú að greiða um 40% hærri vistunargjöld en áður. Lítið samráð átti sér stað við foreldra áður en breytingin tók gildi og ekkert jafnréttismat var gert á tillögunni, en ef marka má reynslusögur foreldra undanfarnar vikur kemur breytingin sennilega verr niður á atvinnuþátttöku kvenna en karla. Við Píratar höfum leitt ýmsar nauðsynlegar breytingar í átt að auknu jafnrétti í bænum. Má þar nefna kynhlutlausa klefa í sundlaugum Kópavogs, samræmt verklag við auglýsingar starfa á vegum bæjarins þar sem gera á ráð fyrir öllum kynjum, og um þessar mundir er í gangi vinna við endurskoðun á reglum um val á íþróttafólki ársins þar sem stendur til að skapað verði rými fyrir kynsegin íþróttafólk við tilnefningarnar. Kópavogsbær á góða stefnu um einelti, kynferðislega og kynbundna áreitni og ofbeldi meðal starfsfólks bæjarins. Við Píratar höfum nú í hátt í fimm ár talað fyrir því að stefnan verði endurskoðuð með það að markmiði að hún nái ekki eingöngu til starfsfólks bæjarins heldur einnig til kjörinna fulltrúa. Engin slík stefna eða verklag er til staðar þegar kemur að kjörnum fulltrúum, en kynbundið ofbeldi á sér því miður vissulega stað á þeim vettvangi líka. Það er enn töluvert í land til þess að jafnrétti verði náð, sér í lagi félagslegu jafnrétti. Píratar hvetja bæjarstjórn Kópavogs til þess að ganga fram með góðu fordæmi í jafnréttismálum og vinna að útrýmingu kynbundins og kynferðislegs ofbeldis. Fyrir hönd stjórnar Pírata í Kópavogi.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun