Of margar konur sem fá ekki stuðning Bjarki Sigurðsson skrifar 24. október 2023 11:08 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB Vísir/Vilhelm Kvennaverkfallið hófst formlega á miðnætti en fyrstu afleiðingar þess mátti sjá í morgun. Umferð um götur Reykjavíkur var lítil sem engin og eru margir vinnustaðir ansi tómlegir. Þá eru ýmsir vinnustaðir lokaðir í dag vegna verkfallsins, svo sem sundlaugar, skólar og bókasöfn. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB og einn skipuleggjenda Kvennaverkfallsins, kveðst vera spennt fyrir deginum. „Það var morgunganga í kringum Tjörnina í morgun og ótrúlega góð þátttaka, það tókst vel til. Svo eru sömuleiðis að byrja viðburðir klukkan ellefu eins og á Akureyri og víðar um landið. Það byrjar fyrr því þau ætla svo að horfa á útsendinguna frá Arnarhóli klukkan tvö. Það er verið að prófa hljóðið og athuga hvort þetta drífi ekki um allan bæ,“ segir Sonja. Sendir kveðjur á þær sem geta ekki mætt Hún sendir kveðjur á þær konur sem geta ekki eða sjá sér ekki fært að taka þátt í verkfallinu. Þær geti þó tekið þátt með því að birta myndir af sér við störf sín á samfélagsmiðlum. „En við erum því miður enn að heyra sögur, þá sérstaklega af hópum kvenna af erlendum uppruna sem eru í lægst launuðu störfunum og sjá sér ekki fært að taka þátt því þær njóta ekki stuðnings á vinnustaðnum. Ég vil sérstaklega senda þeim kveðju og við öll sem stöndum að þessu. Svo höfum við líka heyrt af sjálfstætt starfandi sem treysta sér ekki að leggja niður störf. Staðan er sú að við sem getum farið, munum gera það og við erum öll saman í baráttunni,“ segir Sonja. Karlmenn taki aðra og þriðju vaktina Hún kallar eftir því að karlmenn stigi ekki einungis upp á vinnumarkaði, heldur einnig heima fyrir. „Það er að okkar mati mjög mikilvægt til þess að endurspegla þá ábyrgð sem fylgir til dæmis þriðju vaktinni, að skipuleggja allt í kringum heimilið og börnin,“ segir Sonja. Kvennaverkfall Jafnréttismál Reykjavík Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB og einn skipuleggjenda Kvennaverkfallsins, kveðst vera spennt fyrir deginum. „Það var morgunganga í kringum Tjörnina í morgun og ótrúlega góð þátttaka, það tókst vel til. Svo eru sömuleiðis að byrja viðburðir klukkan ellefu eins og á Akureyri og víðar um landið. Það byrjar fyrr því þau ætla svo að horfa á útsendinguna frá Arnarhóli klukkan tvö. Það er verið að prófa hljóðið og athuga hvort þetta drífi ekki um allan bæ,“ segir Sonja. Sendir kveðjur á þær sem geta ekki mætt Hún sendir kveðjur á þær konur sem geta ekki eða sjá sér ekki fært að taka þátt í verkfallinu. Þær geti þó tekið þátt með því að birta myndir af sér við störf sín á samfélagsmiðlum. „En við erum því miður enn að heyra sögur, þá sérstaklega af hópum kvenna af erlendum uppruna sem eru í lægst launuðu störfunum og sjá sér ekki fært að taka þátt því þær njóta ekki stuðnings á vinnustaðnum. Ég vil sérstaklega senda þeim kveðju og við öll sem stöndum að þessu. Svo höfum við líka heyrt af sjálfstætt starfandi sem treysta sér ekki að leggja niður störf. Staðan er sú að við sem getum farið, munum gera það og við erum öll saman í baráttunni,“ segir Sonja. Karlmenn taki aðra og þriðju vaktina Hún kallar eftir því að karlmenn stigi ekki einungis upp á vinnumarkaði, heldur einnig heima fyrir. „Það er að okkar mati mjög mikilvægt til þess að endurspegla þá ábyrgð sem fylgir til dæmis þriðju vaktinni, að skipuleggja allt í kringum heimilið og börnin,“ segir Sonja.
Kvennaverkfall Jafnréttismál Reykjavík Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira