Meiddist á versta tíma: „Enn meira svekkjandi að detta út þegar manni hafði gengið svona vel“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. október 2023 08:00 Teitur Örn Einarsson er þekktur fyrir sín þrumuskot. vísir/vilhelm Loksins þegar Teitur Örn Einarsson hafði fengið langþráð tækifæri með Flensburg og kominn á gott skrið meiddist hann. Selfyssingurinn fékk þungt högg á augað í Evrópuleik. Eftir að hafa fengið fá tækifæri framan af tímabili skoraði Teitur sjö mörk þegar Flensburg sigraði Balingen, 32-28, í síðustu viku. Hann var áfram sjóðheitur í Íslendingaslag gegn Kadetten Schaffhausen í Evrópudeildinni og skoraði sex mörk úr fyrstu átta skotum sínum í leiknum. Níunda skot hans fór líka í markið en fórnarkostnaðurinn var ansi mikill. Hann fékk nefnilega þungt högg á augað þegar hann skoraði sitt sjöunda mark í leiknum. Handbolti.is greindi fyrst frá. „Ég var á leiðinni á áras og fór í undirhandarskot. Varnarmaðurinn kom hratt út á móti mér og ég fór á fullt í skotið. Ég beygði mig aðeins niður og hann reyndi að brjóta á mér þannig að augað fór beint í axlarbeinið á honum. Ég fékk helvíti þungt högg á hausinn og augað og fékk léttan heilahristing við þetta. Það er eina ástæðan fyrir því að ég er frá,“ sagði Teitur í samtali við Vísi. Hann segir að það sé í lagi með augað þrátt fyrir höggið þunga. „Ég er með glóðarauga og nokkrar sprungnar æðar. Ég er búinn að fara til augnlæknis og láta mynda öll beinin í kring og það er ekkert brotið eða að auganu,“ sagði skyttan skotfasta. Teitur í leik Flensburg gegn Val í Evrópudeildinni á síðasta tímabili.vísir/vilhelm Teitur missti af leikjunum gegn Balingen í þýsku úrvalsdeildinni um helgina og gegn Lovcen-Cetinje í Svartfjallalandi í Evrópudeildinni í gær. Ef hann fær að ráða snýr hann aftur á völlinn gegn Eisenach um helgina. „Mig langar að ná leiknum á laugardaginn og stefni á það. En ég verð að fylgja heilsunni og því sem læknarnir segja. Svona höfuðvandamál geta verið snúnari en maður gerir sér grein fyrir. Mér líður vel og hef ekki fundið nein einkenni síðustu tvo daga. En maður þarf að fara mjög varlega og ég er undir stöðugu eftirliti lækna og lyftingaþjálfara, að fara rólega af stað og fylgja því sem hausinn á mér segir.“ Sem fyrr sagði hafði Teitur verið heitur og skorað grimmt áður en hann meiddist gegn Kadetten. Það er svo sem aldrei góður tími til að meiðast en tíminn núna var sérstaklega slæmur fyrir Selfyssinginn knáa. „Ég var farinn að finna mig mjög vel og loksins farinn að fá spiltíma. Það er alltaf enn meira svekkjandi að detta út þegar manni hafði gengið svona vel og var að hjálpa liðinu,“ sagði Teitur sem kom til Flensburg frá Kristianstad fyrir tveimur árum. Þýski handboltinn Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Sjá meira
Eftir að hafa fengið fá tækifæri framan af tímabili skoraði Teitur sjö mörk þegar Flensburg sigraði Balingen, 32-28, í síðustu viku. Hann var áfram sjóðheitur í Íslendingaslag gegn Kadetten Schaffhausen í Evrópudeildinni og skoraði sex mörk úr fyrstu átta skotum sínum í leiknum. Níunda skot hans fór líka í markið en fórnarkostnaðurinn var ansi mikill. Hann fékk nefnilega þungt högg á augað þegar hann skoraði sitt sjöunda mark í leiknum. Handbolti.is greindi fyrst frá. „Ég var á leiðinni á áras og fór í undirhandarskot. Varnarmaðurinn kom hratt út á móti mér og ég fór á fullt í skotið. Ég beygði mig aðeins niður og hann reyndi að brjóta á mér þannig að augað fór beint í axlarbeinið á honum. Ég fékk helvíti þungt högg á hausinn og augað og fékk léttan heilahristing við þetta. Það er eina ástæðan fyrir því að ég er frá,“ sagði Teitur í samtali við Vísi. Hann segir að það sé í lagi með augað þrátt fyrir höggið þunga. „Ég er með glóðarauga og nokkrar sprungnar æðar. Ég er búinn að fara til augnlæknis og láta mynda öll beinin í kring og það er ekkert brotið eða að auganu,“ sagði skyttan skotfasta. Teitur í leik Flensburg gegn Val í Evrópudeildinni á síðasta tímabili.vísir/vilhelm Teitur missti af leikjunum gegn Balingen í þýsku úrvalsdeildinni um helgina og gegn Lovcen-Cetinje í Svartfjallalandi í Evrópudeildinni í gær. Ef hann fær að ráða snýr hann aftur á völlinn gegn Eisenach um helgina. „Mig langar að ná leiknum á laugardaginn og stefni á það. En ég verð að fylgja heilsunni og því sem læknarnir segja. Svona höfuðvandamál geta verið snúnari en maður gerir sér grein fyrir. Mér líður vel og hef ekki fundið nein einkenni síðustu tvo daga. En maður þarf að fara mjög varlega og ég er undir stöðugu eftirliti lækna og lyftingaþjálfara, að fara rólega af stað og fylgja því sem hausinn á mér segir.“ Sem fyrr sagði hafði Teitur verið heitur og skorað grimmt áður en hann meiddist gegn Kadetten. Það er svo sem aldrei góður tími til að meiðast en tíminn núna var sérstaklega slæmur fyrir Selfyssinginn knáa. „Ég var farinn að finna mig mjög vel og loksins farinn að fá spiltíma. Það er alltaf enn meira svekkjandi að detta út þegar manni hafði gengið svona vel og var að hjálpa liðinu,“ sagði Teitur sem kom til Flensburg frá Kristianstad fyrir tveimur árum.
Þýski handboltinn Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti