Eiga félagsleg fyrirtæki framtíð? Elva Dögg Sigurðardóttir skrifar 25. október 2023 07:00 Þriðji geirinn á Íslandi lyftir grettistaki á hverjum degi en þarf samt að berjast í bökkum. Undir hann falla óhagnaðardrifin félagasamtök sem sinna nauðsynlegri þjónustu sem ríkið býður ekki upp á. Samtök eins og Krabbameinsfélagið, Píeta samtökin, Barnaheill og svo má lengi telja. Mikil fjárhagsleg og samfélagsleg verðmæti myndu tapast ef þeirra nyti ekki við en þrátt fyrir það búa þau flest við mikinn ófyrirsjáanleika, þurfa að stóla á skammtímastyrki og telja hverja krónu. Það er algengt að heyra forsvarsfólk í þriðja geiranum tala um að þau viti ekki hvort þau verði enn starfrækt eftir ár. Lausnir við áskorunum dagsins í dag Þrátt fyrir að mikil áhersla hafi verið lögð á frumkvöðlastarfsemi og nýsköpun á undanförnum árum virðist einn angi þeirra hafa verið skilinn eftir, samfélagsleg nýsköpun (e. social innovation). Þessi hluti nýsköpunar snýr að því að finna lausnir á þeim ómættu samfélagslegu áskorunum sem við stöndum frammi fyrir. Í samfélagslegri nýsköpun eru samfélagsleg markmið undirstaðan og hugmyndir um að koma samfélaginu til góða aðal drifkrafturinn. Hún getur átt sér stað hjá einstaklingum og fagaðilum, hjá hinu opinbera eða í einka- og þriðja geiranum og lausnirnar geta orðið bæði árangursríkar og langvarandi þegar þær byggja á samvinnu þessara aðila. Þessar framfarir munu ekki eiga sér stað nema fólki, samtökum og fyrirtækjum sem standa að samfélagslegri nýsköpun sé lyft upp og þau njóti stuðnings í verkefnum sínum. Þetta geta til dæmis verið nýjar leiðir til að mæta áskorunum í umönnun aldraðra, vanlíðan unglinga og þátttöku jaðarsettra hópa í samfélaginu. Þetta geta verið lausnir sem við þekkjum ekki í dag en með raunverulegum stuðningi við félagslega frumkvöðla gæti okkur tekist að gera samfélagið okkar sterkara á svo marga vegu. Skýrara regluverk í Evrópu Síðan ég tók sæti á þingi hef ég fengið tækifæri til að heimsækja ýmis félagasamtök sem sýna það og sanna að á Íslandi er að finna fítonskraft hjá fólki sem vill bæta samfélagið. Flest þessara félaga skortir þó fyrirsjáanleika lengra en ár fram í tímann til þess að geta náð sem mestum áhrifum fyrir samfélagið okkar. Undanfarin ár hefur farið að bera meira á svokölluðum félagslegum fyrirtækjum (e. social enterprise) í Evrópu, sem hægt er að skilgreina sem eins konar blönduð fyrirtæki. Meginmarkmið slíkra fyrirtækja er að hafa jákvæð félagsleg áhrif og vinna í þágu samfélagsins, fremur en að skila hagnað til eiganda og fjárfesta. Þrátt fyrir að hér á Íslandi séu starfrækt mörg félög sem falla undir þennan flokk þá höfum við enn sem komið er ekki góða og haldbæra skilgreiningu á þeim. Starfsumhverfið og lagaumgjörðin er ekki skýr – og í rauninni ekki til. Rekstrarformið hérlendis er því fjölbreytt og flókið. Slík verkefni verða því oft að almannaheillafélögum, samvinnufélögum, almennum félögum, einkahlutafélögum og sjálfseignarstofnunum. Slíkt rekstrarform getur hentað ákveðnum hugmyndum en öðrum færi betur að starfa sem félagslegt fyrirtæki. Félagsleg fyrirtæki geta verið samkeppnishæf á markaði, veitt þjónustu og á sama tíma unnið að samfélagslegum lausnum. Þau geta skapað verðmæti, veitt jaðarsettum hópum rödd og farið betur með almannafé ef regluverkið mætir þörfum þeirra með einföldum og skýrum hætti. Hver er framtíðarsýnin? Við búum yfir ótrúlegum mannauði og hugmyndum og ef þær komast í réttan farveg þá getur það aðstoðað okkur á svo ótal vegu. Við verðum að horfa til langvarandi lausna þar sem kröftug samfélagsleg nýsköpun getur komið inn, þar sem fólki og félögum með hugmyndir sem snúa að samfélagslegum ábata er gert hátt undir höfði og þau njóta fyrirsjáanleika í stuðnings hins opinbera til að bæta lífsgæði fólks. Hér undirstrika ég sérstaklega mikilvægi samfélagslegrar nýsköpunar og hlutverk félagslegra fyrirtækja þar sem fólk er valdeflt og virt. Umræðunni um þetta tvennt, þ.e. samfélagslega nýsköpun og félagsleg fyrirtæki, þarf að halda á lofti hérlendis. Sýnileiki félagslegra fyrirtækja er orðinn töluvert meiri á Norðurlöndunum og regluverk í Evrópu er orðið skýrara. Ef við viljum að Ísland verði hluti af þessari þróun en ekki eftirbáti annarra landa þurfum við að gefa í. Höfundur er sitjandi varaþingkona Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Félagasamtök Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Þriðji geirinn á Íslandi lyftir grettistaki á hverjum degi en þarf samt að berjast í bökkum. Undir hann falla óhagnaðardrifin félagasamtök sem sinna nauðsynlegri þjónustu sem ríkið býður ekki upp á. Samtök eins og Krabbameinsfélagið, Píeta samtökin, Barnaheill og svo má lengi telja. Mikil fjárhagsleg og samfélagsleg verðmæti myndu tapast ef þeirra nyti ekki við en þrátt fyrir það búa þau flest við mikinn ófyrirsjáanleika, þurfa að stóla á skammtímastyrki og telja hverja krónu. Það er algengt að heyra forsvarsfólk í þriðja geiranum tala um að þau viti ekki hvort þau verði enn starfrækt eftir ár. Lausnir við áskorunum dagsins í dag Þrátt fyrir að mikil áhersla hafi verið lögð á frumkvöðlastarfsemi og nýsköpun á undanförnum árum virðist einn angi þeirra hafa verið skilinn eftir, samfélagsleg nýsköpun (e. social innovation). Þessi hluti nýsköpunar snýr að því að finna lausnir á þeim ómættu samfélagslegu áskorunum sem við stöndum frammi fyrir. Í samfélagslegri nýsköpun eru samfélagsleg markmið undirstaðan og hugmyndir um að koma samfélaginu til góða aðal drifkrafturinn. Hún getur átt sér stað hjá einstaklingum og fagaðilum, hjá hinu opinbera eða í einka- og þriðja geiranum og lausnirnar geta orðið bæði árangursríkar og langvarandi þegar þær byggja á samvinnu þessara aðila. Þessar framfarir munu ekki eiga sér stað nema fólki, samtökum og fyrirtækjum sem standa að samfélagslegri nýsköpun sé lyft upp og þau njóti stuðnings í verkefnum sínum. Þetta geta til dæmis verið nýjar leiðir til að mæta áskorunum í umönnun aldraðra, vanlíðan unglinga og þátttöku jaðarsettra hópa í samfélaginu. Þetta geta verið lausnir sem við þekkjum ekki í dag en með raunverulegum stuðningi við félagslega frumkvöðla gæti okkur tekist að gera samfélagið okkar sterkara á svo marga vegu. Skýrara regluverk í Evrópu Síðan ég tók sæti á þingi hef ég fengið tækifæri til að heimsækja ýmis félagasamtök sem sýna það og sanna að á Íslandi er að finna fítonskraft hjá fólki sem vill bæta samfélagið. Flest þessara félaga skortir þó fyrirsjáanleika lengra en ár fram í tímann til þess að geta náð sem mestum áhrifum fyrir samfélagið okkar. Undanfarin ár hefur farið að bera meira á svokölluðum félagslegum fyrirtækjum (e. social enterprise) í Evrópu, sem hægt er að skilgreina sem eins konar blönduð fyrirtæki. Meginmarkmið slíkra fyrirtækja er að hafa jákvæð félagsleg áhrif og vinna í þágu samfélagsins, fremur en að skila hagnað til eiganda og fjárfesta. Þrátt fyrir að hér á Íslandi séu starfrækt mörg félög sem falla undir þennan flokk þá höfum við enn sem komið er ekki góða og haldbæra skilgreiningu á þeim. Starfsumhverfið og lagaumgjörðin er ekki skýr – og í rauninni ekki til. Rekstrarformið hérlendis er því fjölbreytt og flókið. Slík verkefni verða því oft að almannaheillafélögum, samvinnufélögum, almennum félögum, einkahlutafélögum og sjálfseignarstofnunum. Slíkt rekstrarform getur hentað ákveðnum hugmyndum en öðrum færi betur að starfa sem félagslegt fyrirtæki. Félagsleg fyrirtæki geta verið samkeppnishæf á markaði, veitt þjónustu og á sama tíma unnið að samfélagslegum lausnum. Þau geta skapað verðmæti, veitt jaðarsettum hópum rödd og farið betur með almannafé ef regluverkið mætir þörfum þeirra með einföldum og skýrum hætti. Hver er framtíðarsýnin? Við búum yfir ótrúlegum mannauði og hugmyndum og ef þær komast í réttan farveg þá getur það aðstoðað okkur á svo ótal vegu. Við verðum að horfa til langvarandi lausna þar sem kröftug samfélagsleg nýsköpun getur komið inn, þar sem fólki og félögum með hugmyndir sem snúa að samfélagslegum ábata er gert hátt undir höfði og þau njóta fyrirsjáanleika í stuðnings hins opinbera til að bæta lífsgæði fólks. Hér undirstrika ég sérstaklega mikilvægi samfélagslegrar nýsköpunar og hlutverk félagslegra fyrirtækja þar sem fólk er valdeflt og virt. Umræðunni um þetta tvennt, þ.e. samfélagslega nýsköpun og félagsleg fyrirtæki, þarf að halda á lofti hérlendis. Sýnileiki félagslegra fyrirtækja er orðinn töluvert meiri á Norðurlöndunum og regluverk í Evrópu er orðið skýrara. Ef við viljum að Ísland verði hluti af þessari þróun en ekki eftirbáti annarra landa þurfum við að gefa í. Höfundur er sitjandi varaþingkona Viðreisnar.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun