Eiga félagsleg fyrirtæki framtíð? Elva Dögg Sigurðardóttir skrifar 25. október 2023 07:00 Þriðji geirinn á Íslandi lyftir grettistaki á hverjum degi en þarf samt að berjast í bökkum. Undir hann falla óhagnaðardrifin félagasamtök sem sinna nauðsynlegri þjónustu sem ríkið býður ekki upp á. Samtök eins og Krabbameinsfélagið, Píeta samtökin, Barnaheill og svo má lengi telja. Mikil fjárhagsleg og samfélagsleg verðmæti myndu tapast ef þeirra nyti ekki við en þrátt fyrir það búa þau flest við mikinn ófyrirsjáanleika, þurfa að stóla á skammtímastyrki og telja hverja krónu. Það er algengt að heyra forsvarsfólk í þriðja geiranum tala um að þau viti ekki hvort þau verði enn starfrækt eftir ár. Lausnir við áskorunum dagsins í dag Þrátt fyrir að mikil áhersla hafi verið lögð á frumkvöðlastarfsemi og nýsköpun á undanförnum árum virðist einn angi þeirra hafa verið skilinn eftir, samfélagsleg nýsköpun (e. social innovation). Þessi hluti nýsköpunar snýr að því að finna lausnir á þeim ómættu samfélagslegu áskorunum sem við stöndum frammi fyrir. Í samfélagslegri nýsköpun eru samfélagsleg markmið undirstaðan og hugmyndir um að koma samfélaginu til góða aðal drifkrafturinn. Hún getur átt sér stað hjá einstaklingum og fagaðilum, hjá hinu opinbera eða í einka- og þriðja geiranum og lausnirnar geta orðið bæði árangursríkar og langvarandi þegar þær byggja á samvinnu þessara aðila. Þessar framfarir munu ekki eiga sér stað nema fólki, samtökum og fyrirtækjum sem standa að samfélagslegri nýsköpun sé lyft upp og þau njóti stuðnings í verkefnum sínum. Þetta geta til dæmis verið nýjar leiðir til að mæta áskorunum í umönnun aldraðra, vanlíðan unglinga og þátttöku jaðarsettra hópa í samfélaginu. Þetta geta verið lausnir sem við þekkjum ekki í dag en með raunverulegum stuðningi við félagslega frumkvöðla gæti okkur tekist að gera samfélagið okkar sterkara á svo marga vegu. Skýrara regluverk í Evrópu Síðan ég tók sæti á þingi hef ég fengið tækifæri til að heimsækja ýmis félagasamtök sem sýna það og sanna að á Íslandi er að finna fítonskraft hjá fólki sem vill bæta samfélagið. Flest þessara félaga skortir þó fyrirsjáanleika lengra en ár fram í tímann til þess að geta náð sem mestum áhrifum fyrir samfélagið okkar. Undanfarin ár hefur farið að bera meira á svokölluðum félagslegum fyrirtækjum (e. social enterprise) í Evrópu, sem hægt er að skilgreina sem eins konar blönduð fyrirtæki. Meginmarkmið slíkra fyrirtækja er að hafa jákvæð félagsleg áhrif og vinna í þágu samfélagsins, fremur en að skila hagnað til eiganda og fjárfesta. Þrátt fyrir að hér á Íslandi séu starfrækt mörg félög sem falla undir þennan flokk þá höfum við enn sem komið er ekki góða og haldbæra skilgreiningu á þeim. Starfsumhverfið og lagaumgjörðin er ekki skýr – og í rauninni ekki til. Rekstrarformið hérlendis er því fjölbreytt og flókið. Slík verkefni verða því oft að almannaheillafélögum, samvinnufélögum, almennum félögum, einkahlutafélögum og sjálfseignarstofnunum. Slíkt rekstrarform getur hentað ákveðnum hugmyndum en öðrum færi betur að starfa sem félagslegt fyrirtæki. Félagsleg fyrirtæki geta verið samkeppnishæf á markaði, veitt þjónustu og á sama tíma unnið að samfélagslegum lausnum. Þau geta skapað verðmæti, veitt jaðarsettum hópum rödd og farið betur með almannafé ef regluverkið mætir þörfum þeirra með einföldum og skýrum hætti. Hver er framtíðarsýnin? Við búum yfir ótrúlegum mannauði og hugmyndum og ef þær komast í réttan farveg þá getur það aðstoðað okkur á svo ótal vegu. Við verðum að horfa til langvarandi lausna þar sem kröftug samfélagsleg nýsköpun getur komið inn, þar sem fólki og félögum með hugmyndir sem snúa að samfélagslegum ábata er gert hátt undir höfði og þau njóta fyrirsjáanleika í stuðnings hins opinbera til að bæta lífsgæði fólks. Hér undirstrika ég sérstaklega mikilvægi samfélagslegrar nýsköpunar og hlutverk félagslegra fyrirtækja þar sem fólk er valdeflt og virt. Umræðunni um þetta tvennt, þ.e. samfélagslega nýsköpun og félagsleg fyrirtæki, þarf að halda á lofti hérlendis. Sýnileiki félagslegra fyrirtækja er orðinn töluvert meiri á Norðurlöndunum og regluverk í Evrópu er orðið skýrara. Ef við viljum að Ísland verði hluti af þessari þróun en ekki eftirbáti annarra landa þurfum við að gefa í. Höfundur er sitjandi varaþingkona Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Félagasamtök Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Þriðji geirinn á Íslandi lyftir grettistaki á hverjum degi en þarf samt að berjast í bökkum. Undir hann falla óhagnaðardrifin félagasamtök sem sinna nauðsynlegri þjónustu sem ríkið býður ekki upp á. Samtök eins og Krabbameinsfélagið, Píeta samtökin, Barnaheill og svo má lengi telja. Mikil fjárhagsleg og samfélagsleg verðmæti myndu tapast ef þeirra nyti ekki við en þrátt fyrir það búa þau flest við mikinn ófyrirsjáanleika, þurfa að stóla á skammtímastyrki og telja hverja krónu. Það er algengt að heyra forsvarsfólk í þriðja geiranum tala um að þau viti ekki hvort þau verði enn starfrækt eftir ár. Lausnir við áskorunum dagsins í dag Þrátt fyrir að mikil áhersla hafi verið lögð á frumkvöðlastarfsemi og nýsköpun á undanförnum árum virðist einn angi þeirra hafa verið skilinn eftir, samfélagsleg nýsköpun (e. social innovation). Þessi hluti nýsköpunar snýr að því að finna lausnir á þeim ómættu samfélagslegu áskorunum sem við stöndum frammi fyrir. Í samfélagslegri nýsköpun eru samfélagsleg markmið undirstaðan og hugmyndir um að koma samfélaginu til góða aðal drifkrafturinn. Hún getur átt sér stað hjá einstaklingum og fagaðilum, hjá hinu opinbera eða í einka- og þriðja geiranum og lausnirnar geta orðið bæði árangursríkar og langvarandi þegar þær byggja á samvinnu þessara aðila. Þessar framfarir munu ekki eiga sér stað nema fólki, samtökum og fyrirtækjum sem standa að samfélagslegri nýsköpun sé lyft upp og þau njóti stuðnings í verkefnum sínum. Þetta geta til dæmis verið nýjar leiðir til að mæta áskorunum í umönnun aldraðra, vanlíðan unglinga og þátttöku jaðarsettra hópa í samfélaginu. Þetta geta verið lausnir sem við þekkjum ekki í dag en með raunverulegum stuðningi við félagslega frumkvöðla gæti okkur tekist að gera samfélagið okkar sterkara á svo marga vegu. Skýrara regluverk í Evrópu Síðan ég tók sæti á þingi hef ég fengið tækifæri til að heimsækja ýmis félagasamtök sem sýna það og sanna að á Íslandi er að finna fítonskraft hjá fólki sem vill bæta samfélagið. Flest þessara félaga skortir þó fyrirsjáanleika lengra en ár fram í tímann til þess að geta náð sem mestum áhrifum fyrir samfélagið okkar. Undanfarin ár hefur farið að bera meira á svokölluðum félagslegum fyrirtækjum (e. social enterprise) í Evrópu, sem hægt er að skilgreina sem eins konar blönduð fyrirtæki. Meginmarkmið slíkra fyrirtækja er að hafa jákvæð félagsleg áhrif og vinna í þágu samfélagsins, fremur en að skila hagnað til eiganda og fjárfesta. Þrátt fyrir að hér á Íslandi séu starfrækt mörg félög sem falla undir þennan flokk þá höfum við enn sem komið er ekki góða og haldbæra skilgreiningu á þeim. Starfsumhverfið og lagaumgjörðin er ekki skýr – og í rauninni ekki til. Rekstrarformið hérlendis er því fjölbreytt og flókið. Slík verkefni verða því oft að almannaheillafélögum, samvinnufélögum, almennum félögum, einkahlutafélögum og sjálfseignarstofnunum. Slíkt rekstrarform getur hentað ákveðnum hugmyndum en öðrum færi betur að starfa sem félagslegt fyrirtæki. Félagsleg fyrirtæki geta verið samkeppnishæf á markaði, veitt þjónustu og á sama tíma unnið að samfélagslegum lausnum. Þau geta skapað verðmæti, veitt jaðarsettum hópum rödd og farið betur með almannafé ef regluverkið mætir þörfum þeirra með einföldum og skýrum hætti. Hver er framtíðarsýnin? Við búum yfir ótrúlegum mannauði og hugmyndum og ef þær komast í réttan farveg þá getur það aðstoðað okkur á svo ótal vegu. Við verðum að horfa til langvarandi lausna þar sem kröftug samfélagsleg nýsköpun getur komið inn, þar sem fólki og félögum með hugmyndir sem snúa að samfélagslegum ábata er gert hátt undir höfði og þau njóta fyrirsjáanleika í stuðnings hins opinbera til að bæta lífsgæði fólks. Hér undirstrika ég sérstaklega mikilvægi samfélagslegrar nýsköpunar og hlutverk félagslegra fyrirtækja þar sem fólk er valdeflt og virt. Umræðunni um þetta tvennt, þ.e. samfélagslega nýsköpun og félagsleg fyrirtæki, þarf að halda á lofti hérlendis. Sýnileiki félagslegra fyrirtækja er orðinn töluvert meiri á Norðurlöndunum og regluverk í Evrópu er orðið skýrara. Ef við viljum að Ísland verði hluti af þessari þróun en ekki eftirbáti annarra landa þurfum við að gefa í. Höfundur er sitjandi varaþingkona Viðreisnar.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar