Bregðast þurfi við fjárhagsvanda bænda svo þeir séu ekki „þrælar á eigin búi“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. október 2023 10:15 Þórarinn Ingi er formaður atvinnuveganefndar og bóndi. Hann segir íslenskan landbúnað hanga á bláþræði. Vísir/Vilhelm Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir neyðarástand ríkja í íslenskum landbúnaði. Grípa þurfi til aðgerða hratt og örugglega til að koma til móts við skuldavanda bænda og leggur hann til dæmis til hlutdeildarlán fyrir unga bændur. „Það er stundum þannig að það tekur svolítinn tíma að á öll ljós til að kvikna á vissum stöðum og það á nú stundum við okkur á Alþingi líka. Mér finnst eins og núna séu menn að velta þessu verulega fyrir sér,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis og bóndi, í umræðu um landbúnað í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þórarinn skrifaði í síðustu viku grein um stöðu bænda sem birtist á Vísi. Yfirskrift greinarinnar var „Líf íslensks landbúnaðar hangir á bláþræði“ og fer hann í greininni yfir það að rekstrargrundvöllur bænda sé hverfandi, nýliðun lítil sem engin og afkoma bænda með öllu óviðunandi. Þórarinn segir gleðilegt að í kjölfar greinarinnar hafi verið skipaður ráðuneytisstjórahópur til að fara yfir skuldamál bænda. Sjálfur er hann bóndi og veit vel af þessum vandræðum stéttarinnar en vonar að nú verði slæmri þróun snúið við. „Það er nú þannig að stýrivaxtahækkanirnar og þessi verðbólga bítur alla, ekki bara landbúnaðinn,“ segir Þórarinn og bendir á að jafnvel vel rekin bú eigi í fjárhagsvanda. „Fjárfestingin við meðalstórt kúabú getur numið rúmum þrjú til fjögur hundruð milljónum en veltan er bara 60 milljónir. Þegar verða þessar breytingar, hækkun aðfanga, hækkun vaxta, þá er rekstrargrundvöllur vel rekinna búa algjörlega farinn,“ segir Þórarinn. Varhugaverð staða að bændur verði að vinna utan bús Skuldsett bú, nýliðar og aðrir sem hafi verið í uppbyggingu á búum sínum eigi í miklum vanda. „Við þekkjum ágætlega að sauðfjárbændur vinna utan bús til að hafa tekjur fyrir fjölskylduna en nú er staðan bara orðin þannig í mjólkurframleiðslunni líka. Mjólkurframleiðslan er allt annars eðlis en er í sauðfénu, þar hefur verið meiri sveigjanleiki þó ég mæli nú ekki með því að menn vinni endalaust utan bús,“ segir Þórarinn. „Þegar er komið svo í mjólkurframleiðslunni að bændur eru farnir að vinna utan bús þá fer maður að spyrja sig: Á hvaða vegferð erum við?“ Til umræðu hefur komið að bjóða bændum hlutdeildarlán, sem Þórarinn segir góðan kost. „Ef við setjum þetta í samhengi, bú sem kostar 300 milljónir, að hið opinbera komi þarna inn í til að koma fólki af stað af því að þetta er alveg ógerlegt í dag að gera þetta,“ segir Þórarinn. Skoða aðkomu Byggðastofnunar Sömuleiðis mætti kanna að Byggðastofnun kæmi einhvern vegin að málum þar sem stofnunin láni þegar mikið til landbúnaðar. „En við þurfum að fá lánaflokk fyrir landbúnað, þar sem við erum með lán til mjög langs tíma með lágum afborgunum. Til að menn geti haft sómasamlegt líf fyrir sína fjölskyldu en ekki vera eigin þrælar á eigin búi,“ segir Þórarinn. Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, sagði í viðtali í Sprengisandi á Bylgjunni á sunnudag, að tími sé kominn til aðgerða og ekki eigi að þurfa að skipa starfshópa um málið sem taki marga mánuði að komast að niðurstöðum. Þórarinn tekur að hluta undir þetta, enda liggi öll gögn um vanda landbúnaðarins fyrir. „Það vill nú stundum þannig til að við erum svolítið glöð við það að skipa hópa til að vinna hin og þessi verkefni sem kemur kannski ekkert út úr þannig að ég skil áhyggjur Vigdísar. Þess vegna höfum við lagt áherslu á að menn vinni hratt og vel en það er þannig líka að menn verða að hafa tækifæri til að greina stöðuna og kynna sér hana,“ segir Þórarinn. „Það er allt annað fyrir okkur sem erum starfandi í greininni og framkvæmdastjóra Bændasamtakanna sem þekkir málið. Þegar við þurfum að fá aðila að borðinu er eðlilegt að gefa mönnum smá tíma til að kynna sér verkefnið en ekki bara taka þetta hrátt upp. Þá leggjum við mikla áherslu á að menn vinni hratt og vel og safni að sér gögnum, sem Vigdís segir að séu til og ég veit að eru til, ogfarið verði í vinnuna hratt og vel.“ Hægt er að hluta á viðtalið við Þórarinn í heild sinni hér að neðan. Landbúnaður Bítið Alþingi Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Fjárhagsstaða í landbúnaði Ljóst er að þegar leið á árið 2021 að ákveðinn vendipunktur væri runninn upp í íslenskum landbúnaði. Í kjölfar innrásar Rússa inn í Úkraínu, sem gerðist í beinu framhaldi af Covid-19 faraldrinum og þeim efnahagsaðgerðum sem lagt var í til að stemma við neikvæðum hagrænum afleiðingum faraldursins, var hrint af stað kröppum verðlagshækkunum sem við erum enn að sjá afleiðingar af í dag. 23. október 2023 20:00 Tólf milljarða vanti í íslenskan landbúnað Bændasamtökin krefjast þess að komið verði til móts við afkomubrest bænda frá 1. janúar á þessu ári og út samningstíma búvörusamninga. Eins og var gert í sprettgreiðslum til bænda í fyrra. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum en þar segir að ef ekki verði brugðist við megi búast við fjöldagjaldþroti hjá bændum. 23. október 2023 11:48 „Tilfellið er að við stöndum frammi fyrir algjöru hruni“ Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna kallar eftir tafarlausum stuðningi ríkisstjórnarinnar og segir íslenskan landbúnað standa frammi fyrir algjöru hruni. Hún hefur áhyggjur af áhuga erlendra einkaaðila og segir hættu á að þeir sölsi undir sig íslenskan landbúnað. 22. október 2023 13:37 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
„Það er stundum þannig að það tekur svolítinn tíma að á öll ljós til að kvikna á vissum stöðum og það á nú stundum við okkur á Alþingi líka. Mér finnst eins og núna séu menn að velta þessu verulega fyrir sér,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis og bóndi, í umræðu um landbúnað í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þórarinn skrifaði í síðustu viku grein um stöðu bænda sem birtist á Vísi. Yfirskrift greinarinnar var „Líf íslensks landbúnaðar hangir á bláþræði“ og fer hann í greininni yfir það að rekstrargrundvöllur bænda sé hverfandi, nýliðun lítil sem engin og afkoma bænda með öllu óviðunandi. Þórarinn segir gleðilegt að í kjölfar greinarinnar hafi verið skipaður ráðuneytisstjórahópur til að fara yfir skuldamál bænda. Sjálfur er hann bóndi og veit vel af þessum vandræðum stéttarinnar en vonar að nú verði slæmri þróun snúið við. „Það er nú þannig að stýrivaxtahækkanirnar og þessi verðbólga bítur alla, ekki bara landbúnaðinn,“ segir Þórarinn og bendir á að jafnvel vel rekin bú eigi í fjárhagsvanda. „Fjárfestingin við meðalstórt kúabú getur numið rúmum þrjú til fjögur hundruð milljónum en veltan er bara 60 milljónir. Þegar verða þessar breytingar, hækkun aðfanga, hækkun vaxta, þá er rekstrargrundvöllur vel rekinna búa algjörlega farinn,“ segir Þórarinn. Varhugaverð staða að bændur verði að vinna utan bús Skuldsett bú, nýliðar og aðrir sem hafi verið í uppbyggingu á búum sínum eigi í miklum vanda. „Við þekkjum ágætlega að sauðfjárbændur vinna utan bús til að hafa tekjur fyrir fjölskylduna en nú er staðan bara orðin þannig í mjólkurframleiðslunni líka. Mjólkurframleiðslan er allt annars eðlis en er í sauðfénu, þar hefur verið meiri sveigjanleiki þó ég mæli nú ekki með því að menn vinni endalaust utan bús,“ segir Þórarinn. „Þegar er komið svo í mjólkurframleiðslunni að bændur eru farnir að vinna utan bús þá fer maður að spyrja sig: Á hvaða vegferð erum við?“ Til umræðu hefur komið að bjóða bændum hlutdeildarlán, sem Þórarinn segir góðan kost. „Ef við setjum þetta í samhengi, bú sem kostar 300 milljónir, að hið opinbera komi þarna inn í til að koma fólki af stað af því að þetta er alveg ógerlegt í dag að gera þetta,“ segir Þórarinn. Skoða aðkomu Byggðastofnunar Sömuleiðis mætti kanna að Byggðastofnun kæmi einhvern vegin að málum þar sem stofnunin láni þegar mikið til landbúnaðar. „En við þurfum að fá lánaflokk fyrir landbúnað, þar sem við erum með lán til mjög langs tíma með lágum afborgunum. Til að menn geti haft sómasamlegt líf fyrir sína fjölskyldu en ekki vera eigin þrælar á eigin búi,“ segir Þórarinn. Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, sagði í viðtali í Sprengisandi á Bylgjunni á sunnudag, að tími sé kominn til aðgerða og ekki eigi að þurfa að skipa starfshópa um málið sem taki marga mánuði að komast að niðurstöðum. Þórarinn tekur að hluta undir þetta, enda liggi öll gögn um vanda landbúnaðarins fyrir. „Það vill nú stundum þannig til að við erum svolítið glöð við það að skipa hópa til að vinna hin og þessi verkefni sem kemur kannski ekkert út úr þannig að ég skil áhyggjur Vigdísar. Þess vegna höfum við lagt áherslu á að menn vinni hratt og vel en það er þannig líka að menn verða að hafa tækifæri til að greina stöðuna og kynna sér hana,“ segir Þórarinn. „Það er allt annað fyrir okkur sem erum starfandi í greininni og framkvæmdastjóra Bændasamtakanna sem þekkir málið. Þegar við þurfum að fá aðila að borðinu er eðlilegt að gefa mönnum smá tíma til að kynna sér verkefnið en ekki bara taka þetta hrátt upp. Þá leggjum við mikla áherslu á að menn vinni hratt og vel og safni að sér gögnum, sem Vigdís segir að séu til og ég veit að eru til, ogfarið verði í vinnuna hratt og vel.“ Hægt er að hluta á viðtalið við Þórarinn í heild sinni hér að neðan.
Landbúnaður Bítið Alþingi Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Fjárhagsstaða í landbúnaði Ljóst er að þegar leið á árið 2021 að ákveðinn vendipunktur væri runninn upp í íslenskum landbúnaði. Í kjölfar innrásar Rússa inn í Úkraínu, sem gerðist í beinu framhaldi af Covid-19 faraldrinum og þeim efnahagsaðgerðum sem lagt var í til að stemma við neikvæðum hagrænum afleiðingum faraldursins, var hrint af stað kröppum verðlagshækkunum sem við erum enn að sjá afleiðingar af í dag. 23. október 2023 20:00 Tólf milljarða vanti í íslenskan landbúnað Bændasamtökin krefjast þess að komið verði til móts við afkomubrest bænda frá 1. janúar á þessu ári og út samningstíma búvörusamninga. Eins og var gert í sprettgreiðslum til bænda í fyrra. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum en þar segir að ef ekki verði brugðist við megi búast við fjöldagjaldþroti hjá bændum. 23. október 2023 11:48 „Tilfellið er að við stöndum frammi fyrir algjöru hruni“ Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna kallar eftir tafarlausum stuðningi ríkisstjórnarinnar og segir íslenskan landbúnað standa frammi fyrir algjöru hruni. Hún hefur áhyggjur af áhuga erlendra einkaaðila og segir hættu á að þeir sölsi undir sig íslenskan landbúnað. 22. október 2023 13:37 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Fjárhagsstaða í landbúnaði Ljóst er að þegar leið á árið 2021 að ákveðinn vendipunktur væri runninn upp í íslenskum landbúnaði. Í kjölfar innrásar Rússa inn í Úkraínu, sem gerðist í beinu framhaldi af Covid-19 faraldrinum og þeim efnahagsaðgerðum sem lagt var í til að stemma við neikvæðum hagrænum afleiðingum faraldursins, var hrint af stað kröppum verðlagshækkunum sem við erum enn að sjá afleiðingar af í dag. 23. október 2023 20:00
Tólf milljarða vanti í íslenskan landbúnað Bændasamtökin krefjast þess að komið verði til móts við afkomubrest bænda frá 1. janúar á þessu ári og út samningstíma búvörusamninga. Eins og var gert í sprettgreiðslum til bænda í fyrra. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum en þar segir að ef ekki verði brugðist við megi búast við fjöldagjaldþroti hjá bændum. 23. október 2023 11:48
„Tilfellið er að við stöndum frammi fyrir algjöru hruni“ Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna kallar eftir tafarlausum stuðningi ríkisstjórnarinnar og segir íslenskan landbúnað standa frammi fyrir algjöru hruni. Hún hefur áhyggjur af áhuga erlendra einkaaðila og segir hættu á að þeir sölsi undir sig íslenskan landbúnað. 22. október 2023 13:37