Menningarminjar að sökkva í sæ Jódís Skúladóttir skrifar 25. október 2023 19:31 Það bárust sorgarfréttir á dögunum um andlát Harðar Sigurbjarnarsonar. Húsvíkingar hafa misst einn af máttarstólpum samfélagsins en árum saman var Hörður mikil driffjöður framfara og uppbyggingar á svæðinu. Ég votta ættingjum og vinum Harðar mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ég var svo heppin að hitta Hörð í hans vígi á Húsavík fyrir nokkru síðan hvar við ræddum meðal annars hið sögufræga skip Maríu Júlíu, gamla björgunarskip Vestfirðinga, honum fannst mikið til þessa gamla eikarskips koma. Eldmóður hans og ástríða voru smitandi og kveikti hann áhuga minn á okkar verðmæta skipaarfi sem nú er í bráðri hættu. Verndun og varðveisla skipa og báta er hluti af alþýðumenningu og atvinnusögu Íslendinga. Mikið magn verðmætra menningargersema mun að óbreyttu hverfa í sæ vegna ágangs náttúruaflanna á komandi árum. Það má hreinlega ekki gerast og það er á okkar ábyrgð að grípa í taumana áður en það verður of seint. Um er að ræða talsvert magn ómetanlegra menningarverðmæta um sjávarútveg og sjósókn Íslendinga frá landnámi og allt fram á 20. öld. Þrátt fyrir að bátar teljist menningarminjar, forngripir og fornminjar í augum laganna hefur ekki tekist að koma á fyrirkomulagi sem tryggir vernd þeirra og björgun. Viðhald og björgun bátaarfsins hefur að þeim sökum verið á höndum einstaklinga og samtaka áhugafólks Ég hef nú, í annað sinn, lagt fram þingsályktunartillögu um fjármögnun varðveislu, björgunar og endurgerðar skipa- og bátaarfsins. Markmið þessarar tillögu er að komið verði skikki á varðveislu og björgun þessa menningararfs. Fjöldi þingmannamála og fyrirspurna síðustu ára benda til þess að áhugi sé á málaflokknum enda um fágætar menningarminjar að ræða, sem víða liggja undir skemmdum. Þrátt fyrir brýnt erindi og áhuga hefur lítið áunnist í málaflokknum og víst að svo verði á meðan ekki kemur til skýr stefnumörkun, heildarsýn og raunhæf markmið stjórnvalda. Við erum að falla á tíma og nú er lag. Það er ábyrgðarhluti að við björgum okkar þjóðargersemum áður en það er um seinan. Um það vorum við Hörður sammála. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Jódís Skúladóttir Norðurþing Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það bárust sorgarfréttir á dögunum um andlát Harðar Sigurbjarnarsonar. Húsvíkingar hafa misst einn af máttarstólpum samfélagsins en árum saman var Hörður mikil driffjöður framfara og uppbyggingar á svæðinu. Ég votta ættingjum og vinum Harðar mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ég var svo heppin að hitta Hörð í hans vígi á Húsavík fyrir nokkru síðan hvar við ræddum meðal annars hið sögufræga skip Maríu Júlíu, gamla björgunarskip Vestfirðinga, honum fannst mikið til þessa gamla eikarskips koma. Eldmóður hans og ástríða voru smitandi og kveikti hann áhuga minn á okkar verðmæta skipaarfi sem nú er í bráðri hættu. Verndun og varðveisla skipa og báta er hluti af alþýðumenningu og atvinnusögu Íslendinga. Mikið magn verðmætra menningargersema mun að óbreyttu hverfa í sæ vegna ágangs náttúruaflanna á komandi árum. Það má hreinlega ekki gerast og það er á okkar ábyrgð að grípa í taumana áður en það verður of seint. Um er að ræða talsvert magn ómetanlegra menningarverðmæta um sjávarútveg og sjósókn Íslendinga frá landnámi og allt fram á 20. öld. Þrátt fyrir að bátar teljist menningarminjar, forngripir og fornminjar í augum laganna hefur ekki tekist að koma á fyrirkomulagi sem tryggir vernd þeirra og björgun. Viðhald og björgun bátaarfsins hefur að þeim sökum verið á höndum einstaklinga og samtaka áhugafólks Ég hef nú, í annað sinn, lagt fram þingsályktunartillögu um fjármögnun varðveislu, björgunar og endurgerðar skipa- og bátaarfsins. Markmið þessarar tillögu er að komið verði skikki á varðveislu og björgun þessa menningararfs. Fjöldi þingmannamála og fyrirspurna síðustu ára benda til þess að áhugi sé á málaflokknum enda um fágætar menningarminjar að ræða, sem víða liggja undir skemmdum. Þrátt fyrir brýnt erindi og áhuga hefur lítið áunnist í málaflokknum og víst að svo verði á meðan ekki kemur til skýr stefnumörkun, heildarsýn og raunhæf markmið stjórnvalda. Við erum að falla á tíma og nú er lag. Það er ábyrgðarhluti að við björgum okkar þjóðargersemum áður en það er um seinan. Um það vorum við Hörður sammála. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun