Agla María: Mér finnst þetta metnaðarfull ráðning Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2023 10:30 Agla María Albertsdóttir á blaðamannafundinum í gær. Vísir/Sigurjón Agla María Albertsdóttir og félagar hennar í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta mæta Danmörku annað kvöld í næstsíðasta heimaleiknum sínum í Þjóðadeildinni. Danska liðið er á toppnum í riðlinum með tvo sigra í tveimur leikjum og hér er því um mjög sterka mótherja að ræða. Íslensku stelpurnar steinlágu í síðasta leik á móti Þýskalandi sem hafði þá skömmu áður tapað á móti Dönum. „Stemmningin er mjög góð. Fólk er búið að leggja þetta aftur fyrir sig og við erum búnar að kryfja leikinn á móti Þjóðverjum. Við erum því búnar að leggja þann leik aftur fyrir okkur og nú erum við með fulla einbeitingu á Danmörku,“ sagði Agla María Albertsdóttir. Íslenska liðið þarf að spila betur en í síðasta glugga en hvað þarf helst að laga? „Við þurfum aðallega að reyna að halda betur í boltann. Það hefur svolítið vantað upp á hjá okkur. Við þurfum líka að reyna að halda boltanum ofarlega á vellinum og sérstaklega fyrir okkur sóknarmennina þannig að það sé orka í það að fara í sóknirnar. Það er fyrst og fremst sem við þurfum að bæta,“ sagði Agla María. Betri en hún bjóst við Mikið hefur verið rætt um Laugardalsvöllinn og hvernig hann ráði við það álag sem er á honum á tíma þegar myrkrið og kuldinn er farinn að herja á hann. „Hann er bara betri en ég bjóst við. Hann er kannski aðeins lausari í sér heldur en venjulega. Við höfum líka verið að æfa á Salavelli. Miðað við árstíma þá er hann bara fínn,“ sagði Agla. Klippa: Viðtal við Öglu Maríu Albertsdóttur Þorsteinn Halldórsson og stelpurnar hans eru að fara að spila við tvær mjög sterkar þjóðir í þessum glugga. Hvað leggur hann upp í þessum leikjum? Ekki láta þær fara í gegnum hjartað „Það er erfitt að fara nákvæmlega yfir það sem hann er að leggja upp með en við þurfum bara vera þéttari og hleypa þeim frekar utan á okkur. Ekki láta þær fara í gegnum hjartað og halda betur í boltann. Það hefur vantað svolítið hjá okkur og í stuttu máli eru það aðaláherslurnar,“ sagði Agla. Agla María er sátt hjá breiðablik og hún er ekkert að horfa í kringum sig eða heyra áhuga frá öðrum félögum. „Ef ég á að vera hreinskilin þá hef ég ekkert verið að skoða það. Ég er með ársamning í viðbót við Breiðablik og ég er ánægð þar. Sérstaklega núna því mér finnst verið að leggja mikinn metnað í þetta með því að fá fá Nik inn í þjálfarateymið. Ég held að það séu mjög spenanndi tímar fram undan í Kópavoginum,“ sagði Agla. Ráðningin á Nik Anthony Chamberlain, fyrrum þjálfara kvennaliðs Þróttar, fer mjög vel í lykilleikmann Breiðabliksliðsins. Hann spilar skemmtilegan fótbolta „Hún leggst mjög vel í mig. Mér finnst þetta metnaðarfull ráðning og frábært að fá þjálfara í hundrað prósent starf. Hann hefur gert mjög góða hluti í Laugardalnum og ég vonast bara til þess að hann eigi eftir að færa það yfir á okkur í Kópavoginum,“ sagði Agla. Hún sem sóknarmaður er spennt fyrir að prófa leikstíl nýja þjálfarans. „Hann spilar mjög skemmtilegan fótbolta og ég er spennt fyrir því,“ sagði Agla. Blikar lenti í mikill lægð í haust en náðu að vinna sig upp úr henni og ná Evrópusætinu. „Mín upplifun er sú að við lendum í öðru sætinu og við komumst í bikarúrslit og lendum í öðru sæti þar. Þetta er ekki svo slæmt en samt sem áður var þetta alls ekki nógu gott tímabil. Fyrir mér er þetta þannig að það þarf bara að spyrna sér frá botninum, gefa almennilega í og setja alvöru metnað í þetta. Mér finnst þetta vera fyrsta skrefið, að ráða þjálfara í fullt starf og fá Nik yfir. Svo þarf bara að byggja ofan á þetta og það er nægur tími fram undan,“ sagði Agla. „Það er mjög spennandi verkefni fram undan og það er bara að komast aftur á toppinn,“ sagði Agla en það má horfa á viðtalið við hana hér fyrir ofan. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Sjá meira
Danska liðið er á toppnum í riðlinum með tvo sigra í tveimur leikjum og hér er því um mjög sterka mótherja að ræða. Íslensku stelpurnar steinlágu í síðasta leik á móti Þýskalandi sem hafði þá skömmu áður tapað á móti Dönum. „Stemmningin er mjög góð. Fólk er búið að leggja þetta aftur fyrir sig og við erum búnar að kryfja leikinn á móti Þjóðverjum. Við erum því búnar að leggja þann leik aftur fyrir okkur og nú erum við með fulla einbeitingu á Danmörku,“ sagði Agla María Albertsdóttir. Íslenska liðið þarf að spila betur en í síðasta glugga en hvað þarf helst að laga? „Við þurfum aðallega að reyna að halda betur í boltann. Það hefur svolítið vantað upp á hjá okkur. Við þurfum líka að reyna að halda boltanum ofarlega á vellinum og sérstaklega fyrir okkur sóknarmennina þannig að það sé orka í það að fara í sóknirnar. Það er fyrst og fremst sem við þurfum að bæta,“ sagði Agla María. Betri en hún bjóst við Mikið hefur verið rætt um Laugardalsvöllinn og hvernig hann ráði við það álag sem er á honum á tíma þegar myrkrið og kuldinn er farinn að herja á hann. „Hann er bara betri en ég bjóst við. Hann er kannski aðeins lausari í sér heldur en venjulega. Við höfum líka verið að æfa á Salavelli. Miðað við árstíma þá er hann bara fínn,“ sagði Agla. Klippa: Viðtal við Öglu Maríu Albertsdóttur Þorsteinn Halldórsson og stelpurnar hans eru að fara að spila við tvær mjög sterkar þjóðir í þessum glugga. Hvað leggur hann upp í þessum leikjum? Ekki láta þær fara í gegnum hjartað „Það er erfitt að fara nákvæmlega yfir það sem hann er að leggja upp með en við þurfum bara vera þéttari og hleypa þeim frekar utan á okkur. Ekki láta þær fara í gegnum hjartað og halda betur í boltann. Það hefur vantað svolítið hjá okkur og í stuttu máli eru það aðaláherslurnar,“ sagði Agla. Agla María er sátt hjá breiðablik og hún er ekkert að horfa í kringum sig eða heyra áhuga frá öðrum félögum. „Ef ég á að vera hreinskilin þá hef ég ekkert verið að skoða það. Ég er með ársamning í viðbót við Breiðablik og ég er ánægð þar. Sérstaklega núna því mér finnst verið að leggja mikinn metnað í þetta með því að fá fá Nik inn í þjálfarateymið. Ég held að það séu mjög spenanndi tímar fram undan í Kópavoginum,“ sagði Agla. Ráðningin á Nik Anthony Chamberlain, fyrrum þjálfara kvennaliðs Þróttar, fer mjög vel í lykilleikmann Breiðabliksliðsins. Hann spilar skemmtilegan fótbolta „Hún leggst mjög vel í mig. Mér finnst þetta metnaðarfull ráðning og frábært að fá þjálfara í hundrað prósent starf. Hann hefur gert mjög góða hluti í Laugardalnum og ég vonast bara til þess að hann eigi eftir að færa það yfir á okkur í Kópavoginum,“ sagði Agla. Hún sem sóknarmaður er spennt fyrir að prófa leikstíl nýja þjálfarans. „Hann spilar mjög skemmtilegan fótbolta og ég er spennt fyrir því,“ sagði Agla. Blikar lenti í mikill lægð í haust en náðu að vinna sig upp úr henni og ná Evrópusætinu. „Mín upplifun er sú að við lendum í öðru sætinu og við komumst í bikarúrslit og lendum í öðru sæti þar. Þetta er ekki svo slæmt en samt sem áður var þetta alls ekki nógu gott tímabil. Fyrir mér er þetta þannig að það þarf bara að spyrna sér frá botninum, gefa almennilega í og setja alvöru metnað í þetta. Mér finnst þetta vera fyrsta skrefið, að ráða þjálfara í fullt starf og fá Nik yfir. Svo þarf bara að byggja ofan á þetta og það er nægur tími fram undan,“ sagði Agla. „Það er mjög spennandi verkefni fram undan og það er bara að komast aftur á toppinn,“ sagði Agla en það má horfa á viðtalið við hana hér fyrir ofan.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Sjá meira