María Þóris opnar sig: Ég þurfti að þola mikið skítkast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2023 12:01 María Þórisdóttir sést hér með norska landsliðinu á Evrópumótinu afdrifaríka sumarið 2022. EPA-EFE/VINCENT MIGNOTT Hin norsk-íslenska María Þórisdóttir er komin aftur inn í norska landsliðið en hún var tekin inn í hópinn fyrir þennan landsleikjaglugga. María ræddi þessa endurkomu sína við fréttamann norska ríkisútvarpsins og var mjög sátt með það að vera aftur í landsliðinu. María spilar nú með Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni en þangað kom hún frá Manchester United í haust. Eins og krakki á jólunum „Ég var eins og krakki á jólunum þegar ég frétti af þessu. Ég hlakkaði mikið til að koma til móts við liðið,“ sagði María Þórisdóttir við NRK. Fréttamaður norska ríkisútvarpsins hitti Maríu eftir fyrstu landsliðsæfinguna og hún var í góðu skapi eins og oftast. „Ég brosi bara. Þetta er svo skemmtilegt,“ sagði María. Síðustu misseri hafa reynt mikið á okkar konu. Upphafið af vandræðum hennar má rekja til leiksins á EM 2022 þegar norska landsliðið tapaði 8-0 á móti enska landsliðinu. Greinin um Maríu á síðu norska ríkisúrvarpsins.nrk María gerði stór mistök í upphafi leiks, fékk á sig víti og lét stela af sér boltanum í öftustu línu. Enska liðið skoraði í bæði skiptin. „Það er ekkert leyndarmál að EM og tíminn eftir Evrópumótið var mjög erfiður,“ sagði María og heldur áfram: Ég var andlit leiksins „Ég var andlit þessa leiks á móti Englandi. Ég fékk líka mikið skítkast og þetta var líka auðvitað minn versti leikur,“ sagði María. Fréttamaðurinn spyr hana út í þá fullyrðingu að hú hafi verið andlit leiksins. „Það er erfitt þegar þú færð svona mikið skítkast. Maður reynir að halda áfram og ég hef komist í gegnum þetta en þetta var ekki skemmtilegt,“ sagði María. Hún var ekki valin í landsliðinu í framhaldinu en hafði þar áður verið fastamaður í liðinu. María ætlaði sér að komast aftur í landsliðið fyrir HM en meiddist þá illa. „Þegar ég meiddist þá vissi ég að þetta myndi taka tíma. Þetta var önnur blaut tuska í andlitið. Mér fannst ég eiga möguleika á því að berjast um sæti í HM-hópnum,“ sagði María. Sátt á suðurstöndinni María er sátt með lífið í Brighton. „Þetta er félag sem er að byrja svolítið upp á nýtt. Það eru að koma inn nýir styrktaraðilar og fullt af nýjum leikmönnum. Þetta verkefni sem er gaman að vera hluti af. Ég hef notið þess og Brighton er líka æðisleg borg,“ sagði María. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Enski boltinn „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Fleiri fréttir Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Sjá meira
María ræddi þessa endurkomu sína við fréttamann norska ríkisútvarpsins og var mjög sátt með það að vera aftur í landsliðinu. María spilar nú með Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni en þangað kom hún frá Manchester United í haust. Eins og krakki á jólunum „Ég var eins og krakki á jólunum þegar ég frétti af þessu. Ég hlakkaði mikið til að koma til móts við liðið,“ sagði María Þórisdóttir við NRK. Fréttamaður norska ríkisútvarpsins hitti Maríu eftir fyrstu landsliðsæfinguna og hún var í góðu skapi eins og oftast. „Ég brosi bara. Þetta er svo skemmtilegt,“ sagði María. Síðustu misseri hafa reynt mikið á okkar konu. Upphafið af vandræðum hennar má rekja til leiksins á EM 2022 þegar norska landsliðið tapaði 8-0 á móti enska landsliðinu. Greinin um Maríu á síðu norska ríkisúrvarpsins.nrk María gerði stór mistök í upphafi leiks, fékk á sig víti og lét stela af sér boltanum í öftustu línu. Enska liðið skoraði í bæði skiptin. „Það er ekkert leyndarmál að EM og tíminn eftir Evrópumótið var mjög erfiður,“ sagði María og heldur áfram: Ég var andlit leiksins „Ég var andlit þessa leiks á móti Englandi. Ég fékk líka mikið skítkast og þetta var líka auðvitað minn versti leikur,“ sagði María. Fréttamaðurinn spyr hana út í þá fullyrðingu að hú hafi verið andlit leiksins. „Það er erfitt þegar þú færð svona mikið skítkast. Maður reynir að halda áfram og ég hef komist í gegnum þetta en þetta var ekki skemmtilegt,“ sagði María. Hún var ekki valin í landsliðinu í framhaldinu en hafði þar áður verið fastamaður í liðinu. María ætlaði sér að komast aftur í landsliðið fyrir HM en meiddist þá illa. „Þegar ég meiddist þá vissi ég að þetta myndi taka tíma. Þetta var önnur blaut tuska í andlitið. Mér fannst ég eiga möguleika á því að berjast um sæti í HM-hópnum,“ sagði María. Sátt á suðurstöndinni María er sátt með lífið í Brighton. „Þetta er félag sem er að byrja svolítið upp á nýtt. Það eru að koma inn nýir styrktaraðilar og fullt af nýjum leikmönnum. Þetta verkefni sem er gaman að vera hluti af. Ég hef notið þess og Brighton er líka æðisleg borg,“ sagði María.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Enski boltinn „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Fleiri fréttir Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Sjá meira