Talinn hafa elt fólk á tíu kílómetra leið og reynt að þvinga það af veginum Jón Þór Stefánsson skrifar 27. október 2023 08:01 Myndin er úr safni og sýnir annan landshluta en þann sem meint brot áttu sér stað. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð í máli manns sem er ákærður fyrir að hafa veitt fólki eftirför og reynt að þvinga bíl þess af vegi, fer fram í næstu viku. Atburðirnir sem málið varðar áttu sér stað í Kjós á júníkvöldi árið 2021. Maðurinn er ákærður í þremur liðum. Fyrst fyrir eftirförina og tilraun sína til að þvinga fólkið af veginum. Síðan fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu, sem vildi að hann stöðvaði bifreið sína. Og í þriðja lagi fyrir vopnalagabrot, en í bíl hans fannst hnífur. Stofnaði lífi fólksins í hættu Í ákærunni er fyrsti ákæruliðurinn sá umfangsmesti. Manninum er gefið að sök að hafa á Toyota Corolla-bíl hafið eftirför sína á eftir bíl, en farþegar hans voru tveir, um ótilgreindan veg í Kjósinni. Eftirförin hafi verið um tíu kílómetra vegarkafla, meðal annars um gamla hringveginn í Hvalfirði. Akstri mannsins, sem ekki hafði gild ökuréttindi, er lýst sem vítaverðum og ógnandi. Hann hafi til að mynda gert tilraun til að þvinga bíl fólksins af veginum. Með því er hann sagður hafa stofnað lífi og heilsu fólksins í augljósan háska. Fylgdi ekki fyrirmælum lögreglu Annar ákæruliðurinn varðar síðan eftirför lögreglu á eftir manninum um Hvalfjarðarveg og Eyrarfjallsveg. Hann hafi ekki hlýtt fyrirmælum lögreglu um að stöðva bíl sinn, en honum hafi verið gefin merki um það með forgangsljósum og hljóðmerkjum lögreglu. Að endingu stöðvaði maðurinn bifreið sína á ótilgreindum afleggjara og þar hafði lögregla afskipti af manninum. Líkt og áður segir fannst hnífur í bíl mannsins, en fram kemur að blað hnífsins hafi verið átján sentímetra langt. Það er héraðssaksóknari sem rekur málið í Héraðsdómi Reykjavíkur. Krafist er að maðurinn verði dæmdur til refsingar, sviptur ökuréttindum, og greiði allan sakarkostnað málsins. Einstaklingarnir bílnum krefjast hvor um sig þriggja milljóna króna í miskabætur. Dómsmál Kjósarhreppur Bílar Umferðaröryggi Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Sjá meira
Atburðirnir sem málið varðar áttu sér stað í Kjós á júníkvöldi árið 2021. Maðurinn er ákærður í þremur liðum. Fyrst fyrir eftirförina og tilraun sína til að þvinga fólkið af veginum. Síðan fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu, sem vildi að hann stöðvaði bifreið sína. Og í þriðja lagi fyrir vopnalagabrot, en í bíl hans fannst hnífur. Stofnaði lífi fólksins í hættu Í ákærunni er fyrsti ákæruliðurinn sá umfangsmesti. Manninum er gefið að sök að hafa á Toyota Corolla-bíl hafið eftirför sína á eftir bíl, en farþegar hans voru tveir, um ótilgreindan veg í Kjósinni. Eftirförin hafi verið um tíu kílómetra vegarkafla, meðal annars um gamla hringveginn í Hvalfirði. Akstri mannsins, sem ekki hafði gild ökuréttindi, er lýst sem vítaverðum og ógnandi. Hann hafi til að mynda gert tilraun til að þvinga bíl fólksins af veginum. Með því er hann sagður hafa stofnað lífi og heilsu fólksins í augljósan háska. Fylgdi ekki fyrirmælum lögreglu Annar ákæruliðurinn varðar síðan eftirför lögreglu á eftir manninum um Hvalfjarðarveg og Eyrarfjallsveg. Hann hafi ekki hlýtt fyrirmælum lögreglu um að stöðva bíl sinn, en honum hafi verið gefin merki um það með forgangsljósum og hljóðmerkjum lögreglu. Að endingu stöðvaði maðurinn bifreið sína á ótilgreindum afleggjara og þar hafði lögregla afskipti af manninum. Líkt og áður segir fannst hnífur í bíl mannsins, en fram kemur að blað hnífsins hafi verið átján sentímetra langt. Það er héraðssaksóknari sem rekur málið í Héraðsdómi Reykjavíkur. Krafist er að maðurinn verði dæmdur til refsingar, sviptur ökuréttindum, og greiði allan sakarkostnað málsins. Einstaklingarnir bílnum krefjast hvor um sig þriggja milljóna króna í miskabætur.
Dómsmál Kjósarhreppur Bílar Umferðaröryggi Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Sjá meira