Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi, en þar kemur fram að henni hafi borist ábendingu um hestshræið síðastliðinn sunnudag, 22. október.
Dýralæknir á vegum MAST og lögregla rannsökuðu vettvanginn og dýrið, en tekið er fram að sýni hafi verið tekin og þau verði rannsökuð frekar. Á meðal þess sem verður rannsakað er hvort dýrið hafi verið skotið.
Bráðabirgðaniðurstaða dýralæknis liggur nú fyrir, en í henni segir að ekki séu líkur á því að um skotáverka sé að ræða.