„Þetta reddast“ bara ekkert alltaf Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 26. október 2023 19:00 Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2024 er lögð fram tillaga að breytingu á gildissviði gistináttaskatts samhliða áformum um auknar álögur á ferðaþjónustu. Breytingartillagan felur í sér „að skatturinn verði lagður á hvern gest í stað gistieiningar, eins og nú er, og nái einnig til gesta um borð í skemmtiferðaskipum sem dvelja á íslensku tollsvæði“. Það hefur legið fyrir að gistináttaskattur yrði lagður á að nýju, eftir að hann var felldur niður tímabundið við upphaf heimsfaraldurs. Hins vegar lá ekki fyrir að honum yrði breytt með örskömmum fyrirvara. Nú, þegar einungis eru rúmlega tveir mánuðir þangað til skatturinn leggst aftur á, vita þeir sem eiga að innheimta hann ekkert um form hans og hvað þá fjárhæðirnar sem innheimta skal. Það eina sem er vitað, er að skatturinn hækkar. Svona stuttur fyrirvari á skattahækkunum er auðvitað algjörlega óásættanlegur fyrir atvinnugrein sem starfar, skuldbindur sig og verðleggur langt fram í tímann. Þá er enn alls óljóst hvernig skatturinn mun leggjast á farþega skemmtiferðaskipa og enn virðist heimagisting eiga að vera undanþegin skattinum. Gistináttaskattur brenglar samkeppnisstöðu gististaða Gistináttaskattur er skattur á ferðamenn og var upphaflega hugmyndin með skattinum að afla tekna til að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun fjölsóttra ferðamannastaða, friðlýstra svæða og þjóðgarða. Jafnframt að afla tekna til þess að tryggja öryggi ferðamanna og vernda náttúru landsins. Gott og vel. Hugmyndin var líka sú að ferðamenn, jafnt innlendir sem erlendir, greiði þennan skatt. Breytingar með svona skömmum fyrirvara munu hins vegar leiða til þess að ferðaþjónustufyrirtæki á borð við gististaði og ferðaskipuleggjendur munu sitja uppi með hann að stórum hluta. Þau munu í stað ferðamannsins þurfa að greiða þennan skatt, sem bætist við bragðmikla skattasúpuna sem þau greiða nú þegar. Ástæðan fyrir því er einföld: Sala gistingar fyrir árið 2024 hefur nú þegar að stórum hluta farið fram og verðbreytingar því ekki í boði. Þetta mun því ekki „reddast“ á nokkurn hátt fyrir þessi fyrirtæki. Gistináttaskattur brenglar nú þegar samkeppnisstöðu gististaða hér innanlands, vegna þess að hann leggst aðeins á hluta þeirrar gistingar sem er í boði. Gistináttaskattur hefur sömuleiðis og eðlilega áhrif á samkeppnisstöðu okkar á erlendum mörkuðum, þar sem við eigum nú sem oftar í vök að verjast vegna mikilla verðhækkana undanfarin ár. Það má vel orða það svo að áætlaðar breytingar muni einfaldlega færa það ástand úr öskunni yfir í eldinn. Samkeppnishæfni gististaða hér á landi sem og áfangastaðarins Íslands gagnvart til dæmis Norðurlöndunum mun versna enn frekar enda skatturinn ekki innheimtur í neinu hinna Norðurlandanna. SAF leggjast því gegn boðuðum áformum um auknar álögur á ferðaþjónustu og telja mikilvægt að gistináttaskattur verði afnuminn. Stöðugleiki og fyrirsjáanleiki lykilatriði Samkvæmt viðhorfskönnun SAF telja yfir 72% félagsmanna að skattar og gjöld hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, séu nú þegar íþyngjandi fyrir fjárhagsstöðu síns fyrirtækis og skerði samkeppnishæfni þeirra á alþjóðamörkuðum. Afar mikilvægt er fyrir ferðaþjónustu að búa við stöðugleika og fyrirsjáanleika. Ákvörðun um ferðalag er oftar en ekki tekin með löngum fyrirvara og er því fjárfesting sem myndar skuldbindingu um tiltekið fast verð fram í tímann. Rúmlega 80% félagsmanna í SAF telja að 12 til 18 mánuðir séu lágmarksfyrirvari til að fyrirtæki þeirra geti brugðist við breytingum (sem er auðvitað oftast hækkun) á sköttum og gjöldum. Aðeins með þeim hætti verður markmiðum um að það sé ferðamaðurinn sjálfur sem greiði viðkomandi gjöld eða skatta náð. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Bjarnheiður Hallsdóttir Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2024 er lögð fram tillaga að breytingu á gildissviði gistináttaskatts samhliða áformum um auknar álögur á ferðaþjónustu. Breytingartillagan felur í sér „að skatturinn verði lagður á hvern gest í stað gistieiningar, eins og nú er, og nái einnig til gesta um borð í skemmtiferðaskipum sem dvelja á íslensku tollsvæði“. Það hefur legið fyrir að gistináttaskattur yrði lagður á að nýju, eftir að hann var felldur niður tímabundið við upphaf heimsfaraldurs. Hins vegar lá ekki fyrir að honum yrði breytt með örskömmum fyrirvara. Nú, þegar einungis eru rúmlega tveir mánuðir þangað til skatturinn leggst aftur á, vita þeir sem eiga að innheimta hann ekkert um form hans og hvað þá fjárhæðirnar sem innheimta skal. Það eina sem er vitað, er að skatturinn hækkar. Svona stuttur fyrirvari á skattahækkunum er auðvitað algjörlega óásættanlegur fyrir atvinnugrein sem starfar, skuldbindur sig og verðleggur langt fram í tímann. Þá er enn alls óljóst hvernig skatturinn mun leggjast á farþega skemmtiferðaskipa og enn virðist heimagisting eiga að vera undanþegin skattinum. Gistináttaskattur brenglar samkeppnisstöðu gististaða Gistináttaskattur er skattur á ferðamenn og var upphaflega hugmyndin með skattinum að afla tekna til að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun fjölsóttra ferðamannastaða, friðlýstra svæða og þjóðgarða. Jafnframt að afla tekna til þess að tryggja öryggi ferðamanna og vernda náttúru landsins. Gott og vel. Hugmyndin var líka sú að ferðamenn, jafnt innlendir sem erlendir, greiði þennan skatt. Breytingar með svona skömmum fyrirvara munu hins vegar leiða til þess að ferðaþjónustufyrirtæki á borð við gististaði og ferðaskipuleggjendur munu sitja uppi með hann að stórum hluta. Þau munu í stað ferðamannsins þurfa að greiða þennan skatt, sem bætist við bragðmikla skattasúpuna sem þau greiða nú þegar. Ástæðan fyrir því er einföld: Sala gistingar fyrir árið 2024 hefur nú þegar að stórum hluta farið fram og verðbreytingar því ekki í boði. Þetta mun því ekki „reddast“ á nokkurn hátt fyrir þessi fyrirtæki. Gistináttaskattur brenglar nú þegar samkeppnisstöðu gististaða hér innanlands, vegna þess að hann leggst aðeins á hluta þeirrar gistingar sem er í boði. Gistináttaskattur hefur sömuleiðis og eðlilega áhrif á samkeppnisstöðu okkar á erlendum mörkuðum, þar sem við eigum nú sem oftar í vök að verjast vegna mikilla verðhækkana undanfarin ár. Það má vel orða það svo að áætlaðar breytingar muni einfaldlega færa það ástand úr öskunni yfir í eldinn. Samkeppnishæfni gististaða hér á landi sem og áfangastaðarins Íslands gagnvart til dæmis Norðurlöndunum mun versna enn frekar enda skatturinn ekki innheimtur í neinu hinna Norðurlandanna. SAF leggjast því gegn boðuðum áformum um auknar álögur á ferðaþjónustu og telja mikilvægt að gistináttaskattur verði afnuminn. Stöðugleiki og fyrirsjáanleiki lykilatriði Samkvæmt viðhorfskönnun SAF telja yfir 72% félagsmanna að skattar og gjöld hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, séu nú þegar íþyngjandi fyrir fjárhagsstöðu síns fyrirtækis og skerði samkeppnishæfni þeirra á alþjóðamörkuðum. Afar mikilvægt er fyrir ferðaþjónustu að búa við stöðugleika og fyrirsjáanleika. Ákvörðun um ferðalag er oftar en ekki tekin með löngum fyrirvara og er því fjárfesting sem myndar skuldbindingu um tiltekið fast verð fram í tímann. Rúmlega 80% félagsmanna í SAF telja að 12 til 18 mánuðir séu lágmarksfyrirvari til að fyrirtæki þeirra geti brugðist við breytingum (sem er auðvitað oftast hækkun) á sköttum og gjöldum. Aðeins með þeim hætti verður markmiðum um að það sé ferðamaðurinn sjálfur sem greiði viðkomandi gjöld eða skatta náð. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun