Leit að byssumanni í Maine ekki enn borið árangur Lovísa Arnardóttir skrifar 26. október 2023 23:02 Lögregla hefur leitað Card á landi, í ám og í sjó. Vísir/EPA Lögreglan í Maine leitar enn mannsins sem skaut 18 til bana í gærkvöldi í Lewiston. Leitarsvæðið er um 1.800 ferkílómetrar. Sá grunaði er fyrrverandi hermaður og er þjálfaður í notkun skotvopna. Þingmaður hefur kallað eftir banni á sjálfvirkum vopnum eins og Card notaði í gær. Lögreglan í Maine í Bandaríkjunum leitar en mannsins sem skaut 18 til bana í Lewiston í gærkvöldi. Þrettán eru særð. Einn er grunaður, Robert Card. Hann er 40 ára gamall og er sagður eiga við geðrænan vanda að stríða. Samkvæmt því sem kemur fram í erlendum fréttum lá hann á geðdeild í tvær vikur í sumar. Card var í hernum og er þjálfaður í notkun skotvopna. Vísir/EPA Íbúar svæðisins eru enn hvattir til þess að vera heima og læsa að sér. Lögreglan segir Card mjög hættulegan en hann er fyrrverandi hermaður auk þess sem hann starfar við það að leiðbeina við notkun skotvopna. Leitarsvæðið er mjög stórt eða um 1.800 ferkílómetrar. Íbúum í Lewiston, auk Bowdoin og Lisbon, hefur verið ráðlagt að halda sig innandyra. SHELTER-IN-PLACE REMAINS IN EFFECT https://t.co/0FoFZCfYHP— Lewiston Government (@LewistonMeGov) October 26, 2023 Card hefur verið leitað á landi og á sjó og ám nærri Lewiston. Á vef AP segir að lögreglan hafi í kvöld safnast saman við heimili ættingja hans í leit að honum. Þá hafa landamæraverðir í Kanada verið varaðir við því að fylgjast með honum en Maine liggur við Kanada. Skotárásin átti sér stað á tveimur stöðum. Annars vegar í keilusal þar sem barnakeilumót fór fram og hins vegar á bar. Viðstaddir hafa lýst mikilli ringulreið í keilusalnum þegar skothríðin hófst og að fólk hafi falið sig bakvið bekki og borð og jafnvel inn í keiluvélinni við enda brautarinnar. Yfirvöld í Maine héldu blaðamannafund fyrir stuttu þar sem kom fram að lögregla væri enn við leit. Öldungadeildarþingmaður ríkisins, Susan Collins, sagði þetta „dimman dag“ og að hjörtu þeirra væru full af sorg. Fjallað var um fundinn á vef BBC. „Þessi hrikalega árás, sem hefur rænt lífi í það minnsta 18 Maine búa og sært svo marga er mannskæðasta skotárás sem hefur átt sér stað í Maine, og er verri en nokkur gat ímyndað sér,“ sagði Collins á blaðamannafundinum. Víðtæk leit stendur enn yfir að Card. Vísir/EPA Hún sagði að yfirvöld væru staðráðin í því að finna skotmanninn og láta hann svara til saka. Jared Golden, þingmaður Maine-ríkis, kallaði eftir því á blaðamannafundinum að sjálfvirk vopn yrðu bönnuð og biðlaði til forseta Bandaríkjanna að innleiða slíkt bann. Hann sagði slík vopn hafa verið notuð í þessari skotárás. Golden er þingmaður Demókrata og sagði á blaðamannafundinum að fyrir árásina hefði hann verið á móti slíku banni og að hann ætlaði nú að taka ábyrgð á mistökum sínum þar. Hann lofaði að vinna að því að koma slíku banni á á meðan hann ætti enn sæti á þingi. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Allt að 22 sagðir látnir eftir skotárás í Maine Að minnsta kosti sextán eru látnir og fleiri særðir eftir skotárásir í keilusal og bar í Lewiston í Maine í Bandaríkjunum. Svo virðist sem um tvær árásir sé að ræða af höndum sama einstaklingsins. 26. október 2023 07:31 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Lögreglan í Maine í Bandaríkjunum leitar en mannsins sem skaut 18 til bana í Lewiston í gærkvöldi. Þrettán eru særð. Einn er grunaður, Robert Card. Hann er 40 ára gamall og er sagður eiga við geðrænan vanda að stríða. Samkvæmt því sem kemur fram í erlendum fréttum lá hann á geðdeild í tvær vikur í sumar. Card var í hernum og er þjálfaður í notkun skotvopna. Vísir/EPA Íbúar svæðisins eru enn hvattir til þess að vera heima og læsa að sér. Lögreglan segir Card mjög hættulegan en hann er fyrrverandi hermaður auk þess sem hann starfar við það að leiðbeina við notkun skotvopna. Leitarsvæðið er mjög stórt eða um 1.800 ferkílómetrar. Íbúum í Lewiston, auk Bowdoin og Lisbon, hefur verið ráðlagt að halda sig innandyra. SHELTER-IN-PLACE REMAINS IN EFFECT https://t.co/0FoFZCfYHP— Lewiston Government (@LewistonMeGov) October 26, 2023 Card hefur verið leitað á landi og á sjó og ám nærri Lewiston. Á vef AP segir að lögreglan hafi í kvöld safnast saman við heimili ættingja hans í leit að honum. Þá hafa landamæraverðir í Kanada verið varaðir við því að fylgjast með honum en Maine liggur við Kanada. Skotárásin átti sér stað á tveimur stöðum. Annars vegar í keilusal þar sem barnakeilumót fór fram og hins vegar á bar. Viðstaddir hafa lýst mikilli ringulreið í keilusalnum þegar skothríðin hófst og að fólk hafi falið sig bakvið bekki og borð og jafnvel inn í keiluvélinni við enda brautarinnar. Yfirvöld í Maine héldu blaðamannafund fyrir stuttu þar sem kom fram að lögregla væri enn við leit. Öldungadeildarþingmaður ríkisins, Susan Collins, sagði þetta „dimman dag“ og að hjörtu þeirra væru full af sorg. Fjallað var um fundinn á vef BBC. „Þessi hrikalega árás, sem hefur rænt lífi í það minnsta 18 Maine búa og sært svo marga er mannskæðasta skotárás sem hefur átt sér stað í Maine, og er verri en nokkur gat ímyndað sér,“ sagði Collins á blaðamannafundinum. Víðtæk leit stendur enn yfir að Card. Vísir/EPA Hún sagði að yfirvöld væru staðráðin í því að finna skotmanninn og láta hann svara til saka. Jared Golden, þingmaður Maine-ríkis, kallaði eftir því á blaðamannafundinum að sjálfvirk vopn yrðu bönnuð og biðlaði til forseta Bandaríkjanna að innleiða slíkt bann. Hann sagði slík vopn hafa verið notuð í þessari skotárás. Golden er þingmaður Demókrata og sagði á blaðamannafundinum að fyrir árásina hefði hann verið á móti slíku banni og að hann ætlaði nú að taka ábyrgð á mistökum sínum þar. Hann lofaði að vinna að því að koma slíku banni á á meðan hann ætti enn sæti á þingi.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Allt að 22 sagðir látnir eftir skotárás í Maine Að minnsta kosti sextán eru látnir og fleiri særðir eftir skotárásir í keilusal og bar í Lewiston í Maine í Bandaríkjunum. Svo virðist sem um tvær árásir sé að ræða af höndum sama einstaklingsins. 26. október 2023 07:31 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Allt að 22 sagðir látnir eftir skotárás í Maine Að minnsta kosti sextán eru látnir og fleiri særðir eftir skotárásir í keilusal og bar í Lewiston í Maine í Bandaríkjunum. Svo virðist sem um tvær árásir sé að ræða af höndum sama einstaklingsins. 26. október 2023 07:31
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent