Borgarstjóri útilokar ekki að styttan verði færð Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. október 2023 12:07 Styttan er frá árinu 1952 og stendur á horni Amtmannsstígs og Lækjargötu. vísir/Steingrímur Dúi Borgarstjóri útilokar ekki að styttan af séra Friðriki og drengnum verði færð úr Lækjargötu. Upplýsingum verði safnað um málið og líklega tekið fyrir á næsta fundi borgarráðs. Greint er frá því í nýrri bók Guðmundur Magnússonar sagnfræðings um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM, Vals og Hauka, að Friðrik hafi misnotað dreng. Þá er fjöldi drengja sagður lýsa því yfir að hafa ekki líkað við atlot hans og Drífa Snædal, talskona Stígamóta, sagði þar að auki í Kastljósi í gærkvöldi að fleiri brotaþolar Friðriks eða fólk þeim tengt hafi leitað til Stígamóta. Á horni Amtmannsstígs og Lækjargötu stendur styttan „Séra Friðrik og drengurinn“ eftir Sigurjón Ólafsson, sem nam kristinfræði hjá Friðriki. Töluverð umræða hefur skapast um réttmæti styttunnar og segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fyllstu ástæðu til þess að safna upplýsingum um málið. „Þetta er sláandi og ég held að mönnum hafi brugðið. Þannig að það er fyrsta skref í þessu að afla upplýsinga um það sem fram kemur í þesari bók og styttuna sjálfa og fara yfir þetta með borgarráði til þess að allir hafi upplýsingar um málið og við getum rætt það,“ segir Dagur. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir stefnt að því að ræða um styttuna á næsta fundi borgarráðs. Ráðið fundar á hverjum fimmtudegi.Vísir/Ragnar Hann útilokar ekki að styttan verði færð en tekur fram að engin ákvörðun hafi verið tekin. Ekki sé ljóst hvernig möguleg framkvæmd þess yrði enda sé þetta fyrsta málið af þessum toga á borði Reykjavíkurborgar. Svipuð mál hafa þó komið upp erlendis og var stytta af fjölmiðlamanninum og níðingnum Jimmy Savile í Glasgow til dæmis fjarlægð og henni síðar fargað. Tekið fyrir á næsta fundi Samkvæmt upplýsingum frá Listasafni Reykjavíkur var verkið gjöf frá KFUM og KFUK til borgarinnar og reist í kjölfar söfnunar sem efnt var til meðal almennings. Ákvarðarnir um það hvort minnismerki eða listaverk skuli standa í borgarlandinu eigi að taka af yfirvegun og hljóta umfjöllun í ráðum borgarinnar. Dagur gerir ráð fyrir að málið verði tekið fyrir á næsta fundi borgarráðs. „Fyrr en að við erum búin að því erum við ekki búin að mynda okkur skoðun. En ég tel fylsltu ástæðu til að fara vel yfir þetta,“ segir Dagur. Mál séra Friðriks Friðrikssonar Reykjavík Bókmenntir Börn og uppeldi Valur Haukar Styttur og útilistaverk Borgarstjórn Tengdar fréttir Fleiri en einn leitað til Stígamóta vegna séra Friðriks Fleiri en einn hafa leitað til Stígamóta vegna Sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, KFUK, Vals og Hauka. Talskona Stígamóta segir að sagan hafi kennt okkur það að gerendur leiti ekki bara á eitt barn heldur séu þau oftast fleiri sem hafi verið brotið á. 26. október 2023 21:05 Yfirlýsing frá KFUM og Val: „Það hryggir okkur meira en orð fá lýst“ „Við í KFUM og KFUK viljum hvorki breiða yfir sannleikann né söguna. Ef hægt er að leiða í ljós að stofnandi samtakanna hafi gerst sekur um brot gagnvart börnum, teljum við slíkt uppgjör nauðsynlegt.“ 26. október 2023 13:45 Segir séra Friðrik hafa leitað á dreng og káfað á honum Guðmundur Magnússon sagnfræðingur greinir í nýrri bók sinni um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM, Hauka og Vals, frá því að séra Friðrik hafi leitað á og káfað á ungum dreng. Þá lýsir fjöldi drengja því að hafa ekki líkað við atlot hans. Hann segist næstum hafa hætt við verkið, honum hafi þótt þetta svo óþægilegt. 25. október 2023 21:53 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Greint er frá því í nýrri bók Guðmundur Magnússonar sagnfræðings um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM, Vals og Hauka, að Friðrik hafi misnotað dreng. Þá er fjöldi drengja sagður lýsa því yfir að hafa ekki líkað við atlot hans og Drífa Snædal, talskona Stígamóta, sagði þar að auki í Kastljósi í gærkvöldi að fleiri brotaþolar Friðriks eða fólk þeim tengt hafi leitað til Stígamóta. Á horni Amtmannsstígs og Lækjargötu stendur styttan „Séra Friðrik og drengurinn“ eftir Sigurjón Ólafsson, sem nam kristinfræði hjá Friðriki. Töluverð umræða hefur skapast um réttmæti styttunnar og segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fyllstu ástæðu til þess að safna upplýsingum um málið. „Þetta er sláandi og ég held að mönnum hafi brugðið. Þannig að það er fyrsta skref í þessu að afla upplýsinga um það sem fram kemur í þesari bók og styttuna sjálfa og fara yfir þetta með borgarráði til þess að allir hafi upplýsingar um málið og við getum rætt það,“ segir Dagur. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir stefnt að því að ræða um styttuna á næsta fundi borgarráðs. Ráðið fundar á hverjum fimmtudegi.Vísir/Ragnar Hann útilokar ekki að styttan verði færð en tekur fram að engin ákvörðun hafi verið tekin. Ekki sé ljóst hvernig möguleg framkvæmd þess yrði enda sé þetta fyrsta málið af þessum toga á borði Reykjavíkurborgar. Svipuð mál hafa þó komið upp erlendis og var stytta af fjölmiðlamanninum og níðingnum Jimmy Savile í Glasgow til dæmis fjarlægð og henni síðar fargað. Tekið fyrir á næsta fundi Samkvæmt upplýsingum frá Listasafni Reykjavíkur var verkið gjöf frá KFUM og KFUK til borgarinnar og reist í kjölfar söfnunar sem efnt var til meðal almennings. Ákvarðarnir um það hvort minnismerki eða listaverk skuli standa í borgarlandinu eigi að taka af yfirvegun og hljóta umfjöllun í ráðum borgarinnar. Dagur gerir ráð fyrir að málið verði tekið fyrir á næsta fundi borgarráðs. „Fyrr en að við erum búin að því erum við ekki búin að mynda okkur skoðun. En ég tel fylsltu ástæðu til að fara vel yfir þetta,“ segir Dagur.
Mál séra Friðriks Friðrikssonar Reykjavík Bókmenntir Börn og uppeldi Valur Haukar Styttur og útilistaverk Borgarstjórn Tengdar fréttir Fleiri en einn leitað til Stígamóta vegna séra Friðriks Fleiri en einn hafa leitað til Stígamóta vegna Sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, KFUK, Vals og Hauka. Talskona Stígamóta segir að sagan hafi kennt okkur það að gerendur leiti ekki bara á eitt barn heldur séu þau oftast fleiri sem hafi verið brotið á. 26. október 2023 21:05 Yfirlýsing frá KFUM og Val: „Það hryggir okkur meira en orð fá lýst“ „Við í KFUM og KFUK viljum hvorki breiða yfir sannleikann né söguna. Ef hægt er að leiða í ljós að stofnandi samtakanna hafi gerst sekur um brot gagnvart börnum, teljum við slíkt uppgjör nauðsynlegt.“ 26. október 2023 13:45 Segir séra Friðrik hafa leitað á dreng og káfað á honum Guðmundur Magnússon sagnfræðingur greinir í nýrri bók sinni um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM, Hauka og Vals, frá því að séra Friðrik hafi leitað á og káfað á ungum dreng. Þá lýsir fjöldi drengja því að hafa ekki líkað við atlot hans. Hann segist næstum hafa hætt við verkið, honum hafi þótt þetta svo óþægilegt. 25. október 2023 21:53 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Fleiri en einn leitað til Stígamóta vegna séra Friðriks Fleiri en einn hafa leitað til Stígamóta vegna Sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, KFUK, Vals og Hauka. Talskona Stígamóta segir að sagan hafi kennt okkur það að gerendur leiti ekki bara á eitt barn heldur séu þau oftast fleiri sem hafi verið brotið á. 26. október 2023 21:05
Yfirlýsing frá KFUM og Val: „Það hryggir okkur meira en orð fá lýst“ „Við í KFUM og KFUK viljum hvorki breiða yfir sannleikann né söguna. Ef hægt er að leiða í ljós að stofnandi samtakanna hafi gerst sekur um brot gagnvart börnum, teljum við slíkt uppgjör nauðsynlegt.“ 26. október 2023 13:45
Segir séra Friðrik hafa leitað á dreng og káfað á honum Guðmundur Magnússon sagnfræðingur greinir í nýrri bók sinni um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM, Hauka og Vals, frá því að séra Friðrik hafi leitað á og káfað á ungum dreng. Þá lýsir fjöldi drengja því að hafa ekki líkað við atlot hans. Hann segist næstum hafa hætt við verkið, honum hafi þótt þetta svo óþægilegt. 25. október 2023 21:53