Segja sjókvíaeldi hafa verið stundað leyfislaust í tvo mánuði Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 27. október 2023 17:45 Myndin er tekin í Patreksfirði. Vísir/Einar Náttúruverndarsamtökin „Laxinn lifi“ segja Artic Sea Farm hafa stundað sjókvíaeldi í Patreksfirði og Tálknafirði leyfislaust í tvo mánuði. Samtökin segja að leyfið virðist hafa runnið út og krefjast þess að starfseminni verði þá þegar hætt. Í tilkynningu frá náttúruverndarsamtökunum segir að samkvæmt upplýsingum á vef Matvælastofnunar hafi leyfi Artic Sea Farm í Patreksfirði og Tálknafirði runnið út hinn 27. ágúst síðastliðinn. Matvælastofnun hafi ekki brugðist við og stöðvað starfsemina eins og rétt sé að gera. Tekið skal fram að samtökin sjálf gera þann fyrirvara að leyfið virðist hafa runnið út ef miðað er við opinbera skráningu á fyrrgreindri vefsíðu. Hins vegar verði ekki séð að gefið hafi verið út annað leyfi og þá hafi ekki reynst unnt að afla staðfestingar frá MAST þar um. „Vakin er athygli á því að lokum að ef rétt reynist að Matvælastofnun hafi, þrátt fyrir vitneskju þar um og fortakslaus fyrirmæli 1. mgr. 21. gr. c laga nr. 71/2008, látið hjá líða um tveggja mánaða skeið að stöðva starfsemi fiskeldisstöðva sem starfað hefur án gilds rekstrarleyfis samkvæmt lögum nr. 71/2008 kann það að varða hlutaðeigandi starfsmenn hennar ábyrgð og eftir atvikum einnig ráðherra ef eftirlit hans með starfrækslu stofnunarinnar hefur ekki verið fullnægjandi að þessu leyti,“ segir í tilkynningu sem lögmaður samtakanna sendir fyrir þeirra hönd. Þá kemur einnig fram að afrit af erindinu hafi verið sent matvælaráðherra til upplýsingar í ljósi yfirstjórnunar- og eftirlitshlutverks hans gagnvart Matvælastofnun. Sjókvíaeldi Lax Tálknafjörður Fiskeldi Vesturbyggð Tengdar fréttir Slátra lúsahrjáðum laxi fyrir veturinn Þúsund tonnum af sjókvíaeldislaxi hefur verið slátrað í Tálknafirði. Fyrirtækin Arctic Sea Farm og Arnarlax hafa undanfarna mánuði glímt við mikla laxalús sem er ástæða förguninnar. 26. október 2023 15:59 „Eitthvað sem við getum ekki samþykkt og þessu verður að linna“ Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga býst við miklu fjölmenni á Austurvelli í dag þegar sjókvíaeldi verður mótmælt. Síðasta slysaslepping hjá Arctic Fish og afleiðingar hennar hafi fyllt mælinn og þessu verði að linna. Sýnt verður frá mótmælunum í beinni á Vísi á eftir. 7. október 2023 12:13 Björk og Rosalia berjast gegn sjókvíaeldi með lagi Björk vill ásamt spænsku söngkonunni Rosaliu leggja baráttunni gegn sjókvíaeldi á Íslandi lið. Þær hafa tilkynnt útgáfu lags í október og hvetja alla Íslendinga til að mæta á mótmæli gegn fiskeldi á Austurvelli á laugardag. Þar mun Bubbi stíga á svið. 5. október 2023 15:27 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Veður Fleiri fréttir „Þetta var löng nótt“ Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Sjá meira
Í tilkynningu frá náttúruverndarsamtökunum segir að samkvæmt upplýsingum á vef Matvælastofnunar hafi leyfi Artic Sea Farm í Patreksfirði og Tálknafirði runnið út hinn 27. ágúst síðastliðinn. Matvælastofnun hafi ekki brugðist við og stöðvað starfsemina eins og rétt sé að gera. Tekið skal fram að samtökin sjálf gera þann fyrirvara að leyfið virðist hafa runnið út ef miðað er við opinbera skráningu á fyrrgreindri vefsíðu. Hins vegar verði ekki séð að gefið hafi verið út annað leyfi og þá hafi ekki reynst unnt að afla staðfestingar frá MAST þar um. „Vakin er athygli á því að lokum að ef rétt reynist að Matvælastofnun hafi, þrátt fyrir vitneskju þar um og fortakslaus fyrirmæli 1. mgr. 21. gr. c laga nr. 71/2008, látið hjá líða um tveggja mánaða skeið að stöðva starfsemi fiskeldisstöðva sem starfað hefur án gilds rekstrarleyfis samkvæmt lögum nr. 71/2008 kann það að varða hlutaðeigandi starfsmenn hennar ábyrgð og eftir atvikum einnig ráðherra ef eftirlit hans með starfrækslu stofnunarinnar hefur ekki verið fullnægjandi að þessu leyti,“ segir í tilkynningu sem lögmaður samtakanna sendir fyrir þeirra hönd. Þá kemur einnig fram að afrit af erindinu hafi verið sent matvælaráðherra til upplýsingar í ljósi yfirstjórnunar- og eftirlitshlutverks hans gagnvart Matvælastofnun.
Sjókvíaeldi Lax Tálknafjörður Fiskeldi Vesturbyggð Tengdar fréttir Slátra lúsahrjáðum laxi fyrir veturinn Þúsund tonnum af sjókvíaeldislaxi hefur verið slátrað í Tálknafirði. Fyrirtækin Arctic Sea Farm og Arnarlax hafa undanfarna mánuði glímt við mikla laxalús sem er ástæða förguninnar. 26. október 2023 15:59 „Eitthvað sem við getum ekki samþykkt og þessu verður að linna“ Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga býst við miklu fjölmenni á Austurvelli í dag þegar sjókvíaeldi verður mótmælt. Síðasta slysaslepping hjá Arctic Fish og afleiðingar hennar hafi fyllt mælinn og þessu verði að linna. Sýnt verður frá mótmælunum í beinni á Vísi á eftir. 7. október 2023 12:13 Björk og Rosalia berjast gegn sjókvíaeldi með lagi Björk vill ásamt spænsku söngkonunni Rosaliu leggja baráttunni gegn sjókvíaeldi á Íslandi lið. Þær hafa tilkynnt útgáfu lags í október og hvetja alla Íslendinga til að mæta á mótmæli gegn fiskeldi á Austurvelli á laugardag. Þar mun Bubbi stíga á svið. 5. október 2023 15:27 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Veður Fleiri fréttir „Þetta var löng nótt“ Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Sjá meira
Slátra lúsahrjáðum laxi fyrir veturinn Þúsund tonnum af sjókvíaeldislaxi hefur verið slátrað í Tálknafirði. Fyrirtækin Arctic Sea Farm og Arnarlax hafa undanfarna mánuði glímt við mikla laxalús sem er ástæða förguninnar. 26. október 2023 15:59
„Eitthvað sem við getum ekki samþykkt og þessu verður að linna“ Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga býst við miklu fjölmenni á Austurvelli í dag þegar sjókvíaeldi verður mótmælt. Síðasta slysaslepping hjá Arctic Fish og afleiðingar hennar hafi fyllt mælinn og þessu verði að linna. Sýnt verður frá mótmælunum í beinni á Vísi á eftir. 7. október 2023 12:13
Björk og Rosalia berjast gegn sjókvíaeldi með lagi Björk vill ásamt spænsku söngkonunni Rosaliu leggja baráttunni gegn sjókvíaeldi á Íslandi lið. Þær hafa tilkynnt útgáfu lags í október og hvetja alla Íslendinga til að mæta á mótmæli gegn fiskeldi á Austurvelli á laugardag. Þar mun Bubbi stíga á svið. 5. október 2023 15:27