Vill gera stuðningsfólk KR stolt af liðinu: „Í mínum augum er þetta stærsti klúbburinn á Íslandi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. október 2023 19:00 Gregg Ryder vonast til að lyfta KR upp á þann stall sem félagið á að vera á. Vísir/Dúi „Þetta er risastórt tækifæri fyrir mig. Ég er himinlifandi, þetta er heiður og þetta eru forréttindi. Í mínum augum er þetta stærsti klúbburinn á Íslandi,“ sagði Gregg Ryder, nýráðinn þjálfari KR í Bestu deild karla í knattspyrnu. Ryder ræddi við Vísi eftir blaðamannafund í Vesturbænum fyrr í dag. Þar var það loks staðfest að Ryder myndi taka við KR en háværir orðrómar þess efnis höfðu verið á kreiki í nokkra daga. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við það sem er að hans mati stærsta félag Íslands. „Þegar þeir hringdu í mig fyrir einni eða tveimur vikum síðan, var ég ekki að íhuga að koma aftur til Íslands í hreinskilni sagt. Ég var fluttur til Danmerkur og var mjög hamingjusamur þar en þegar félag af þessari stærðargráðu, með þessa sögu og þetta magn af titlum. Þegar slíkt félag hringir þá varð ég að taka því,“ sagði Ryder en hann hefur undanfarin ár starfað fyrir HB Köge í dönsku B-deildinni. Þar var hann meðal annars þjálfari U-19 ára liðsins og aðstoðarþjálfari aðalliðsins. Þar áður starfaði hann fyrir ÍBV, Þrótt Reykjavík og Þór Akureyri hér á landi. „Það eru alltaf miklar væntingar, réttilega svo, hjá félagi sem þessu. Það eru áskoranir, væntingar og kröfur. Þannig á það að vera. Það er mitt starf að höndla þessar áskoranir og væntingar. Rúnar (Kristinsson) hefur verið hér og er algjör goðsögn hjá félaginu, hann hefur byggt frábært lið og unnið fjölda titla. Ég verð að gera mitt besta til að koma KR aftur á þann stað sem það á vera á,“ sagði Ryder um þau verkefni sem hans bíða í Vesturbænum. Hvað hefur breyst hjá Ryder síðan hann var síðast á Íslandi? „Ég hef verið í Danmörku og mín hugsun á bakvið það var að ég þyrfti að læra töluvert sem þjálfari og manneskja eftir að ég yfirgaf Þór Akureyri. Ég þurfti að verða betri og ég vildi fara í atvinnumannaumhverfi og reyna að læra. Það var það sem ég gerði, ég var aðstoðarþjálfari hjá þremur mismunandi aðalþjálfurum. Snerist um að læra og þróast eins mikið og mögulegt væri. Mér líður eins og ég hafi þroskast mikið síðan ég var 25 ára hjá Þrótti.“ Klippa: Gregg Ryder vill gera stuðningsfólk KR stolt af liðinu: Í mínum augum er þetta stærsti klúbburinn á Íslandi KR hefur ekki verið nálægt því að vinna titilinn á undanförnum árum en í Vesturbænum vill fólk ekkert nema titilbaráttu. Hversu mikil áskorn er það? „Það er alltaf áskorun þegar þú kemur í jafn stórt félag og KR. Samræðurnar sem ég hef átt við félagið er að það ætlar að gefa mér tækifæri til að byggja upp lið sem er samkeppnishæft. Að mínu mati er það mikilvægt.“ „Við þurfum að byggja umhverfi þar sem við náum því mesta út úr leikmönnunum. Við þurfum að ná því besta út úr öllu í félaginu. Við þurfum að búa til lið sem stuðningsfólk KR er stolt af, sem það getur tengt við. Af öllu sem ég segi í dag þá er það eflaust það mikilvægasta. Stuðningsfólk vill og krefst liðs sem það getur tengt. Mín skilaboð til leikmannanna er að það er það sem við viljum búa til.“ „Ég mun gefa allt sem ég á fyrir félagið. Ég vil búa til lið sem stuðningsfólk getur verið stolt af. Að stuðningsfólkið sjái lið sem gefur allt sem það á og skilji hversu mikill heiður það er að spila fyrir þetta félag,“ sagði Ryder að lokum. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Viðtalið er á ensku og er ótextað. Hér að neðan má sjá blaðamannafund KR í heild sinni. Þar var Guðjón Örn Ingólfsson einnig kynntur til leiks sem styrktarþjálfari liðsins. Klippa: Blaðamannafundur KR í heild sinni Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira
Ryder ræddi við Vísi eftir blaðamannafund í Vesturbænum fyrr í dag. Þar var það loks staðfest að Ryder myndi taka við KR en háværir orðrómar þess efnis höfðu verið á kreiki í nokkra daga. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við það sem er að hans mati stærsta félag Íslands. „Þegar þeir hringdu í mig fyrir einni eða tveimur vikum síðan, var ég ekki að íhuga að koma aftur til Íslands í hreinskilni sagt. Ég var fluttur til Danmerkur og var mjög hamingjusamur þar en þegar félag af þessari stærðargráðu, með þessa sögu og þetta magn af titlum. Þegar slíkt félag hringir þá varð ég að taka því,“ sagði Ryder en hann hefur undanfarin ár starfað fyrir HB Köge í dönsku B-deildinni. Þar var hann meðal annars þjálfari U-19 ára liðsins og aðstoðarþjálfari aðalliðsins. Þar áður starfaði hann fyrir ÍBV, Þrótt Reykjavík og Þór Akureyri hér á landi. „Það eru alltaf miklar væntingar, réttilega svo, hjá félagi sem þessu. Það eru áskoranir, væntingar og kröfur. Þannig á það að vera. Það er mitt starf að höndla þessar áskoranir og væntingar. Rúnar (Kristinsson) hefur verið hér og er algjör goðsögn hjá félaginu, hann hefur byggt frábært lið og unnið fjölda titla. Ég verð að gera mitt besta til að koma KR aftur á þann stað sem það á vera á,“ sagði Ryder um þau verkefni sem hans bíða í Vesturbænum. Hvað hefur breyst hjá Ryder síðan hann var síðast á Íslandi? „Ég hef verið í Danmörku og mín hugsun á bakvið það var að ég þyrfti að læra töluvert sem þjálfari og manneskja eftir að ég yfirgaf Þór Akureyri. Ég þurfti að verða betri og ég vildi fara í atvinnumannaumhverfi og reyna að læra. Það var það sem ég gerði, ég var aðstoðarþjálfari hjá þremur mismunandi aðalþjálfurum. Snerist um að læra og þróast eins mikið og mögulegt væri. Mér líður eins og ég hafi þroskast mikið síðan ég var 25 ára hjá Þrótti.“ Klippa: Gregg Ryder vill gera stuðningsfólk KR stolt af liðinu: Í mínum augum er þetta stærsti klúbburinn á Íslandi KR hefur ekki verið nálægt því að vinna titilinn á undanförnum árum en í Vesturbænum vill fólk ekkert nema titilbaráttu. Hversu mikil áskorn er það? „Það er alltaf áskorun þegar þú kemur í jafn stórt félag og KR. Samræðurnar sem ég hef átt við félagið er að það ætlar að gefa mér tækifæri til að byggja upp lið sem er samkeppnishæft. Að mínu mati er það mikilvægt.“ „Við þurfum að byggja umhverfi þar sem við náum því mesta út úr leikmönnunum. Við þurfum að ná því besta út úr öllu í félaginu. Við þurfum að búa til lið sem stuðningsfólk KR er stolt af, sem það getur tengt við. Af öllu sem ég segi í dag þá er það eflaust það mikilvægasta. Stuðningsfólk vill og krefst liðs sem það getur tengt. Mín skilaboð til leikmannanna er að það er það sem við viljum búa til.“ „Ég mun gefa allt sem ég á fyrir félagið. Ég vil búa til lið sem stuðningsfólk getur verið stolt af. Að stuðningsfólkið sjái lið sem gefur allt sem það á og skilji hversu mikill heiður það er að spila fyrir þetta félag,“ sagði Ryder að lokum. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Viðtalið er á ensku og er ótextað. Hér að neðan má sjá blaðamannafund KR í heild sinni. Þar var Guðjón Örn Ingólfsson einnig kynntur til leiks sem styrktarþjálfari liðsins. Klippa: Blaðamannafundur KR í heild sinni
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira