Sérhæfð sjúkraþyrla og akstursleiðir skólabíla á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. október 2023 13:30 Drónamynd sem tekin var af þingfulltrúum fyrir fram Hótel Vík í Mýrdalshreppi á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS). Aðsend Sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi leggja mikla áherslu á að sérhæfðri sjúkraþyrlu verði komið fyrir á Suðurlandi og verði hluti af starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þá skora sveitarstjórnarmenn á innviðaráðherra að allar akstursleiðir skólabíla verði bundnar slitlagi innan þriggja ára til að tryggja öryggi leik- og grunnskólabarna. Vel heppnað ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga fór fram á fimmtudaginn og föstudaginn í Vík í Mýrdal. Fjölmargar ályktanir voru samþykktar og verður hér tæpt á nokkrum þeirra. Þingið skorar á menntamálaráðherra að tryggja heimavist við Fjölbrautaskóla Suðurlands til að gæta jafnréttis ungmenna til náms óháð búsetu en sveitarstjórnarmenn sega að óvissan um framtíð heimavistarinnar sé óviðunandi. Þá skora sunnlenskir sveitarstjórnarmenn á ríkið að móta stefnu í minka- og refaveiðum og stórauka fjármagn til að halda minkum og refum í skefjum í byggð. Ársþingið skoraði líka á Sigurð Inga Jóhannsson, innviðaráðherra að tryggja að allar akstursleiðir skólabíla séu bundnar slitlagi innan þriggja ára til að tryggja öryggi leik- og grunnskólabarna en þar vantar víða mikið upp á. Sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi eru líka einróma um að það þurfi að gera stórátak í að fjölga hleðslustöðvum fyrir rafbíla um allt Suðurland, Einnig þurfi að forgangsraða vegaframkvæmdum á Suðurlandi í þágu öryggis vegfarenda s.s. með því að breikka vegi, fjölga útskotum, laga vegaxlir, fækka einbreiðum brúm og bæta vetrarþjónustu. Mikill umferðarþungi er í umdæminu, ekki síst vegna mikillar fjölgunar íbúa og ferðamanna. Ársþingið samþykkti líka sérstaka ályktunum um nauðsyn þess að efla þurfi löggæslu og viðbragð sjúkraflutninga. Sýnileg löggæsla og öflugt umferðareftirlit haldi niðri umferðarhraða og eykur öryggi vegfarenda. Þá sé mikilvægt að stytta viðbragðstíma lögreglu og sjúkraflutninga þar sem hann er mestur. Sunnlenskir sveitarstjórnarmenn vilja líka fá sérhæfða sjúkraþyrlu á Suðurland, sem yrði hluti af viðbragðsþjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Og að ending má geta þess að sérstök ályktun var samþykkt til allra þeirra, sem koma að gerð nýrra kjarasamingina á næstunni, þar á meðal ríkisstjórn Íslands, til að stuðla að stöðugleika á atvinnumarkaði í komandi kjarasamningaviðræðum. Það sé mikilvægt ef ná eigi tökum á verðbólgunni sem sligar á endanum fyrirtæki og heimili landsins. Heimasíða SASS Ásgerður K. Gylfadóttir, sveitarstjórnarmaður í Sveitarfélaginu Hornafirði var endurkjörin formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga á ársþinginu í Vík í Mýrdal,Magnús Hlynur Hreiðarsson Mýrdalshreppur Sveitarstjórnarmál Sjúkraflutningar Skóla - og menntamál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira
Vel heppnað ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga fór fram á fimmtudaginn og föstudaginn í Vík í Mýrdal. Fjölmargar ályktanir voru samþykktar og verður hér tæpt á nokkrum þeirra. Þingið skorar á menntamálaráðherra að tryggja heimavist við Fjölbrautaskóla Suðurlands til að gæta jafnréttis ungmenna til náms óháð búsetu en sveitarstjórnarmenn sega að óvissan um framtíð heimavistarinnar sé óviðunandi. Þá skora sunnlenskir sveitarstjórnarmenn á ríkið að móta stefnu í minka- og refaveiðum og stórauka fjármagn til að halda minkum og refum í skefjum í byggð. Ársþingið skoraði líka á Sigurð Inga Jóhannsson, innviðaráðherra að tryggja að allar akstursleiðir skólabíla séu bundnar slitlagi innan þriggja ára til að tryggja öryggi leik- og grunnskólabarna en þar vantar víða mikið upp á. Sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi eru líka einróma um að það þurfi að gera stórátak í að fjölga hleðslustöðvum fyrir rafbíla um allt Suðurland, Einnig þurfi að forgangsraða vegaframkvæmdum á Suðurlandi í þágu öryggis vegfarenda s.s. með því að breikka vegi, fjölga útskotum, laga vegaxlir, fækka einbreiðum brúm og bæta vetrarþjónustu. Mikill umferðarþungi er í umdæminu, ekki síst vegna mikillar fjölgunar íbúa og ferðamanna. Ársþingið samþykkti líka sérstaka ályktunum um nauðsyn þess að efla þurfi löggæslu og viðbragð sjúkraflutninga. Sýnileg löggæsla og öflugt umferðareftirlit haldi niðri umferðarhraða og eykur öryggi vegfarenda. Þá sé mikilvægt að stytta viðbragðstíma lögreglu og sjúkraflutninga þar sem hann er mestur. Sunnlenskir sveitarstjórnarmenn vilja líka fá sérhæfða sjúkraþyrlu á Suðurland, sem yrði hluti af viðbragðsþjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Og að ending má geta þess að sérstök ályktun var samþykkt til allra þeirra, sem koma að gerð nýrra kjarasamingina á næstunni, þar á meðal ríkisstjórn Íslands, til að stuðla að stöðugleika á atvinnumarkaði í komandi kjarasamningaviðræðum. Það sé mikilvægt ef ná eigi tökum á verðbólgunni sem sligar á endanum fyrirtæki og heimili landsins. Heimasíða SASS Ásgerður K. Gylfadóttir, sveitarstjórnarmaður í Sveitarfélaginu Hornafirði var endurkjörin formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga á ársþinginu í Vík í Mýrdal,Magnús Hlynur Hreiðarsson
Mýrdalshreppur Sveitarstjórnarmál Sjúkraflutningar Skóla - og menntamál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira