Óvinsæl færsla miðaldra manns, ómenntaður, ómarktækur og neikvæður Gunnar Dan Wiium skrifar 30. október 2023 09:00 Stundum fer ég í sjálfan mig og hef ekkert að segja. Oft tengt langvarandi álagi, ég einhvernvegin bara dett í svona auto-gír og trukka áfram fram að jólum. Ég er nefnilega trukkur, lítill trukkur. En eins og stelpan mín segir oft, work smart not hard, mottó sem ég er að reyna að tileinka mér þessa dagana. Og ég er oft með skoðanir á svona samfélagspólitík en hef mis mikinn áhuga á að miðla þeim. Samt er ég bara svona búðarkall með sveinspróf sem ég kláraði um tvítugt, fór aldrei í skóla eftir það, bara lagði gólf og setti upp eldhúsinnréttingar eða byggði grindverk. En það er einhvern vegin þannig að ég lít i kringum mig og spegla mig í því sem ég sé og mynda mér skoðun út frá íhugun og miðla svo í kjölfarið. Við gerum þetta öll en erum með mismikla þörf fyrir að segja öðrum frá hvar við stöndum. Hvað sé ég þessa dagana þegar ég les eða horfi á áróðursvélar hinna ýmsu hagsmunaafla annað en fjöldamorð í beinni? Fjöldamorð sem ráðamenn taka óbeint afstöðu með þó svo þeim finnist óþægilegt að horfa upp á limlest meðvitundarlaus börn á sjónvarpsskjánum. Skiljanlega, það er mjög óþægilegt að horfa upp á aðra þjást því þjáning annara er manns eigin þó svo að bara okkar innsti kjarni skynji það. En hvað sé ég? Ég sé pólareseringu og reiði sem gefur til til kynna visst fjöldageðrof, ástand verður að fá að renna sitt skeið með tilheyrandi flugeldasýningum, ekkert nýtt af nálinni þar. Við manneskjan gerum þetta með jöfnu millibili. Við töpum áttum í þessari jafnvægislist efnis og anda því landamærin eru í raun engin. Andinn er burðarstoð alls efnis en við neitum að horfast í augu við það. Við festumst í óttablendinni örvæntingu um að geta útskýrt allt og skilið. Ég segi óttablendinni því ákveðið element í okkur óttast dauðan, að eitthvað endi og fyrir okkur að skilja ekki með hugviti felur í sér stjórnleysi sem í vissum skilning er ákveðin dauði. Við tölum um listina að lifa en sjáum ekki að listin í að lifa felst í listinni í að deyja, listinni að skilja ekki en treysta á hið ó-haldbæra. Við fjarlægumst trúarbrögðin sem gera einstaklinginn vanmáttugan en valdeflir okkur sem hóp, trúarbrögð sem virkir samkennd það er að segja ef trúarleiðtoginn sem leiðir okkur er ekki síkópati og graðfoli. Við sækjumst eftir séreinkennum og í kringum séreinkennin sköpum við landamæri og litla hópa innan hópsins sem við öll í raun tilheyrum. Ég´ið vill verða séð sem einstakt, hins-segin en ekki eins og heldur different then others. Vinnumarkaður hins vestræna heims öskrar á jafnvægi og kvóta sem eykur á álag í takt við aukið upplýsingaflæði og stafrænan aðgang að einstaklingnum. Við erum dregin í hringiðju stórfyrirtækja sem gefa okkur brauðmylsnur fyrir að fórna allri okkar orku yfir dagtíman með tilheyrandi kulnun á öðrum sviðum. Ábyrgðarhlutverk sem snúa að fjölskyldu fer að verða tálmi á þeirri leið sem okkur er sagt að sé þroski. Hugtak eins og meðvirkni er kynnt fyrir okkur og við förum að setja okkur sjálf í fyrsta sæti á kostnað óeigingjarnar þjónustu. Hugmyndir um fjölskyldu taka algjörum stakkaskiptum og börnin hírast á stofnunum frá morgni til kvölds og á “viðeigandi” lyfjagjöf við ástandi sem skapast hefur í tilfinningarlegu tengslarofi. Ástandið er reyndar skýrt eitthvað annað eins og um sjúkdóm barnsins sé að ræða en ekki afleiðingar fársjúkrar samfélagsgerðar. Aldraðir foreldrar okkar sitja saman í lyfjamóki yfir sjónvarpsmarkaðnum en fá oftast stuttar heimsóknir um helgar þegar mikilvæg börnin þeirra gefa sér tuttugu mínútur á leið sinni á Huppu eða á crossfit æfingu. Einhver sagði mér um daginn að á undan öllum þeim samfélagslegu skriðum síðustu alda og árþúsunda tökumst við líka á um kynhneigð og kynvitund. Þar erum við einmitt núna, við rífumst um fjölda kynja og kynhneigða og heimtum rétt einstaklingsins til að ákveða sjálf eða sjálft það sem áður var ákvarðað af náttúrunni. Ég er ekkert að segja að neinar af þessum sveiflum séu rangar og óviðeigandi heldur bara að lýsa því sem ég sé og geri ég auðvitað fastlega ráð fyrir að allt sé í samræmi við gefnar forsendur. Í bókinni Brave New World eftir Aldous Huxley sem skrifuð var árið 1932 fengum við innsýn í heim sem var undir stjórn ofur kapítalískra afla í formi fámennri ofur-elítu. Barneignir voru orðnar að framleiðslu og stýrð eftir týpu einstaklingsins sem kerfið fór fram á til að vihalda skilvirkri framleiðslu og heims stjórn. Heimskir og smávaxnir voru framleiddir fyrir störf í verksmiðjum, aðgengi að súrefni var einfaldlega skert á meðgöngu sem gerði þá heimska og smávaxna. Orð eða hugtak eins og móðir var orðið að skítugu klámyrði og engin átti fjölskyldur, bara óttablendin falsk dýrkun á kúgaran sem vaktaði hverju einustu hreyfingu, hvert einasta orð og hverja einustu hugsun. Soma var mokað í mannskapinn í töfluformi og í þeirri vímu gat stjórnin viðhaldið fullkomnu valdi á stéttar skiptum múgnum sem sá ýmist um framboðið eða eftirspurnina. Stýrð stéttaskipting er mikilvæg fyrir stjórn sem Huxley lýsir í bók sinni, hún kemur í veg fyrir uppreisn því múgnum er talin trú um að hann hafi möguleika á velmegun og hagvexti, einnig er falskri ásýnd um frjálsan heim sköpuð á þann hátt, tálsýnin um að þú hafir eitthvað um nokkuð að segja hvernig þér vegnar í kapítalískum uber-kommúnisma, stökkbreyttri hugmyndafræði. Svo spurning er hvort ég raunverulega hafi ekkert að segja á þessum tímum þar sem við virðumst eiga fullt en erum óhamingjusöm. Þessum tíma er að ljúka því brátt munt þú ekkert eiga en þú munt verða hamingjusamur, hamingjusöm, hamingjusamt. Höfundur starfar sem verslunarstjóri og þáttarstjórnandi Þvottahússins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Stundum fer ég í sjálfan mig og hef ekkert að segja. Oft tengt langvarandi álagi, ég einhvernvegin bara dett í svona auto-gír og trukka áfram fram að jólum. Ég er nefnilega trukkur, lítill trukkur. En eins og stelpan mín segir oft, work smart not hard, mottó sem ég er að reyna að tileinka mér þessa dagana. Og ég er oft með skoðanir á svona samfélagspólitík en hef mis mikinn áhuga á að miðla þeim. Samt er ég bara svona búðarkall með sveinspróf sem ég kláraði um tvítugt, fór aldrei í skóla eftir það, bara lagði gólf og setti upp eldhúsinnréttingar eða byggði grindverk. En það er einhvern vegin þannig að ég lít i kringum mig og spegla mig í því sem ég sé og mynda mér skoðun út frá íhugun og miðla svo í kjölfarið. Við gerum þetta öll en erum með mismikla þörf fyrir að segja öðrum frá hvar við stöndum. Hvað sé ég þessa dagana þegar ég les eða horfi á áróðursvélar hinna ýmsu hagsmunaafla annað en fjöldamorð í beinni? Fjöldamorð sem ráðamenn taka óbeint afstöðu með þó svo þeim finnist óþægilegt að horfa upp á limlest meðvitundarlaus börn á sjónvarpsskjánum. Skiljanlega, það er mjög óþægilegt að horfa upp á aðra þjást því þjáning annara er manns eigin þó svo að bara okkar innsti kjarni skynji það. En hvað sé ég? Ég sé pólareseringu og reiði sem gefur til til kynna visst fjöldageðrof, ástand verður að fá að renna sitt skeið með tilheyrandi flugeldasýningum, ekkert nýtt af nálinni þar. Við manneskjan gerum þetta með jöfnu millibili. Við töpum áttum í þessari jafnvægislist efnis og anda því landamærin eru í raun engin. Andinn er burðarstoð alls efnis en við neitum að horfast í augu við það. Við festumst í óttablendinni örvæntingu um að geta útskýrt allt og skilið. Ég segi óttablendinni því ákveðið element í okkur óttast dauðan, að eitthvað endi og fyrir okkur að skilja ekki með hugviti felur í sér stjórnleysi sem í vissum skilning er ákveðin dauði. Við tölum um listina að lifa en sjáum ekki að listin í að lifa felst í listinni í að deyja, listinni að skilja ekki en treysta á hið ó-haldbæra. Við fjarlægumst trúarbrögðin sem gera einstaklinginn vanmáttugan en valdeflir okkur sem hóp, trúarbrögð sem virkir samkennd það er að segja ef trúarleiðtoginn sem leiðir okkur er ekki síkópati og graðfoli. Við sækjumst eftir séreinkennum og í kringum séreinkennin sköpum við landamæri og litla hópa innan hópsins sem við öll í raun tilheyrum. Ég´ið vill verða séð sem einstakt, hins-segin en ekki eins og heldur different then others. Vinnumarkaður hins vestræna heims öskrar á jafnvægi og kvóta sem eykur á álag í takt við aukið upplýsingaflæði og stafrænan aðgang að einstaklingnum. Við erum dregin í hringiðju stórfyrirtækja sem gefa okkur brauðmylsnur fyrir að fórna allri okkar orku yfir dagtíman með tilheyrandi kulnun á öðrum sviðum. Ábyrgðarhlutverk sem snúa að fjölskyldu fer að verða tálmi á þeirri leið sem okkur er sagt að sé þroski. Hugtak eins og meðvirkni er kynnt fyrir okkur og við förum að setja okkur sjálf í fyrsta sæti á kostnað óeigingjarnar þjónustu. Hugmyndir um fjölskyldu taka algjörum stakkaskiptum og börnin hírast á stofnunum frá morgni til kvölds og á “viðeigandi” lyfjagjöf við ástandi sem skapast hefur í tilfinningarlegu tengslarofi. Ástandið er reyndar skýrt eitthvað annað eins og um sjúkdóm barnsins sé að ræða en ekki afleiðingar fársjúkrar samfélagsgerðar. Aldraðir foreldrar okkar sitja saman í lyfjamóki yfir sjónvarpsmarkaðnum en fá oftast stuttar heimsóknir um helgar þegar mikilvæg börnin þeirra gefa sér tuttugu mínútur á leið sinni á Huppu eða á crossfit æfingu. Einhver sagði mér um daginn að á undan öllum þeim samfélagslegu skriðum síðustu alda og árþúsunda tökumst við líka á um kynhneigð og kynvitund. Þar erum við einmitt núna, við rífumst um fjölda kynja og kynhneigða og heimtum rétt einstaklingsins til að ákveða sjálf eða sjálft það sem áður var ákvarðað af náttúrunni. Ég er ekkert að segja að neinar af þessum sveiflum séu rangar og óviðeigandi heldur bara að lýsa því sem ég sé og geri ég auðvitað fastlega ráð fyrir að allt sé í samræmi við gefnar forsendur. Í bókinni Brave New World eftir Aldous Huxley sem skrifuð var árið 1932 fengum við innsýn í heim sem var undir stjórn ofur kapítalískra afla í formi fámennri ofur-elítu. Barneignir voru orðnar að framleiðslu og stýrð eftir týpu einstaklingsins sem kerfið fór fram á til að vihalda skilvirkri framleiðslu og heims stjórn. Heimskir og smávaxnir voru framleiddir fyrir störf í verksmiðjum, aðgengi að súrefni var einfaldlega skert á meðgöngu sem gerði þá heimska og smávaxna. Orð eða hugtak eins og móðir var orðið að skítugu klámyrði og engin átti fjölskyldur, bara óttablendin falsk dýrkun á kúgaran sem vaktaði hverju einustu hreyfingu, hvert einasta orð og hverja einustu hugsun. Soma var mokað í mannskapinn í töfluformi og í þeirri vímu gat stjórnin viðhaldið fullkomnu valdi á stéttar skiptum múgnum sem sá ýmist um framboðið eða eftirspurnina. Stýrð stéttaskipting er mikilvæg fyrir stjórn sem Huxley lýsir í bók sinni, hún kemur í veg fyrir uppreisn því múgnum er talin trú um að hann hafi möguleika á velmegun og hagvexti, einnig er falskri ásýnd um frjálsan heim sköpuð á þann hátt, tálsýnin um að þú hafir eitthvað um nokkuð að segja hvernig þér vegnar í kapítalískum uber-kommúnisma, stökkbreyttri hugmyndafræði. Svo spurning er hvort ég raunverulega hafi ekkert að segja á þessum tímum þar sem við virðumst eiga fullt en erum óhamingjusöm. Þessum tíma er að ljúka því brátt munt þú ekkert eiga en þú munt verða hamingjusamur, hamingjusöm, hamingjusamt. Höfundur starfar sem verslunarstjóri og þáttarstjórnandi Þvottahússins.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun