Séra Friðrik hulinn svörtu klæði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. október 2023 11:48 Myndin var tekin upp úr klukkan fimm á laugardag. Jóhanna k. Eyjólfsdóttir Vegfarandi í miðbæ Reykjavíkur síðdegis á laugardag varð þess var að umtöluð stytta af séra Friðrik Friðikssyni hafði verið hulin með svörtu klæði. Til umræðu er að fjarlægja styttuna af horni Lækjargötu og Amtmannsstígs. Guðmundur Magnússon sagnfræðingur greinir í nýrri bók sinni um séra Friðrik að sá síðarnefndi hafi leitað á og káfað á ungum dreng. Þá lýsi fjöldi drengja því að hafa ekki líkað við atlot hans. Guðmundur segist næstum hafa hætt við verkið, honum hafi þótt þetta svo óþægilegt. Í framhaldinu hafa spunnist umræður um styttuna af séra Friðriki við Lækjargötu. Borgarstjóri segir upplýsingasöfnun í gangi og málið verði líklega tekið fyrir á næsta fundi borgarráðs. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, sem starfaði um árabil sem framkvæmdastjóri Amnesty á Íslandi, tók eftir gjörningnum í miðbænum í gær. Hún deildi mynd af styttunni á Facebook og hugleiðingum sínum. „Ég er hrædd um að sagan verði aldrei öll sögð, hann dó fyrir 62 árum þá rúmlega níræður og drengirnir líklega margir fallnir frá eða mjög fullorðnir í dag en vonandi verður hægt að fletta ofan af allri sögunni og styðja við þá sem hafa burðast alla ævi með sömu reynslu og sagt er frá í bókinni. Sá þagnarhjúpur sem umlék brot hans gegn drengjum er æpandi, því ljóst er að margir vissu en völdu að þegja,“ segir Jóhanna. Talskona Stígamóta segir að fleiri en einn hafi leitað til samtakanna vegna séra Friðriks. Hún átti allt eins von á því að fleiri myndu leita til Stígamóta. „Við eigum alveg von á því þegar svona mál eru í mikilli opinberri umræðu. Það má alveg gera ráð fyrir því að ef hann hefur verið að níðast á börnum þá er það ekki eitt. Það eru líklega fleiri. Sagan hefur kennt okkur það. Sérstaklega þar sem hann hafði ótakmarkað aðgengi að börnum. Hann valdi sér þannig starfsvettvang,“ segir Drífa. Félagasamtök Mál séra Friðriks Friðrikssonar Styttur og útilistaverk Reykjavík Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Erlent Fleiri fréttir Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig Sjá meira
Guðmundur Magnússon sagnfræðingur greinir í nýrri bók sinni um séra Friðrik að sá síðarnefndi hafi leitað á og káfað á ungum dreng. Þá lýsi fjöldi drengja því að hafa ekki líkað við atlot hans. Guðmundur segist næstum hafa hætt við verkið, honum hafi þótt þetta svo óþægilegt. Í framhaldinu hafa spunnist umræður um styttuna af séra Friðriki við Lækjargötu. Borgarstjóri segir upplýsingasöfnun í gangi og málið verði líklega tekið fyrir á næsta fundi borgarráðs. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, sem starfaði um árabil sem framkvæmdastjóri Amnesty á Íslandi, tók eftir gjörningnum í miðbænum í gær. Hún deildi mynd af styttunni á Facebook og hugleiðingum sínum. „Ég er hrædd um að sagan verði aldrei öll sögð, hann dó fyrir 62 árum þá rúmlega níræður og drengirnir líklega margir fallnir frá eða mjög fullorðnir í dag en vonandi verður hægt að fletta ofan af allri sögunni og styðja við þá sem hafa burðast alla ævi með sömu reynslu og sagt er frá í bókinni. Sá þagnarhjúpur sem umlék brot hans gegn drengjum er æpandi, því ljóst er að margir vissu en völdu að þegja,“ segir Jóhanna. Talskona Stígamóta segir að fleiri en einn hafi leitað til samtakanna vegna séra Friðriks. Hún átti allt eins von á því að fleiri myndu leita til Stígamóta. „Við eigum alveg von á því þegar svona mál eru í mikilli opinberri umræðu. Það má alveg gera ráð fyrir því að ef hann hefur verið að níðast á börnum þá er það ekki eitt. Það eru líklega fleiri. Sagan hefur kennt okkur það. Sérstaklega þar sem hann hafði ótakmarkað aðgengi að börnum. Hann valdi sér þannig starfsvettvang,“ segir Drífa.
Félagasamtök Mál séra Friðriks Friðrikssonar Styttur og útilistaverk Reykjavík Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Erlent Fleiri fréttir Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig Sjá meira