Við hendum of miklu af mat Bergrún Ólafsdóttir skrifar 31. október 2023 12:31 Matarsóun er alltof mikil á Íslandi. Við hendum of miklu af mat og á það jafnt við um einstaklinga, verslanir sem og matvælaframleiðendur og veitingastaði. Umhverfisáhrifin af matarsóun eru mikil en hver einstaklingur hér á landi hendir um 20-25 kg af mat árlega, sem að stórum hluta væri hægt að nýta áfram. Við þurfum ákveðna vitundarvakningu þegar kemur að matarsóun og fleiri þurfa að leggja baráttunni lið. Við sem störfum á dagvörumarkaði berum mikla ábyrgð í þessum málum en getum því haft meiri áhrif fyrir vikið. Samkaup hafa lengi látið baráttuna gegn matarsóun sig miklu varða en með verkefninu Mataraðstoð gegn matarsóun, sem hófst á síðasta ári, höfum við séð verulegan árangur. Verkefnið hófst þannig að fimm verslanir okkar gáfu 60-70 kassa á hverjum degi til Hjálpræðishersins. Þar er maturinn nýttur til þess að elda heitar og næringarríkar máltíðir sem eru gefnar áfram til þeirra sem þurfa á þeim að halda. Í dag er verkefnið í átta verslunum okkar og gefur allt að 300 manns að borða daglega. Það besta við þessi verkefni er að við erum að minnka sóun og hjálpa fólki í neyð, en á sama tíma dregur úr magni sorps sem til fellur hjá verslunum okkar, sem er mikill kostur. Nú þegar hafa Samkaup gefið til þessa verkefnis mat og aðrar nauðsynjavörur fyrir um 4 milljónir króna á mánuði frá því í október 2022, sem er auðvitað frábær árangur – en við getum gert enn betur. Við vitum hvað virkar hjá okkur, en í baráttunni gegn matarsóun þarf fyrst og fremst að auka fræðslu og sýna fólki hvaða áhrif matarsóun hefur á umhverfið. Umfjöllun þarf að vera mikil og jákvæð þar sem bent er á vandann á lausnamiðaðan hátt. Fleiri verslanir og framleiðendur þurfa að vera virk í baráttunni og auka þarf samstarf þeirra við ríki og sveitarfélög, enda ræðst framtíðin að miklu leyti af stefnu stjórnvalda í umhverfismálum. Matarsóun er vandamál sem við stöndum frammi fyrir, ekki aðeins sem þjóð, heldur heimsbyggðin öll, og er þessi vandi ólíklega á förum í næstu framtíð. Því þarf að taka hann föstum tökum og vinna saman að því að minnka skaðann. Við hjá Samkaupum munum halda áfram að leggja okkar af mörkum og óskum eftir að fleiri taki þátt í verkefninu, sérstaklega þeir sem hafa mest áhrif. Tækifærin eru augljós en við náum ekki árangri nema fleiri komi að borðinu. Verum leiðandi og sýnum ábyrgð gagnvart umhverfi okkar. Höfundur er verkefnastjóri umhverfis og samfélags hjá Samkaupum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Matvöruverslun Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Matarsóun er alltof mikil á Íslandi. Við hendum of miklu af mat og á það jafnt við um einstaklinga, verslanir sem og matvælaframleiðendur og veitingastaði. Umhverfisáhrifin af matarsóun eru mikil en hver einstaklingur hér á landi hendir um 20-25 kg af mat árlega, sem að stórum hluta væri hægt að nýta áfram. Við þurfum ákveðna vitundarvakningu þegar kemur að matarsóun og fleiri þurfa að leggja baráttunni lið. Við sem störfum á dagvörumarkaði berum mikla ábyrgð í þessum málum en getum því haft meiri áhrif fyrir vikið. Samkaup hafa lengi látið baráttuna gegn matarsóun sig miklu varða en með verkefninu Mataraðstoð gegn matarsóun, sem hófst á síðasta ári, höfum við séð verulegan árangur. Verkefnið hófst þannig að fimm verslanir okkar gáfu 60-70 kassa á hverjum degi til Hjálpræðishersins. Þar er maturinn nýttur til þess að elda heitar og næringarríkar máltíðir sem eru gefnar áfram til þeirra sem þurfa á þeim að halda. Í dag er verkefnið í átta verslunum okkar og gefur allt að 300 manns að borða daglega. Það besta við þessi verkefni er að við erum að minnka sóun og hjálpa fólki í neyð, en á sama tíma dregur úr magni sorps sem til fellur hjá verslunum okkar, sem er mikill kostur. Nú þegar hafa Samkaup gefið til þessa verkefnis mat og aðrar nauðsynjavörur fyrir um 4 milljónir króna á mánuði frá því í október 2022, sem er auðvitað frábær árangur – en við getum gert enn betur. Við vitum hvað virkar hjá okkur, en í baráttunni gegn matarsóun þarf fyrst og fremst að auka fræðslu og sýna fólki hvaða áhrif matarsóun hefur á umhverfið. Umfjöllun þarf að vera mikil og jákvæð þar sem bent er á vandann á lausnamiðaðan hátt. Fleiri verslanir og framleiðendur þurfa að vera virk í baráttunni og auka þarf samstarf þeirra við ríki og sveitarfélög, enda ræðst framtíðin að miklu leyti af stefnu stjórnvalda í umhverfismálum. Matarsóun er vandamál sem við stöndum frammi fyrir, ekki aðeins sem þjóð, heldur heimsbyggðin öll, og er þessi vandi ólíklega á förum í næstu framtíð. Því þarf að taka hann föstum tökum og vinna saman að því að minnka skaðann. Við hjá Samkaupum munum halda áfram að leggja okkar af mörkum og óskum eftir að fleiri taki þátt í verkefninu, sérstaklega þeir sem hafa mest áhrif. Tækifærin eru augljós en við náum ekki árangri nema fleiri komi að borðinu. Verum leiðandi og sýnum ábyrgð gagnvart umhverfi okkar. Höfundur er verkefnastjóri umhverfis og samfélags hjá Samkaupum.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun