Einkunnir Íslands gegn Þýskalandi: Engin framúrskarandi gegn feiknasterkum Þjóðverjum Íþróttadeild Vísis skrifar 31. október 2023 21:16 Byrjunarlið Íslands gegn Þýskalandi í Þjóðadeild kvenna 2023. VÍSIR / PAWEL Íslenska landslið kvenna í knattspyrnu mátti þola 0-2 tap fyrir Þýskalandi í Þjóðadeildinni. Frá fyrstu mínútu var Ísland í nauðvörn gegn síógnandi Þjóðverjum. Þær héldu markinu hreinu út fyrri hálfleikinn en stíflan brast þegar Telma Ívarsdóttir gaf frá sér víti á 64. mínútu. Erfitt er að veita leikmönnum háar einkunnir eftir slíka frammistöðu en átta leikmenn Íslands eru jafnir með hæstu einkunn [6]. Telma Ívarsdóttir, markvörður [5] Átti flottan leik og hefði líklega verið valin maður leiksins fram að fyrsta markinu, varði vel í nokkur skipti og hélt leiknum jöfnum í fyrri hálfleik. Það mátti þó sjá örfá skipti þar sem hún var ekki sú öruggasta í úthlaupum og fyrirgjöfum. Gaf á endanum víti og mark með ansi glæfralegu úthlaupi eftir háa fyrirgjöf sem endaði í hennar eigin markteig. Guðrún Arnardóttir, hægri bakvörður [4] Leit betur út í miðvarðastöðunni síðast. Auðvelt að komast framhjá henni og ekki sannfærandi frammistaða í kvöld. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður [4] Var valin maður leiksins í síðasta leik en átti erfiðan dag í dag. Margar misheppnaðar sendingar og hún kom illa út úr báðum mörkunum, missti manninn frá sér í fyrra markinu og lokaði skotinu ekki nógu vel í seinna skiptið. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður [6] Kom aftur inn í liðið eftir að hafa tekið út leikbann. Ekkert út á hennar frammistöðu að setja, þær þýsku fengu auðvitað sín færi en Ingibjörg gerðist ekki sek um nein slæm mistök. Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður [6] Svipað hjá henni og Ingibjörgu, vinstri helmingur varnarlínunnar leit mun betur út í kvöld. Allar áttu þær erfitt með að koma boltanum í spil samt. Selma Sól Magnúsdóttir, miðjumaður [6] Voru báðar tvær, Selma og Hildur, mjög fastar fyrir á miðjunni og mættu þeim þýsku alltaf í baráttunni. Uppspilið gekk hins vegar ekki jafn vel. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður [6] Lagði sig alla fram í kvöld, það verður ekki tekið af henni en gekk illa að koma boltanum í spil. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, framliggjandi miðjumaður [5] Sýndi lítið í þessum leik, komst ekki mikið á boltann og fékk lítið af færum til að sýna snilli sína. Fékk reyndar fínt færi undir lokin þar sem virtist brotið á henni en ekkert dæmt. Hafrún Rakel Halldórsdóttir, hægri kantmaður [6] Kom inn í liðið fyrir Öglu Maríu, varnarsinnuð breyting og Hafrún sinnti varnarvinnunni vel í þessum leik. en bauð ekki upp á mikið fram á við. Sandra Jessen, vinstri kantmaður [5] Svipuð saga að segja af henni og Hafrúnu, sinnti varnarvinnunni vel en bauð ekki upp á neitt þegar farið var fram á völlinn. Hlín Eiríksdóttir, framherji [6] Ekkert út á hennar framlag að setja, barðist eins og berserkur í fremstu víglínu en fékk litla þjónustu frá liðsfélögum sínum í færasköpuninni. Varamenn Diljá Ýr Zomers [6] - Kom inn fyrir Söndru Jessen á 72. mínútu Spilaði lítið en kom með orku inn á völlinn sem Ísland þurfti nauðsynlega á að halda. Fékk svo dauðafæri á 85. mínútu sem henni tókst ekki að nýta. Alexandra Jóhannsdóttir [6] - Kom inn fyrir Hildi Antonsdóttur á 72. mínútu Ferskir fætur en komst lítið á boltann í sinni innkomu. Bryndís Arna Níelsdóttir - Kom inn fyrir Hlín Eiríksdóttur á 86. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Amanda Andradóttir - Kom inn fyrir Selmu Sól á 86. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. 31. október 2023 21:15 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Sjá meira
Telma Ívarsdóttir, markvörður [5] Átti flottan leik og hefði líklega verið valin maður leiksins fram að fyrsta markinu, varði vel í nokkur skipti og hélt leiknum jöfnum í fyrri hálfleik. Það mátti þó sjá örfá skipti þar sem hún var ekki sú öruggasta í úthlaupum og fyrirgjöfum. Gaf á endanum víti og mark með ansi glæfralegu úthlaupi eftir háa fyrirgjöf sem endaði í hennar eigin markteig. Guðrún Arnardóttir, hægri bakvörður [4] Leit betur út í miðvarðastöðunni síðast. Auðvelt að komast framhjá henni og ekki sannfærandi frammistaða í kvöld. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður [4] Var valin maður leiksins í síðasta leik en átti erfiðan dag í dag. Margar misheppnaðar sendingar og hún kom illa út úr báðum mörkunum, missti manninn frá sér í fyrra markinu og lokaði skotinu ekki nógu vel í seinna skiptið. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður [6] Kom aftur inn í liðið eftir að hafa tekið út leikbann. Ekkert út á hennar frammistöðu að setja, þær þýsku fengu auðvitað sín færi en Ingibjörg gerðist ekki sek um nein slæm mistök. Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður [6] Svipað hjá henni og Ingibjörgu, vinstri helmingur varnarlínunnar leit mun betur út í kvöld. Allar áttu þær erfitt með að koma boltanum í spil samt. Selma Sól Magnúsdóttir, miðjumaður [6] Voru báðar tvær, Selma og Hildur, mjög fastar fyrir á miðjunni og mættu þeim þýsku alltaf í baráttunni. Uppspilið gekk hins vegar ekki jafn vel. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður [6] Lagði sig alla fram í kvöld, það verður ekki tekið af henni en gekk illa að koma boltanum í spil. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, framliggjandi miðjumaður [5] Sýndi lítið í þessum leik, komst ekki mikið á boltann og fékk lítið af færum til að sýna snilli sína. Fékk reyndar fínt færi undir lokin þar sem virtist brotið á henni en ekkert dæmt. Hafrún Rakel Halldórsdóttir, hægri kantmaður [6] Kom inn í liðið fyrir Öglu Maríu, varnarsinnuð breyting og Hafrún sinnti varnarvinnunni vel í þessum leik. en bauð ekki upp á mikið fram á við. Sandra Jessen, vinstri kantmaður [5] Svipuð saga að segja af henni og Hafrúnu, sinnti varnarvinnunni vel en bauð ekki upp á neitt þegar farið var fram á völlinn. Hlín Eiríksdóttir, framherji [6] Ekkert út á hennar framlag að setja, barðist eins og berserkur í fremstu víglínu en fékk litla þjónustu frá liðsfélögum sínum í færasköpuninni. Varamenn Diljá Ýr Zomers [6] - Kom inn fyrir Söndru Jessen á 72. mínútu Spilaði lítið en kom með orku inn á völlinn sem Ísland þurfti nauðsynlega á að halda. Fékk svo dauðafæri á 85. mínútu sem henni tókst ekki að nýta. Alexandra Jóhannsdóttir [6] - Kom inn fyrir Hildi Antonsdóttur á 72. mínútu Ferskir fætur en komst lítið á boltann í sinni innkomu. Bryndís Arna Níelsdóttir - Kom inn fyrir Hlín Eiríksdóttur á 86. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Amanda Andradóttir - Kom inn fyrir Selmu Sól á 86. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. 31. október 2023 21:15 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. 31. október 2023 21:15