„Við þurfum bara að vera sterkari á svellinu“ Siggeir Ævarsson skrifar 31. október 2023 21:43 Það voru blendnar tilfinningar sem bærðust innra með Þorleifi eftir tap kvöldsins Vísir/Hulda Margrét Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var bæði furðu rólegur og sáttur eftir tap í æsispennandi leik gegn Keflavík í Subway-deild kvenna, lokatölur 78-80 í Grindavík í kvöld. Síðustu sekúndur leiksins voru rafmagnaðar en Grindavík fékk tólf sekúndur til að jafna leikinn eða vinna en varð ekki kápan úr því klæðinu. Það gekk á ýmsu á lokamínútunum þar sem Þorleifur átti ítrekað í hrókasamræðum við dómarana og ræddi við þá lengi eftir að flautað var til leiksloka. En þrátt fyrir tap og æsing var Lalli pollrólegur í viðtalinu og sleppti því alveg að kalla fram sinn innri Viðar Örn Hafsteinsson. „Ég er sáttur eftir leikinn. Ég var búinn að ákveða fyrir það leik að ég ætlaðist til að þær myndu bæta sig. Fyrri hálfleikur ekki nógu góður. Svolítið hik og ekki nógu ákveðnar. Vorum að klikka á smáatriðum en löguðum það heldur betur í seinni hálfleik. Stóðum okkur vel og hefðum getað stolið þessu í restina en það tókst ekki!“ Það verður að telja Grindvíkingum það til tekna að hafa ekki brotnað, aðeins bognað, þegar Keflvíkingar náðu góðum rispum og upp drjúgu forskoti. „Við erum að sýna ákveðinn karakter með því að vera inni í leikjunum og ekki brotna. Þetta er eitthvað sem ég þarf að halda utan um og leggja áherslu á við þær að þetta skiptir máli þegar lengra er litið. Við erum að tapa á móti Njarðvík og Keflavík sem eru bæði með hörkulið og kannski kunna pínu meira að vinna en við. En við erum allavega að komast nær því sem við viljum komast og hægt og rólega að bæta okkur svo að ég er bara mjög sáttur við frammistöðu kvöldsins.“ Það var ekki hægt að klára þetta viðtal án þess að ræða dómgæslu kvöldsins sérstaklega. Grindavík fór aðeins fimm sinnum á vítalínuna en Keflavík tók 21 víti. Staðan í villum var 18-8 í leiknum og 7-1 í 4. leikhluta. Lalli vildi þó ekki meina að hans lið hefði verið flautað út úr leiknum þó hann hefði margt við dómgæsluna að athuga. „Mér fannst í hita leiksins halla á okkur. Það var einn dómarinn sem sagði við mig: „Þú sérð þetta í sjónvarpinu.“ - Ég auðvitað skoða alla leiki þó ég sé ekki að horfa sérstaklega á dómarana en ég kannski gjói augunum á einhver atriði sem ég var ósammála. En yfirhöfuð, þó þetta hafi verið 7-1, þá getur maður ekki treyst á að dómarinn sé að kalla einhver léleg „play“ okkur í hag til þess að við vinnum leikinn. Við þurfum bara að vera sterkari á svellinu eins og maðurinn sagði og vinna þá fimm á móti átta ef það er þannig.“ Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Síðustu sekúndur leiksins voru rafmagnaðar en Grindavík fékk tólf sekúndur til að jafna leikinn eða vinna en varð ekki kápan úr því klæðinu. Það gekk á ýmsu á lokamínútunum þar sem Þorleifur átti ítrekað í hrókasamræðum við dómarana og ræddi við þá lengi eftir að flautað var til leiksloka. En þrátt fyrir tap og æsing var Lalli pollrólegur í viðtalinu og sleppti því alveg að kalla fram sinn innri Viðar Örn Hafsteinsson. „Ég er sáttur eftir leikinn. Ég var búinn að ákveða fyrir það leik að ég ætlaðist til að þær myndu bæta sig. Fyrri hálfleikur ekki nógu góður. Svolítið hik og ekki nógu ákveðnar. Vorum að klikka á smáatriðum en löguðum það heldur betur í seinni hálfleik. Stóðum okkur vel og hefðum getað stolið þessu í restina en það tókst ekki!“ Það verður að telja Grindvíkingum það til tekna að hafa ekki brotnað, aðeins bognað, þegar Keflvíkingar náðu góðum rispum og upp drjúgu forskoti. „Við erum að sýna ákveðinn karakter með því að vera inni í leikjunum og ekki brotna. Þetta er eitthvað sem ég þarf að halda utan um og leggja áherslu á við þær að þetta skiptir máli þegar lengra er litið. Við erum að tapa á móti Njarðvík og Keflavík sem eru bæði með hörkulið og kannski kunna pínu meira að vinna en við. En við erum allavega að komast nær því sem við viljum komast og hægt og rólega að bæta okkur svo að ég er bara mjög sáttur við frammistöðu kvöldsins.“ Það var ekki hægt að klára þetta viðtal án þess að ræða dómgæslu kvöldsins sérstaklega. Grindavík fór aðeins fimm sinnum á vítalínuna en Keflavík tók 21 víti. Staðan í villum var 18-8 í leiknum og 7-1 í 4. leikhluta. Lalli vildi þó ekki meina að hans lið hefði verið flautað út úr leiknum þó hann hefði margt við dómgæsluna að athuga. „Mér fannst í hita leiksins halla á okkur. Það var einn dómarinn sem sagði við mig: „Þú sérð þetta í sjónvarpinu.“ - Ég auðvitað skoða alla leiki þó ég sé ekki að horfa sérstaklega á dómarana en ég kannski gjói augunum á einhver atriði sem ég var ósammála. En yfirhöfuð, þó þetta hafi verið 7-1, þá getur maður ekki treyst á að dómarinn sé að kalla einhver léleg „play“ okkur í hag til þess að við vinnum leikinn. Við þurfum bara að vera sterkari á svellinu eins og maðurinn sagði og vinna þá fimm á móti átta ef það er þannig.“
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira