„Við þurfum bara að vera sterkari á svellinu“ Siggeir Ævarsson skrifar 31. október 2023 21:43 Það voru blendnar tilfinningar sem bærðust innra með Þorleifi eftir tap kvöldsins Vísir/Hulda Margrét Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var bæði furðu rólegur og sáttur eftir tap í æsispennandi leik gegn Keflavík í Subway-deild kvenna, lokatölur 78-80 í Grindavík í kvöld. Síðustu sekúndur leiksins voru rafmagnaðar en Grindavík fékk tólf sekúndur til að jafna leikinn eða vinna en varð ekki kápan úr því klæðinu. Það gekk á ýmsu á lokamínútunum þar sem Þorleifur átti ítrekað í hrókasamræðum við dómarana og ræddi við þá lengi eftir að flautað var til leiksloka. En þrátt fyrir tap og æsing var Lalli pollrólegur í viðtalinu og sleppti því alveg að kalla fram sinn innri Viðar Örn Hafsteinsson. „Ég er sáttur eftir leikinn. Ég var búinn að ákveða fyrir það leik að ég ætlaðist til að þær myndu bæta sig. Fyrri hálfleikur ekki nógu góður. Svolítið hik og ekki nógu ákveðnar. Vorum að klikka á smáatriðum en löguðum það heldur betur í seinni hálfleik. Stóðum okkur vel og hefðum getað stolið þessu í restina en það tókst ekki!“ Það verður að telja Grindvíkingum það til tekna að hafa ekki brotnað, aðeins bognað, þegar Keflvíkingar náðu góðum rispum og upp drjúgu forskoti. „Við erum að sýna ákveðinn karakter með því að vera inni í leikjunum og ekki brotna. Þetta er eitthvað sem ég þarf að halda utan um og leggja áherslu á við þær að þetta skiptir máli þegar lengra er litið. Við erum að tapa á móti Njarðvík og Keflavík sem eru bæði með hörkulið og kannski kunna pínu meira að vinna en við. En við erum allavega að komast nær því sem við viljum komast og hægt og rólega að bæta okkur svo að ég er bara mjög sáttur við frammistöðu kvöldsins.“ Það var ekki hægt að klára þetta viðtal án þess að ræða dómgæslu kvöldsins sérstaklega. Grindavík fór aðeins fimm sinnum á vítalínuna en Keflavík tók 21 víti. Staðan í villum var 18-8 í leiknum og 7-1 í 4. leikhluta. Lalli vildi þó ekki meina að hans lið hefði verið flautað út úr leiknum þó hann hefði margt við dómgæsluna að athuga. „Mér fannst í hita leiksins halla á okkur. Það var einn dómarinn sem sagði við mig: „Þú sérð þetta í sjónvarpinu.“ - Ég auðvitað skoða alla leiki þó ég sé ekki að horfa sérstaklega á dómarana en ég kannski gjói augunum á einhver atriði sem ég var ósammála. En yfirhöfuð, þó þetta hafi verið 7-1, þá getur maður ekki treyst á að dómarinn sé að kalla einhver léleg „play“ okkur í hag til þess að við vinnum leikinn. Við þurfum bara að vera sterkari á svellinu eins og maðurinn sagði og vinna þá fimm á móti átta ef það er þannig.“ Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Sjá meira
Síðustu sekúndur leiksins voru rafmagnaðar en Grindavík fékk tólf sekúndur til að jafna leikinn eða vinna en varð ekki kápan úr því klæðinu. Það gekk á ýmsu á lokamínútunum þar sem Þorleifur átti ítrekað í hrókasamræðum við dómarana og ræddi við þá lengi eftir að flautað var til leiksloka. En þrátt fyrir tap og æsing var Lalli pollrólegur í viðtalinu og sleppti því alveg að kalla fram sinn innri Viðar Örn Hafsteinsson. „Ég er sáttur eftir leikinn. Ég var búinn að ákveða fyrir það leik að ég ætlaðist til að þær myndu bæta sig. Fyrri hálfleikur ekki nógu góður. Svolítið hik og ekki nógu ákveðnar. Vorum að klikka á smáatriðum en löguðum það heldur betur í seinni hálfleik. Stóðum okkur vel og hefðum getað stolið þessu í restina en það tókst ekki!“ Það verður að telja Grindvíkingum það til tekna að hafa ekki brotnað, aðeins bognað, þegar Keflvíkingar náðu góðum rispum og upp drjúgu forskoti. „Við erum að sýna ákveðinn karakter með því að vera inni í leikjunum og ekki brotna. Þetta er eitthvað sem ég þarf að halda utan um og leggja áherslu á við þær að þetta skiptir máli þegar lengra er litið. Við erum að tapa á móti Njarðvík og Keflavík sem eru bæði með hörkulið og kannski kunna pínu meira að vinna en við. En við erum allavega að komast nær því sem við viljum komast og hægt og rólega að bæta okkur svo að ég er bara mjög sáttur við frammistöðu kvöldsins.“ Það var ekki hægt að klára þetta viðtal án þess að ræða dómgæslu kvöldsins sérstaklega. Grindavík fór aðeins fimm sinnum á vítalínuna en Keflavík tók 21 víti. Staðan í villum var 18-8 í leiknum og 7-1 í 4. leikhluta. Lalli vildi þó ekki meina að hans lið hefði verið flautað út úr leiknum þó hann hefði margt við dómgæsluna að athuga. „Mér fannst í hita leiksins halla á okkur. Það var einn dómarinn sem sagði við mig: „Þú sérð þetta í sjónvarpinu.“ - Ég auðvitað skoða alla leiki þó ég sé ekki að horfa sérstaklega á dómarana en ég kannski gjói augunum á einhver atriði sem ég var ósammála. En yfirhöfuð, þó þetta hafi verið 7-1, þá getur maður ekki treyst á að dómarinn sé að kalla einhver léleg „play“ okkur í hag til þess að við vinnum leikinn. Við þurfum bara að vera sterkari á svellinu eins og maðurinn sagði og vinna þá fimm á móti átta ef það er þannig.“
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Sjá meira