Sædís Rún: „Ótrúlega fúlt að fá ekkert úr þessum glugga“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 31. október 2023 21:55 Sædís sést hér gera tilraun til að komast framhjá Svenju Huth. VÍSIR / PAWEL Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 0-2 tap þegar liðið tók á móti Þýskalandi í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður liðsins, gaf sig til tals við blaðamann strax að leik loknum. Sædís spilaði sínu fyrstu tvo A-landsleiki í þessum glugga gegn Danmörku og Þýskalandi, stóð sig vel en var skiljanlega svekkt með úrslitin. „Virkilega súrt, mér fannst við alveg standa í þeim og jafntefli hefði mér fundist sanngjarnt þó þetta hafi endað 2-0.“ Fyrri hálfleikurinn var markalaus og varnarlína stóð stöðugum fótum gegn linnulausum árásum Þjóðverjanna. „Mér fannst þær ekkert skapa sér þannig, nema þessi tvö sláarskot, þannig að mér fannst við gera virkilega vel og ótrúlega fúlt að fá ekkert úr þessum glugga.“ Eftir að hafa lent undir steig íslenska liðið vel fram völlinn, það lifnaði yfir sóknarleiknum og liðinu tókst að skapa sér færi en fékk það í bakið þegar annað markið kom á lokamínútunum. „Mér fannst við engu síðri eftir markið, gáfum bara í og sýndum mikinn karakter í dag.“ Ísland á nú tvo leiki eftir í Þjóðadeildinni, gegn Danmörku og Wales næstkomandi desember. Danmerkurleikurinn skiptir litlu máli fyrir lokastöðu Íslands í riðlinum en leikurinn gegn Wales má ekki tapast ef liðið ætlar að halda sér uppi í A-deild Þjóðadeildarinnar. Þrátt fyrir að hafa ekki skorað mark í langan tíma segir Sædís liðið hvergi bonkið og ætli sér að gera betur næst. „Ég held ekki [að þetta hafi áhrif], þetta eru allt frábærir íþróttamenn og ég held að fólk sé fljótt að gleyma því hvað er langt síðan við skoruðum en engu að síður er erfitt þetta dettur ekki með okkur“ sagði Sædís að lokum. Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Sædís eftir Þýskalandsleikinn Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. 31. október 2023 21:15 Einkunnir Íslands gegn Þýskalandi: Engin framúrskarandi gegn feiknasterkum Þjóðverjum Íslenska landslið kvenna í knattspyrnu mátti þola 0-2 tap fyrir Þýskalandi í Þjóðadeildinni. Frá fyrstu mínútu var Ísland í nauðvörn gegn síógnandi Þjóðverjum. Þær héldu markinu hreinu út fyrri hálfleikinn en stíflan brast þegar Telma Ívarsdóttir gaf frá sér víti á 64. mínútu. Erfitt er að veita leikmönnum háar einkunnir eftir slíka frammistöðu en átta leikmenn Íslands eru jafnir með hæstu einkunn [6]. 31. október 2023 21:16 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira
Sædís spilaði sínu fyrstu tvo A-landsleiki í þessum glugga gegn Danmörku og Þýskalandi, stóð sig vel en var skiljanlega svekkt með úrslitin. „Virkilega súrt, mér fannst við alveg standa í þeim og jafntefli hefði mér fundist sanngjarnt þó þetta hafi endað 2-0.“ Fyrri hálfleikurinn var markalaus og varnarlína stóð stöðugum fótum gegn linnulausum árásum Þjóðverjanna. „Mér fannst þær ekkert skapa sér þannig, nema þessi tvö sláarskot, þannig að mér fannst við gera virkilega vel og ótrúlega fúlt að fá ekkert úr þessum glugga.“ Eftir að hafa lent undir steig íslenska liðið vel fram völlinn, það lifnaði yfir sóknarleiknum og liðinu tókst að skapa sér færi en fékk það í bakið þegar annað markið kom á lokamínútunum. „Mér fannst við engu síðri eftir markið, gáfum bara í og sýndum mikinn karakter í dag.“ Ísland á nú tvo leiki eftir í Þjóðadeildinni, gegn Danmörku og Wales næstkomandi desember. Danmerkurleikurinn skiptir litlu máli fyrir lokastöðu Íslands í riðlinum en leikurinn gegn Wales má ekki tapast ef liðið ætlar að halda sér uppi í A-deild Þjóðadeildarinnar. Þrátt fyrir að hafa ekki skorað mark í langan tíma segir Sædís liðið hvergi bonkið og ætli sér að gera betur næst. „Ég held ekki [að þetta hafi áhrif], þetta eru allt frábærir íþróttamenn og ég held að fólk sé fljótt að gleyma því hvað er langt síðan við skoruðum en engu að síður er erfitt þetta dettur ekki með okkur“ sagði Sædís að lokum. Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Sædís eftir Þýskalandsleikinn
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. 31. október 2023 21:15 Einkunnir Íslands gegn Þýskalandi: Engin framúrskarandi gegn feiknasterkum Þjóðverjum Íslenska landslið kvenna í knattspyrnu mátti þola 0-2 tap fyrir Þýskalandi í Þjóðadeildinni. Frá fyrstu mínútu var Ísland í nauðvörn gegn síógnandi Þjóðverjum. Þær héldu markinu hreinu út fyrri hálfleikinn en stíflan brast þegar Telma Ívarsdóttir gaf frá sér víti á 64. mínútu. Erfitt er að veita leikmönnum háar einkunnir eftir slíka frammistöðu en átta leikmenn Íslands eru jafnir með hæstu einkunn [6]. 31. október 2023 21:16 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. 31. október 2023 21:15
Einkunnir Íslands gegn Þýskalandi: Engin framúrskarandi gegn feiknasterkum Þjóðverjum Íslenska landslið kvenna í knattspyrnu mátti þola 0-2 tap fyrir Þýskalandi í Þjóðadeildinni. Frá fyrstu mínútu var Ísland í nauðvörn gegn síógnandi Þjóðverjum. Þær héldu markinu hreinu út fyrri hálfleikinn en stíflan brast þegar Telma Ívarsdóttir gaf frá sér víti á 64. mínútu. Erfitt er að veita leikmönnum háar einkunnir eftir slíka frammistöðu en átta leikmenn Íslands eru jafnir með hæstu einkunn [6]. 31. október 2023 21:16