Selma Sól: Mér fannst við bara gera nóg Sverrir Mar Smárason skrifar 31. október 2023 22:03 Selma Sól Magnúsdóttir í baráttu við annan markaskorara Þýskalands, Klöru Buhl, í leik kvöldsins. Vísir /Diego Ísland tapaði 2-0 gegn Þýskalandi í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. Eftir fjóra leiki er íslenska liðið með þrjú stig í þriðja sæti riðilsins. Selma Sól lék 86 mínútur á miðjunni hjá Íslandi í dag og var svekkt með tapið. „Helst bara svekkt með tapið eiginlega. Við hefðum getað fengið vítaspyrnu og jafnað leikinn að mínu mati. Klárlega hefði þá verið betra að fá eitt stig út úr leiknum heldur en að fá ekkert,“ sagði Selma Sól. Þjóðverjar stýrðu leiknum á Laugardalsvelli í kvöld og íslenska liðinu gekk ekki vel að sækja á þær þýsku. Varnarleikur íslenska liðsins var þó á köflum mjög góður. „Mér fannst við bara gera nóg og það var klárlega bæting á okkar leik. Mér fannst við alveg ná að brjóta þær niður og við áttum okkar færi líka. Við héldum svo áfram okkar striki í seinni hálfleik og vorum að ýta þeim aftar. Undir lokin náðum við að opna þær þegar þær urðu óþolinmóðar. Þá náðum við að spila í gegnum þær og fá færi til þess að skora. Við komum af fullum krafti út í seinni hálfleik og ýttum bara meira á þær,“ sagði Selma Sól um gang leiksins. Þýskaland skoraði fyrsta mark leiksins á 65. mínútu úr vítaspyrnu eftir að Telma Ívarsdóttir gerðist brotleg innan eigin vítateigs. Gestirnir tvöfölduðu svo forystu sína í uppbótartíma. Ísland hefur ekki skorað núna í 342 leikmínútur. „Mér fannst við bara koma sterkar eftir markið þeirra, stíga ofar og fara á fullu í pressuna. Markið kemur svo bara þegar markið kemur og við höldum bara áfram að bæta okkur,“ sagði Selma. Næst leikur liðið úrslitaleik um þriðja sæti riðilsins gegn Wales ytra. Selma er vongóð fyrir þann leik. „Mér fannst bara mikil bæting í þessum glugga frá þeim síðasta og það er bara eitthvað til að taka með sem er jákvætt,“ sagði Selma Sól að lokum. Klippa: Selma Sól eftir Þýskalandsleikinn Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands gegn Þýskalandi: Engin framúrskarandi gegn feiknasterkum Þjóðverjum Íslenska landslið kvenna í knattspyrnu mátti þola 0-2 tap fyrir Þýskalandi í Þjóðadeildinni. Frá fyrstu mínútu var Ísland í nauðvörn gegn síógnandi Þjóðverjum. Þær héldu markinu hreinu út fyrri hálfleikinn en stíflan brast þegar Telma Ívarsdóttir gaf frá sér víti á 64. mínútu. Erfitt er að veita leikmönnum háar einkunnir eftir slíka frammistöðu en átta leikmenn Íslands eru jafnir með hæstu einkunn [6]. 31. október 2023 21:16 Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. 31. október 2023 21:15 Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Sjá meira
„Helst bara svekkt með tapið eiginlega. Við hefðum getað fengið vítaspyrnu og jafnað leikinn að mínu mati. Klárlega hefði þá verið betra að fá eitt stig út úr leiknum heldur en að fá ekkert,“ sagði Selma Sól. Þjóðverjar stýrðu leiknum á Laugardalsvelli í kvöld og íslenska liðinu gekk ekki vel að sækja á þær þýsku. Varnarleikur íslenska liðsins var þó á köflum mjög góður. „Mér fannst við bara gera nóg og það var klárlega bæting á okkar leik. Mér fannst við alveg ná að brjóta þær niður og við áttum okkar færi líka. Við héldum svo áfram okkar striki í seinni hálfleik og vorum að ýta þeim aftar. Undir lokin náðum við að opna þær þegar þær urðu óþolinmóðar. Þá náðum við að spila í gegnum þær og fá færi til þess að skora. Við komum af fullum krafti út í seinni hálfleik og ýttum bara meira á þær,“ sagði Selma Sól um gang leiksins. Þýskaland skoraði fyrsta mark leiksins á 65. mínútu úr vítaspyrnu eftir að Telma Ívarsdóttir gerðist brotleg innan eigin vítateigs. Gestirnir tvöfölduðu svo forystu sína í uppbótartíma. Ísland hefur ekki skorað núna í 342 leikmínútur. „Mér fannst við bara koma sterkar eftir markið þeirra, stíga ofar og fara á fullu í pressuna. Markið kemur svo bara þegar markið kemur og við höldum bara áfram að bæta okkur,“ sagði Selma. Næst leikur liðið úrslitaleik um þriðja sæti riðilsins gegn Wales ytra. Selma er vongóð fyrir þann leik. „Mér fannst bara mikil bæting í þessum glugga frá þeim síðasta og það er bara eitthvað til að taka með sem er jákvætt,“ sagði Selma Sól að lokum. Klippa: Selma Sól eftir Þýskalandsleikinn
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands gegn Þýskalandi: Engin framúrskarandi gegn feiknasterkum Þjóðverjum Íslenska landslið kvenna í knattspyrnu mátti þola 0-2 tap fyrir Þýskalandi í Þjóðadeildinni. Frá fyrstu mínútu var Ísland í nauðvörn gegn síógnandi Þjóðverjum. Þær héldu markinu hreinu út fyrri hálfleikinn en stíflan brast þegar Telma Ívarsdóttir gaf frá sér víti á 64. mínútu. Erfitt er að veita leikmönnum háar einkunnir eftir slíka frammistöðu en átta leikmenn Íslands eru jafnir með hæstu einkunn [6]. 31. október 2023 21:16 Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. 31. október 2023 21:15 Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Sjá meira
Einkunnir Íslands gegn Þýskalandi: Engin framúrskarandi gegn feiknasterkum Þjóðverjum Íslenska landslið kvenna í knattspyrnu mátti þola 0-2 tap fyrir Þýskalandi í Þjóðadeildinni. Frá fyrstu mínútu var Ísland í nauðvörn gegn síógnandi Þjóðverjum. Þær héldu markinu hreinu út fyrri hálfleikinn en stíflan brast þegar Telma Ívarsdóttir gaf frá sér víti á 64. mínútu. Erfitt er að veita leikmönnum háar einkunnir eftir slíka frammistöðu en átta leikmenn Íslands eru jafnir með hæstu einkunn [6]. 31. október 2023 21:16
Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. 31. október 2023 21:15