Glódís um vítaspyrnudóminn: „Ég held að þetta hafi verið rangt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. nóvember 2023 07:00 Glódís Perla Viggósdóttir þakkar áhorfendum fyrir stuðninginn eftir leik gærkvöldsins. Vísir/Diego Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir var nokkuð stolt af frammistöðu íslenska kvennalandsliðsins þrátt fyrir 2-0 tap gegn Þjóðverjum í gær. Hún efast þó um að það hafi verið réttur dómur að dæma vítaspyrnu á Telmu Ívarsdóttur, markvörð íslenska liðsins. „Þær skora úr færunum sínum og við gerum það ekki. Ég held að það sé kannski aðallega það sem skilur að,“ sagði Glódís eftir tapið í gærkvöldi. „Mér fannst við ná að loka vel á þær eins og við töluðum um fyrir leikinn og þær voru ekki að fá þessar fríu fyrirgjafir með mikið af leikmönnum inni í teig, allavega ekki eins mikið og maður bjóst við. Mér fannst við vera að vinna einvígin og návígin í leiknum og mér fannst við vera að láta þær finna fyrir því.“ „Svo náttúrulega fá þær þetta víti, en mér fannst við svara því gríðarlega vel. Við fáum færi í kjölfarið og hefðum getað jafnað og þá hefðum við verið komnar með allt annan leik. En í staðinn fáum við mark í andlitið og þannig er það bara í svona leikjum þegar þú reynir að sækja markið. Við vildum fá stig.“ Íslenska liðið var í skotgröfunum stærstan hluta leiksins og Glódís segir það hafa kostað mikla orku. „Auðvitað tekur það gríðarlega orku. Það er mikil vinnusemi í leikmönnunum og sérstaklega í leikmönnunum fyrir framan okkur í öftustu línu. Það eru þær sem eru að gera vinnuna fyrir okkur auðveldari. Mér fannst þær skila sínu gríðarlega vel í dag.“ „Oft vorum við að ná að tengja og finna svæðin sem við vorum búin að tala um fyrir leikinn og það er eitthvað sem við þurfum að taka með okkur. Við þurfum að geta gert enn betur í þessum stöðum af því að við erum að komast í fínar stöður sem geta orðið að færum og við þurfum bara að klára það. En ég er gríðarlega stolt af hugarfarinu í hópnum.“ Þýska liðið tók forystuna í síðari hálfleik með marki úr vítaspyrnu eftir að Telma Ívarsdóttir var dæmd brotleg eftir að hafa lent á Lea Schuller. Glódís er þó ekki sannfærð um að það hafi verið réttur dómur. „Ég veit það ekki. Ég heyri bara í Telmu kalla og svo sé ég ekkert nema að mér finnst hún fá frían skalla. Mér finnst hún ekki geta fengið frían skalla og víti. En eins og ég segi ég veit ekkert hvað gerist. Ég held að þetta hafi verið rangt, en svona er þetta,“ sagði Glódís, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Glódís eftir Þýskalandsleikinn Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. 31. október 2023 21:15 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Sjá meira
„Þær skora úr færunum sínum og við gerum það ekki. Ég held að það sé kannski aðallega það sem skilur að,“ sagði Glódís eftir tapið í gærkvöldi. „Mér fannst við ná að loka vel á þær eins og við töluðum um fyrir leikinn og þær voru ekki að fá þessar fríu fyrirgjafir með mikið af leikmönnum inni í teig, allavega ekki eins mikið og maður bjóst við. Mér fannst við vera að vinna einvígin og návígin í leiknum og mér fannst við vera að láta þær finna fyrir því.“ „Svo náttúrulega fá þær þetta víti, en mér fannst við svara því gríðarlega vel. Við fáum færi í kjölfarið og hefðum getað jafnað og þá hefðum við verið komnar með allt annan leik. En í staðinn fáum við mark í andlitið og þannig er það bara í svona leikjum þegar þú reynir að sækja markið. Við vildum fá stig.“ Íslenska liðið var í skotgröfunum stærstan hluta leiksins og Glódís segir það hafa kostað mikla orku. „Auðvitað tekur það gríðarlega orku. Það er mikil vinnusemi í leikmönnunum og sérstaklega í leikmönnunum fyrir framan okkur í öftustu línu. Það eru þær sem eru að gera vinnuna fyrir okkur auðveldari. Mér fannst þær skila sínu gríðarlega vel í dag.“ „Oft vorum við að ná að tengja og finna svæðin sem við vorum búin að tala um fyrir leikinn og það er eitthvað sem við þurfum að taka með okkur. Við þurfum að geta gert enn betur í þessum stöðum af því að við erum að komast í fínar stöður sem geta orðið að færum og við þurfum bara að klára það. En ég er gríðarlega stolt af hugarfarinu í hópnum.“ Þýska liðið tók forystuna í síðari hálfleik með marki úr vítaspyrnu eftir að Telma Ívarsdóttir var dæmd brotleg eftir að hafa lent á Lea Schuller. Glódís er þó ekki sannfærð um að það hafi verið réttur dómur. „Ég veit það ekki. Ég heyri bara í Telmu kalla og svo sé ég ekkert nema að mér finnst hún fá frían skalla. Mér finnst hún ekki geta fengið frían skalla og víti. En eins og ég segi ég veit ekkert hvað gerist. Ég held að þetta hafi verið rangt, en svona er þetta,“ sagði Glódís, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Glódís eftir Þýskalandsleikinn
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. 31. október 2023 21:15 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. 31. október 2023 21:15