Hafði ekki skorað í ár en gerði svo þrennu: „Þetta eru tómatsósuáhrifin“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. nóvember 2023 09:01 Ísak Bergmann Jóhannesson var hetja Düsseldorf í bikarleiknum gegn Unterhaching. getty/Matthias Balk Ísak Bergmann Jóhannesson segir að leikur Fortuna Düsseldorf gegn Unterhaching í þýsku bikarkeppninni í fyrradag sé einn af hans eftirminnilegustu á ferlinum. Skagamaðurinn skoraði sína fyrstu þrennu á ferlinum í leiknum og lagði auk þess upp eitt mark. Dusseldorf, sem er í 2. sæti þýsku B-deildarinnar, lenti 0-2 undir gegn Unterhaching sem er í 10. sæti C-deildarinnar. En þá tók Ísak til sinna ráða. Hann kom inn á sem varamaður í hálfleik og á 65. mínútu lagði hann upp mark fyrir Felix Klaus. Mínútu seinna snerist dæmið við og Klaus lagði upp mark fyrir Ísak. Unterhaching náði forystunni á ný á 71. mínútu en sjö mínútum síðar jafnaði Ísak aftur. Staðan eftir venjulegan leiktíma var jöfn, 3-3, og því þurfti að framlengja. Í framlengingunni voru gestirnir frá Düsseldorf sterkari aðilinn. Ísak skoraði fjórða mark liðsins og þriðja mark sitt í upphafi seinni hálfleiks framlengingarinnar og Christos Tzolis og Dennis Jastrzembski bættu svo við mörkum áður en yfir lauk. Lokatölur 3-6, Düsseldorf í vil. Undirbúningur Ísaks fyrir þennan ótrúlega leik var ekki ákjósanlegur. „Ég lenti í veikindum í vikunni og það var skynsamlegast að byrja með mig á bekknum,“ sagði Skagamaðurinn í samtali við Vísi í gær. „Mér datt ekki í hug að ég myndi skora fyrstu þrennuna mína og leggja upp mark til viðbótar. Þetta var mjög eftirminnilegt kvöld.“ Hafði ekki skorað í ár Ísak var búinn að bíða lengi eftir marki og þegar það kom loksins fylgdu tvö í kjölfarið. „Ég hef ekki skorað þrennu áður. Ég hafði bara gefið tvær stoðsendingar og skorað eitt mark. Ég spilaði minna með FC Kaupmannahöfn fyrri part ársins þannig að ég hafði ekki skorað í keppnisleik á þessu ári. Þetta eru tómatsósuáhrifin; það kom allt í einni bunu. Þetta var áhugavert. Að hafa ekki skorað á árinu en gera svo þrennu í einum leik var mjög skemmtilegt,“ sagði Ísak. Ísak fagnar eftir að hafa jafnað í 3-3 gegn Unterhaching.getty/Matthias Balk Hann setur leikinn hiklaust ofarlega á lista yfir þá eftirminnilegustu á ferlinum. „Leikirnir þegar maður vinnur titla eru eftirminnilegir og liðið skiptir alltaf mestu máli. Ég hef alltaf verið meira fyrir að leggja upp en að skora þrennu er eitthvað sem maður gerir ekki á hverjum degi,“ sagði Ísak sem var fljótur að næla sér í minjagrip um leikinn. „Ég rændi boltanum því maður þarf að muna eftir þessu. Ég er ekki þekktur fyrir að skora, frekar fyrir að leggja upp. Þetta var mjög eftirminnilegur dagur og ég mun seint gleyma honum,“ sagði Ísak. Þýski boltinn Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Dusseldorf, sem er í 2. sæti þýsku B-deildarinnar, lenti 0-2 undir gegn Unterhaching sem er í 10. sæti C-deildarinnar. En þá tók Ísak til sinna ráða. Hann kom inn á sem varamaður í hálfleik og á 65. mínútu lagði hann upp mark fyrir Felix Klaus. Mínútu seinna snerist dæmið við og Klaus lagði upp mark fyrir Ísak. Unterhaching náði forystunni á ný á 71. mínútu en sjö mínútum síðar jafnaði Ísak aftur. Staðan eftir venjulegan leiktíma var jöfn, 3-3, og því þurfti að framlengja. Í framlengingunni voru gestirnir frá Düsseldorf sterkari aðilinn. Ísak skoraði fjórða mark liðsins og þriðja mark sitt í upphafi seinni hálfleiks framlengingarinnar og Christos Tzolis og Dennis Jastrzembski bættu svo við mörkum áður en yfir lauk. Lokatölur 3-6, Düsseldorf í vil. Undirbúningur Ísaks fyrir þennan ótrúlega leik var ekki ákjósanlegur. „Ég lenti í veikindum í vikunni og það var skynsamlegast að byrja með mig á bekknum,“ sagði Skagamaðurinn í samtali við Vísi í gær. „Mér datt ekki í hug að ég myndi skora fyrstu þrennuna mína og leggja upp mark til viðbótar. Þetta var mjög eftirminnilegt kvöld.“ Hafði ekki skorað í ár Ísak var búinn að bíða lengi eftir marki og þegar það kom loksins fylgdu tvö í kjölfarið. „Ég hef ekki skorað þrennu áður. Ég hafði bara gefið tvær stoðsendingar og skorað eitt mark. Ég spilaði minna með FC Kaupmannahöfn fyrri part ársins þannig að ég hafði ekki skorað í keppnisleik á þessu ári. Þetta eru tómatsósuáhrifin; það kom allt í einni bunu. Þetta var áhugavert. Að hafa ekki skorað á árinu en gera svo þrennu í einum leik var mjög skemmtilegt,“ sagði Ísak. Ísak fagnar eftir að hafa jafnað í 3-3 gegn Unterhaching.getty/Matthias Balk Hann setur leikinn hiklaust ofarlega á lista yfir þá eftirminnilegustu á ferlinum. „Leikirnir þegar maður vinnur titla eru eftirminnilegir og liðið skiptir alltaf mestu máli. Ég hef alltaf verið meira fyrir að leggja upp en að skora þrennu er eitthvað sem maður gerir ekki á hverjum degi,“ sagði Ísak sem var fljótur að næla sér í minjagrip um leikinn. „Ég rændi boltanum því maður þarf að muna eftir þessu. Ég er ekki þekktur fyrir að skora, frekar fyrir að leggja upp. Þetta var mjög eftirminnilegur dagur og ég mun seint gleyma honum,“ sagði Ísak.
Þýski boltinn Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn