Slítur þingi og boðar til nýrra kosninga Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2023 14:58 Aleksandar Vucic, forseti Serbíu. AP/Darko Vojinovic Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, hefur slitið þingi og boðað til nýrra kosninga sem halda á þann 17. desember. Með þessu er Vucic sagður vilja tryggja yfirráð sín en mikill spenna ríkir í kringum Serbíu í tengslum við málefni Kósovó. Vucic tryggði sér sitt annað fimm ára kjörtímabil í fyrra. Næstu forsetakosningar verða samhliða sveitarstjórnarkosningum „Við lifum á tímum þar sem nauðsynlegt er að við séum sameinuðu í baráttu okkar fyrir hagsmunum Serbíu,“ sagði Vucic í ávarpi. Hann sagði Serba undir miklu álagi, bæði vegna afstöðu þeirra til Kósovó og vegna annarra málefna. Þá sagði hann mikilvægt fyrir Serba að tryggja frið, stöðugleika og samstöðu. Forsetinn og flokkurinn SNS, sem hann stjórnaði þar til í maí, hafa setið undir ásökunum um einræðistilburði, að grafa undan frjálsum fjölmiðlum, kosningasvindl, ofbeldi gegn stjórnarandstöðu, spillingu og tengslum við skipulagða glæpastarfsemi. Reuters hefur eftir sérfræðingum að nýjar kosningar og óstarfhæft þing muni gefa Vucic tíma til að takast á við sjálfstætt Kósóvó, ríki sem Serbar telja tilheyra þeim. Kósóvó lýsti yfir sjálfstæði frá Serbíu árið 2008 eftir uppreisn skæruliða og inngrip NATÓ árið 1999. Serbar hafa þrýst verulega á yfirvöld í Kósovó að undanförnu. Mikill spenna skapaðist á svæðinu í september þegar fjórir létust í skotárás í klaustri í Kósovó, nærri landamærum Serbíu. Þar kom til skotbardaga milli mannanna og lögregluþjóna. Serbar sendu töluvert af herliði að landamærum ríkjanna. Sjá einnig: Krefjast þess að serbneski herinn hörfi frá landamærum Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er á ferðalagi um Balkanskaga en Serbar vilja inngöngu í sambandið. Hún sagði í gær að eitt af skilyrðum fyrir inngöngu væri að Serbía og Kósovó ættu í eðlilegum pólitískum samskiptum. Aleksandar Vucic og Ursula Von der Leyen funduðu í gær.AP/Darko Vojinovic Segir að draga þurfi línu í sandinn Í samtali við Guardian segir hollenskur evrópuþingmaður að draga verði línuna í sandinn, hvað varði Serbíu. Vucic neiti að viðurkenna Kósovó og neiti að taka skref í átt að viðurkenningu. Þá hafi hann sagt við Ursulu Von der Leyen að hann sé stoltur af því að viðurkenna ekki sjálfstæði Kósovó. Nú ætli hann að taka höndum saman við far hægri þjóðernissinna í komandi kosningum. Þingmaðurinn Thijs Reuten sagði Vucic ekki geta haldið áfram að vera vinveittur Rússlandi, bera ábyrgð á óstöðugleika í nágrannaríkjum Serbíu, leyfa og styðja aðgerðir sem grafi undan stöðugleika og á sama tíma tala um vilja til að ganga í Evrópusambandið og fá milljarða evra í stuðning frá bandalaginu. Reuten vísaði einnig til þess að sem yfirmaður nefndar ESB um framkvæmd kosninga hafi hann og samstarfsmenn hans séð í síðustu forsetakosningum Serbíu að frambjóðendur hefðu ekki notið sömu aðstæðna, sérstaklega hvað varði fjölmiðlaumfjöllum. Hann segir Vucic einungis hafa boðað til nýrra kosninga til að tryggja stöðu sína. Serbía Evrópusambandið Kósovó Tengdar fréttir Fjórir látnir eftir umsátur í Kósovó Fjórir eru látnir eftir að hópur vopnaðra manna girti sig af í klaustri í Kósovó, nærri landamærunum að Serbíu, í dag. Umsátursástand myndaðist og kom til fjölda skotbardaga milli mannanna og kósovósks lögregluliðs. 24. september 2023 23:46 NATO sendir fleiri hermenn til Kósovó vegna óróa Um sjö hundruð hermenn á vegum Atlantshafsbandalagsins verða sendir til Kósovó og önnur liðsveit sett í viðbragðsstöðu vegna vaxandi óróa þar á undanförnum dögum. Tugir NATO-hermanna og heimamanna særðust í átökum í norðanverðu Kósovó á öðrum degi hvítasunnu. 31. maí 2023 15:56 Forsetinn segir af sér sem flokksformaður vegna ólgu Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, hefur sagt af sér formennsku Framfaraflokksins í skugga mikilla mótmæla. Varnarmálaráðherrann Milos Vucevic tekur við formennskunni að ósk Vucic. 27. maí 2023 15:00 Vucic og flokkur hans með örugga sigra í Serbíu Útgönguspár benda til að Aleksandar Vucic Serbíuforseti og Framfaraflokkur hans hafi unnið örugga sigra í forseta- og þingkosningum sem fram fóru í Serbíu um helgina. 4. apríl 2022 14:51 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Vucic tryggði sér sitt annað fimm ára kjörtímabil í fyrra. Næstu forsetakosningar verða samhliða sveitarstjórnarkosningum „Við lifum á tímum þar sem nauðsynlegt er að við séum sameinuðu í baráttu okkar fyrir hagsmunum Serbíu,“ sagði Vucic í ávarpi. Hann sagði Serba undir miklu álagi, bæði vegna afstöðu þeirra til Kósovó og vegna annarra málefna. Þá sagði hann mikilvægt fyrir Serba að tryggja frið, stöðugleika og samstöðu. Forsetinn og flokkurinn SNS, sem hann stjórnaði þar til í maí, hafa setið undir ásökunum um einræðistilburði, að grafa undan frjálsum fjölmiðlum, kosningasvindl, ofbeldi gegn stjórnarandstöðu, spillingu og tengslum við skipulagða glæpastarfsemi. Reuters hefur eftir sérfræðingum að nýjar kosningar og óstarfhæft þing muni gefa Vucic tíma til að takast á við sjálfstætt Kósóvó, ríki sem Serbar telja tilheyra þeim. Kósóvó lýsti yfir sjálfstæði frá Serbíu árið 2008 eftir uppreisn skæruliða og inngrip NATÓ árið 1999. Serbar hafa þrýst verulega á yfirvöld í Kósovó að undanförnu. Mikill spenna skapaðist á svæðinu í september þegar fjórir létust í skotárás í klaustri í Kósovó, nærri landamærum Serbíu. Þar kom til skotbardaga milli mannanna og lögregluþjóna. Serbar sendu töluvert af herliði að landamærum ríkjanna. Sjá einnig: Krefjast þess að serbneski herinn hörfi frá landamærum Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er á ferðalagi um Balkanskaga en Serbar vilja inngöngu í sambandið. Hún sagði í gær að eitt af skilyrðum fyrir inngöngu væri að Serbía og Kósovó ættu í eðlilegum pólitískum samskiptum. Aleksandar Vucic og Ursula Von der Leyen funduðu í gær.AP/Darko Vojinovic Segir að draga þurfi línu í sandinn Í samtali við Guardian segir hollenskur evrópuþingmaður að draga verði línuna í sandinn, hvað varði Serbíu. Vucic neiti að viðurkenna Kósovó og neiti að taka skref í átt að viðurkenningu. Þá hafi hann sagt við Ursulu Von der Leyen að hann sé stoltur af því að viðurkenna ekki sjálfstæði Kósovó. Nú ætli hann að taka höndum saman við far hægri þjóðernissinna í komandi kosningum. Þingmaðurinn Thijs Reuten sagði Vucic ekki geta haldið áfram að vera vinveittur Rússlandi, bera ábyrgð á óstöðugleika í nágrannaríkjum Serbíu, leyfa og styðja aðgerðir sem grafi undan stöðugleika og á sama tíma tala um vilja til að ganga í Evrópusambandið og fá milljarða evra í stuðning frá bandalaginu. Reuten vísaði einnig til þess að sem yfirmaður nefndar ESB um framkvæmd kosninga hafi hann og samstarfsmenn hans séð í síðustu forsetakosningum Serbíu að frambjóðendur hefðu ekki notið sömu aðstæðna, sérstaklega hvað varði fjölmiðlaumfjöllum. Hann segir Vucic einungis hafa boðað til nýrra kosninga til að tryggja stöðu sína.
Serbía Evrópusambandið Kósovó Tengdar fréttir Fjórir látnir eftir umsátur í Kósovó Fjórir eru látnir eftir að hópur vopnaðra manna girti sig af í klaustri í Kósovó, nærri landamærunum að Serbíu, í dag. Umsátursástand myndaðist og kom til fjölda skotbardaga milli mannanna og kósovósks lögregluliðs. 24. september 2023 23:46 NATO sendir fleiri hermenn til Kósovó vegna óróa Um sjö hundruð hermenn á vegum Atlantshafsbandalagsins verða sendir til Kósovó og önnur liðsveit sett í viðbragðsstöðu vegna vaxandi óróa þar á undanförnum dögum. Tugir NATO-hermanna og heimamanna særðust í átökum í norðanverðu Kósovó á öðrum degi hvítasunnu. 31. maí 2023 15:56 Forsetinn segir af sér sem flokksformaður vegna ólgu Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, hefur sagt af sér formennsku Framfaraflokksins í skugga mikilla mótmæla. Varnarmálaráðherrann Milos Vucevic tekur við formennskunni að ósk Vucic. 27. maí 2023 15:00 Vucic og flokkur hans með örugga sigra í Serbíu Útgönguspár benda til að Aleksandar Vucic Serbíuforseti og Framfaraflokkur hans hafi unnið örugga sigra í forseta- og þingkosningum sem fram fóru í Serbíu um helgina. 4. apríl 2022 14:51 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Fjórir látnir eftir umsátur í Kósovó Fjórir eru látnir eftir að hópur vopnaðra manna girti sig af í klaustri í Kósovó, nærri landamærunum að Serbíu, í dag. Umsátursástand myndaðist og kom til fjölda skotbardaga milli mannanna og kósovósks lögregluliðs. 24. september 2023 23:46
NATO sendir fleiri hermenn til Kósovó vegna óróa Um sjö hundruð hermenn á vegum Atlantshafsbandalagsins verða sendir til Kósovó og önnur liðsveit sett í viðbragðsstöðu vegna vaxandi óróa þar á undanförnum dögum. Tugir NATO-hermanna og heimamanna særðust í átökum í norðanverðu Kósovó á öðrum degi hvítasunnu. 31. maí 2023 15:56
Forsetinn segir af sér sem flokksformaður vegna ólgu Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, hefur sagt af sér formennsku Framfaraflokksins í skugga mikilla mótmæla. Varnarmálaráðherrann Milos Vucevic tekur við formennskunni að ósk Vucic. 27. maí 2023 15:00
Vucic og flokkur hans með örugga sigra í Serbíu Útgönguspár benda til að Aleksandar Vucic Serbíuforseti og Framfaraflokkur hans hafi unnið örugga sigra í forseta- og þingkosningum sem fram fóru í Serbíu um helgina. 4. apríl 2022 14:51
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent