Borgin hætti við að láta reyna á blöðruboltamál fyrir Hæstarétti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. nóvember 2023 16:58 Borgarlögmaður féll frá áfrýjuninni daginn áður en málflutningur átti að fara fram. GETTY/MATT MCCLAIN Borgarlögmaður féll frá áfrýjun í skaðabótamáli fyrrverandi leikskólakennara, sem slasaðist í hópefli starfsmanna, daginn áður en málflutningur átti að vera fyrir Hæstarétti. Lögmaður kennarans segir ákvörðun borgarlögmanns hafa komið sér mjög á óvart. Slysið varð í september 2016 í skemmtidagskrá á vegum starfsmannafélags leikskólans þegar starfsmenn spiluðu svokallaðan blöðrubolta. Samstarfsmaður konunnar hljóp á hana þannig að hún datt illa, sleit krossband og hluta af innra hliðarbandi á vinstra hné. Kennarinn var óvinnufær í tvo mánuði á eftir og er varanleg örorka hennar metin fimmtán prósent. Hæstiréttur samþykkti í mars síðastliðnum áfrýjunarbeiðni Reykjavíkurborgar en deilt var um hvort slysið hafi átt sér stað á vinnutíma eða í frítíma. Borgin leitaði til Hæstaréttar eftir að Landsréttur dæmdi borgina til að greiða konunni skaðabætur eins og um væri að ræða vinnuslys. Landsréttur hafði áður sýknað borgina en einn dómara við Landsrétt var síðar talinn vanhæfur vegna þess að hann var borgarlögmaður þegar slysið var tilkynnt til embættisins. Málið rataði á sínum tíma til Hæstaréttar og aftur til Landsréttar. „Það kom mér mjög mikið á óvart að borgarlögmaður skyldi falla frá þessu, sérstaklega af því að það var í lok vinnudags daginn áður en málflutningur átti að fara fram fyrir Hæstarétti,“ segir Agnar Þór Guðmundsson, lögmaður leikskólakennarans, en málið átti að taka fyrir 25. október síðastliðinn. Agnar segir engar skýringar hafa borist frá borgarlögmanni um ákvörðun sína en í aðdraganda þess hafi Hæstiréttur verið búinn að beina spurningum til aðila málsins sem rétturinn óskaði svara við. Agnar Þór Guðmundsson, lögmaður, segir ákvörðun borgarlögmanns um að falla frá málinu hafa komið á óvart.Vísir „Það var búið að afla svara við þessum spurningum og þá vildi hann fá frekari svör við ákveðnum spurningum, sem var aflað svara við. Í kjölfarið virðist borgarlögmaður hafa metið það sem svo að Hæstiréttur væri ekki að fara að bæta neinu við dóm Landsréttar og falla frá áfrýjun í málinu. Með því stendur dómur Landsréttar.“ Er þetta fordæmisgefandi? „Þar sem dómur Landsréttar, sem flokkar þetta sem vinnuslys, stendur í málinu er hægt að horfa til þess ef upp koma sambærileg tilvik,“ segir Agnar. Hann fagnar niðurstöðunni. „Umbjóðandi minn hélt alan tímann fram að þetta væri vinnuslys enda gerðist þetta á vinnutíma á vinnustað en borgarlögmaður var ekki sammála því. Auðvitað gleðst ég fyrir hennar hönd og er sjálfur ánægður með þessa niðurstöðu.“ Dómsmál Reykjavík Vinnuslys Leikskólar Tengdar fréttir Taka fyrir deilu um hvenær starfsmenn séu í vinnunni og hvenær ekki Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni Reykjavíkurborgar í skaðabótamáli fyrrverandi leikskólakennara sem slasaðist í hópefli starfsmanna þar sem þeir voru að leika sér í svokölluðum blöðruboltum. Í málinu er deilt um hvort slysið hafi átt sér stað á vinnutíma eða í frítíma. 30. mars 2023 15:31 Landsréttur sneri sýknu vanhæfa dómarans við Landsréttur hefur dæmt Reykjavíkurborg til að greiða fyrrverandi starfsmanni skaðabætur vegna blöðruboltaslyss. Landsréttur hafði áður sýknað borgina en einn dómara við Landsrétt var talinn vanhæfur vegna þess að hann var borgarlögmaður þegar slysið var tilkynnt til embættisins. Málið rataði til Hæstaréttar og svo aftur til Landsréttar, sem hefur nú komist að annarri niðurstöðu. 28. janúar 2023 23:01 Dómari sem sýknaði borgina vegna blöðruboltaslyss talinn vanhæfur Hæstiréttur ómerkti dóm Landsréttar í máli leikskólakennara gegn Reykjavíkurborg vegna blöðruboltaslyss í dag. Einn dómaranna við Landsrétt sem sýknaði borgina var talinn vanhæfur vegna þess að hann var borgarlögmaður þegar slysið var tilkynnt til embættisins. 16. nóvember 2022 17:55 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Fleiri fréttir Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Sjá meira
Slysið varð í september 2016 í skemmtidagskrá á vegum starfsmannafélags leikskólans þegar starfsmenn spiluðu svokallaðan blöðrubolta. Samstarfsmaður konunnar hljóp á hana þannig að hún datt illa, sleit krossband og hluta af innra hliðarbandi á vinstra hné. Kennarinn var óvinnufær í tvo mánuði á eftir og er varanleg örorka hennar metin fimmtán prósent. Hæstiréttur samþykkti í mars síðastliðnum áfrýjunarbeiðni Reykjavíkurborgar en deilt var um hvort slysið hafi átt sér stað á vinnutíma eða í frítíma. Borgin leitaði til Hæstaréttar eftir að Landsréttur dæmdi borgina til að greiða konunni skaðabætur eins og um væri að ræða vinnuslys. Landsréttur hafði áður sýknað borgina en einn dómara við Landsrétt var síðar talinn vanhæfur vegna þess að hann var borgarlögmaður þegar slysið var tilkynnt til embættisins. Málið rataði á sínum tíma til Hæstaréttar og aftur til Landsréttar. „Það kom mér mjög mikið á óvart að borgarlögmaður skyldi falla frá þessu, sérstaklega af því að það var í lok vinnudags daginn áður en málflutningur átti að fara fram fyrir Hæstarétti,“ segir Agnar Þór Guðmundsson, lögmaður leikskólakennarans, en málið átti að taka fyrir 25. október síðastliðinn. Agnar segir engar skýringar hafa borist frá borgarlögmanni um ákvörðun sína en í aðdraganda þess hafi Hæstiréttur verið búinn að beina spurningum til aðila málsins sem rétturinn óskaði svara við. Agnar Þór Guðmundsson, lögmaður, segir ákvörðun borgarlögmanns um að falla frá málinu hafa komið á óvart.Vísir „Það var búið að afla svara við þessum spurningum og þá vildi hann fá frekari svör við ákveðnum spurningum, sem var aflað svara við. Í kjölfarið virðist borgarlögmaður hafa metið það sem svo að Hæstiréttur væri ekki að fara að bæta neinu við dóm Landsréttar og falla frá áfrýjun í málinu. Með því stendur dómur Landsréttar.“ Er þetta fordæmisgefandi? „Þar sem dómur Landsréttar, sem flokkar þetta sem vinnuslys, stendur í málinu er hægt að horfa til þess ef upp koma sambærileg tilvik,“ segir Agnar. Hann fagnar niðurstöðunni. „Umbjóðandi minn hélt alan tímann fram að þetta væri vinnuslys enda gerðist þetta á vinnutíma á vinnustað en borgarlögmaður var ekki sammála því. Auðvitað gleðst ég fyrir hennar hönd og er sjálfur ánægður með þessa niðurstöðu.“
Dómsmál Reykjavík Vinnuslys Leikskólar Tengdar fréttir Taka fyrir deilu um hvenær starfsmenn séu í vinnunni og hvenær ekki Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni Reykjavíkurborgar í skaðabótamáli fyrrverandi leikskólakennara sem slasaðist í hópefli starfsmanna þar sem þeir voru að leika sér í svokölluðum blöðruboltum. Í málinu er deilt um hvort slysið hafi átt sér stað á vinnutíma eða í frítíma. 30. mars 2023 15:31 Landsréttur sneri sýknu vanhæfa dómarans við Landsréttur hefur dæmt Reykjavíkurborg til að greiða fyrrverandi starfsmanni skaðabætur vegna blöðruboltaslyss. Landsréttur hafði áður sýknað borgina en einn dómara við Landsrétt var talinn vanhæfur vegna þess að hann var borgarlögmaður þegar slysið var tilkynnt til embættisins. Málið rataði til Hæstaréttar og svo aftur til Landsréttar, sem hefur nú komist að annarri niðurstöðu. 28. janúar 2023 23:01 Dómari sem sýknaði borgina vegna blöðruboltaslyss talinn vanhæfur Hæstiréttur ómerkti dóm Landsréttar í máli leikskólakennara gegn Reykjavíkurborg vegna blöðruboltaslyss í dag. Einn dómaranna við Landsrétt sem sýknaði borgina var talinn vanhæfur vegna þess að hann var borgarlögmaður þegar slysið var tilkynnt til embættisins. 16. nóvember 2022 17:55 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Fleiri fréttir Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Sjá meira
Taka fyrir deilu um hvenær starfsmenn séu í vinnunni og hvenær ekki Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni Reykjavíkurborgar í skaðabótamáli fyrrverandi leikskólakennara sem slasaðist í hópefli starfsmanna þar sem þeir voru að leika sér í svokölluðum blöðruboltum. Í málinu er deilt um hvort slysið hafi átt sér stað á vinnutíma eða í frítíma. 30. mars 2023 15:31
Landsréttur sneri sýknu vanhæfa dómarans við Landsréttur hefur dæmt Reykjavíkurborg til að greiða fyrrverandi starfsmanni skaðabætur vegna blöðruboltaslyss. Landsréttur hafði áður sýknað borgina en einn dómara við Landsrétt var talinn vanhæfur vegna þess að hann var borgarlögmaður þegar slysið var tilkynnt til embættisins. Málið rataði til Hæstaréttar og svo aftur til Landsréttar, sem hefur nú komist að annarri niðurstöðu. 28. janúar 2023 23:01
Dómari sem sýknaði borgina vegna blöðruboltaslyss talinn vanhæfur Hæstiréttur ómerkti dóm Landsréttar í máli leikskólakennara gegn Reykjavíkurborg vegna blöðruboltaslyss í dag. Einn dómaranna við Landsrétt sem sýknaði borgina var talinn vanhæfur vegna þess að hann var borgarlögmaður þegar slysið var tilkynnt til embættisins. 16. nóvember 2022 17:55
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu