Alexander á leið í grill til Arons Einars þegar hann lendir í Katar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2023 08:00 Alexander Petersson og Aron Einar Gunnarsson hafa báðir gefið íslensku landsliðunum í handbolta og fótbolta mikið. Samsett/Diego&Hulda Margrét Handboltamaðurinn Alexander Petersson leikur næsta mánuðinn með Al Arabi í Katar en Valsmenn hafa lánað leikmanninn út nóvember. Hann er líka í stóra hóp íslenska landsliðsins fyrir EM í Þýskalandi í janúar. Alexander, sem er orðinn 43 ára gamall, mun spila með katarska liðinu í Meistarabikar Evrópu. Hann lagði skóna upphaflega á hilluna árið 2022 eftir farsælan atvinnumanna- og landsliðsferil. Hann reif þá aftur fram í sumar og hefur spilað með Val í Olís deild karla það sem af er þessu tímabili. Alexander hefur skorað 22 mörk í 8 leikjum en Valsmenn eru á toppnum í Olís deildinni. Gamli liðsfélaginn hringdi „Þetta kom svolítið óvænt upp. Hann Gintaras Savukynas spilaði með mér á Íslandi fyrir tuttugu árum og hann hringdi í mig. Hann er þjálfari Al Arabi liðsins núna og hann spurði mig hvort ég gæti hjálpað þeim í þessari keppni,“ sagði Alexander Petersson í samtali við Stefán Árna Pálsson. Alexander gæti spilað allt að sjö leiki með Al Arabi í nóvember. „Þarna koma saman bestu liðin frá Asíu og þetta er mjög spennandi,“ sagði Alexander. En er Al Arabi liðið gott lið? Ætla að kaupa fleiri leikmenn „Já, ég vona það. Gintaras sagði að þeir séu að kaupa nokkra leikmenn í viðbót og að þeir stefni á það að vinna þetta mót,“ sagði Alexander. Hvernig finnst Alexander það að vera kominn aftur í handboltann eftir að hafa hætt við að hætta? „Það er mjög skemmtilegt að komast aftur í klefann og fá boltann í hendurnar,“ sagði Alexander en er hann að fá mikla peninga fyrir að fara til Katar? „Þetta snýst ekki bara um pening en ég að fá ágætis pening miðað við það að vera 43 ára,“ sagði Alexander. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er leikmaður fótboltaliðs Al Arabi. Hefur Alexander eitthvað heyrt í honum? Aron Einar sendi honum skilaboð „Hann sendi mér strax skilaboð á Instagram og sagði að ef að það væru einhverjar spurningar eða ef mig vantaði hjálp þá ætti ég bara að láta hann vita. Hann skrifaði mér síðan til baka og var að bjóða mér í grill. Það er bara spennandi að fara út í svona óvissu,“ sagði Alexander. Alexander spilaði í mörg ár með íslenska landsliðinu. Íslenska liðið tekur þátt á EM í Þýskalandi í byrjun næsta árs en gefur Alexander kost á sér í landsliðið? „Ég hitti Snorra í Valsheimilinu og hann sagði að hann myndi setja mig í 35 manna hópinn. Maður veit aldrei hvað gerist. Ég hefði aldrei búist við því að fara til Katar 43 ára,“ sagði Alexander. Olís-deild karla Katar Valur Katarski boltinn Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira
Alexander, sem er orðinn 43 ára gamall, mun spila með katarska liðinu í Meistarabikar Evrópu. Hann lagði skóna upphaflega á hilluna árið 2022 eftir farsælan atvinnumanna- og landsliðsferil. Hann reif þá aftur fram í sumar og hefur spilað með Val í Olís deild karla það sem af er þessu tímabili. Alexander hefur skorað 22 mörk í 8 leikjum en Valsmenn eru á toppnum í Olís deildinni. Gamli liðsfélaginn hringdi „Þetta kom svolítið óvænt upp. Hann Gintaras Savukynas spilaði með mér á Íslandi fyrir tuttugu árum og hann hringdi í mig. Hann er þjálfari Al Arabi liðsins núna og hann spurði mig hvort ég gæti hjálpað þeim í þessari keppni,“ sagði Alexander Petersson í samtali við Stefán Árna Pálsson. Alexander gæti spilað allt að sjö leiki með Al Arabi í nóvember. „Þarna koma saman bestu liðin frá Asíu og þetta er mjög spennandi,“ sagði Alexander. En er Al Arabi liðið gott lið? Ætla að kaupa fleiri leikmenn „Já, ég vona það. Gintaras sagði að þeir séu að kaupa nokkra leikmenn í viðbót og að þeir stefni á það að vinna þetta mót,“ sagði Alexander. Hvernig finnst Alexander það að vera kominn aftur í handboltann eftir að hafa hætt við að hætta? „Það er mjög skemmtilegt að komast aftur í klefann og fá boltann í hendurnar,“ sagði Alexander en er hann að fá mikla peninga fyrir að fara til Katar? „Þetta snýst ekki bara um pening en ég að fá ágætis pening miðað við það að vera 43 ára,“ sagði Alexander. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er leikmaður fótboltaliðs Al Arabi. Hefur Alexander eitthvað heyrt í honum? Aron Einar sendi honum skilaboð „Hann sendi mér strax skilaboð á Instagram og sagði að ef að það væru einhverjar spurningar eða ef mig vantaði hjálp þá ætti ég bara að láta hann vita. Hann skrifaði mér síðan til baka og var að bjóða mér í grill. Það er bara spennandi að fara út í svona óvissu,“ sagði Alexander. Alexander spilaði í mörg ár með íslenska landsliðinu. Íslenska liðið tekur þátt á EM í Þýskalandi í byrjun næsta árs en gefur Alexander kost á sér í landsliðið? „Ég hitti Snorra í Valsheimilinu og hann sagði að hann myndi setja mig í 35 manna hópinn. Maður veit aldrei hvað gerist. Ég hefði aldrei búist við því að fara til Katar 43 ára,“ sagði Alexander.
Olís-deild karla Katar Valur Katarski boltinn Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira