Fjórðungur umsækjenda um iðnnám fær synjun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. nóvember 2023 08:20 Iðnaðarmenn hafa þungar áhyggjur af því hve fáir hafa skráð sig í iðnnám síðustu ár. Vísir/vilhelm Af þeim 2.460 sem sóttu um að komast í iðnnám í haust var 556 hafnað. Samtök iðnaðarins segja nauðsynlegt að fjölga plássum en það hafi ekki gerst þrátt fyrir aukna aðsókn. Frá þessu greinir Morgunblaðið. „Undanfarin ár hefur um 600-1.000 nemendum verið vísað frá iðnnámi samanlagt á haust- og vorönn vegna þess að iðnnámsskólarnir hafa ekki getað tekið við nema hluta nemenda. Samhliða aukinni aðsókn í námið hefur hlutfall þeirra sem er hafnað aukist. Það hefur ekki tekist að fylgja auknum áhuga og aðsókn með nægjanlegur framboði af nemaplássum. Að mati SI er þetta mjög slæm þróun þar sem á sama tíma og verulegur skortur er á fagmenntuðu vinnuafli komast færri að í iðnnám en vilja,“ segir í greiningu Samtaka iðnaðarins, sem fjallað verður um á mannvirkjaþingi SI í dag. Í greiningunni segir að metfjöldi, 2.940 einstaklingar, hafi útskrifast úr iðnnámi á síðustu þremur skólaárum. Brautskráðum hafi fjölgað um 70 prósent síðustu fimm ár. Enn sé þó skortur á iðnmenntuðu starfsfólki og meðalaldur í sumum greinum hár. Í greiningunni segir að tryggja þurfi verk- og starfsmenntaskólum fjármagn og auka áherslu á iðnám um allt land. Þá mætti skoða möguleika á borð við kvöldnám til að koma til móts við fólk á öllum aldri. „Fólk sækir í það nám sem er í boði í sinni heimabyggð. Skólar gætu nýtt fyrirtæki meira í kennslu þar sem þau eru í flestum tilvikum miklu betur tækjum búin en skólarnir sjálfir. Einnig mætti huga að auknu samstarfi milli skóla og tækifæri til að innleiða nýja menntatækni og nýta fjarkennslu eða dreifnám til að gera nemendum kleift að stunda nám í heimabyggð.“ Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Frá þessu greinir Morgunblaðið. „Undanfarin ár hefur um 600-1.000 nemendum verið vísað frá iðnnámi samanlagt á haust- og vorönn vegna þess að iðnnámsskólarnir hafa ekki getað tekið við nema hluta nemenda. Samhliða aukinni aðsókn í námið hefur hlutfall þeirra sem er hafnað aukist. Það hefur ekki tekist að fylgja auknum áhuga og aðsókn með nægjanlegur framboði af nemaplássum. Að mati SI er þetta mjög slæm þróun þar sem á sama tíma og verulegur skortur er á fagmenntuðu vinnuafli komast færri að í iðnnám en vilja,“ segir í greiningu Samtaka iðnaðarins, sem fjallað verður um á mannvirkjaþingi SI í dag. Í greiningunni segir að metfjöldi, 2.940 einstaklingar, hafi útskrifast úr iðnnámi á síðustu þremur skólaárum. Brautskráðum hafi fjölgað um 70 prósent síðustu fimm ár. Enn sé þó skortur á iðnmenntuðu starfsfólki og meðalaldur í sumum greinum hár. Í greiningunni segir að tryggja þurfi verk- og starfsmenntaskólum fjármagn og auka áherslu á iðnám um allt land. Þá mætti skoða möguleika á borð við kvöldnám til að koma til móts við fólk á öllum aldri. „Fólk sækir í það nám sem er í boði í sinni heimabyggð. Skólar gætu nýtt fyrirtæki meira í kennslu þar sem þau eru í flestum tilvikum miklu betur tækjum búin en skólarnir sjálfir. Einnig mætti huga að auknu samstarfi milli skóla og tækifæri til að innleiða nýja menntatækni og nýta fjarkennslu eða dreifnám til að gera nemendum kleift að stunda nám í heimabyggð.“
Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira