„Geri ráð fyrir að við leggjum meiri áherslu á hraðaupphlaup en áður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. nóvember 2023 13:58 Bjarki Már Elísson segist vera kominn á gott ról eftir meiðsli. vísir/sigurjón Bjarki Már Elísson er kominn aftur á ferðina eftir að hafa gengist undir aðgerð. Hann hlakkar til fyrstu leikjanna undir stjórn nýs landsliðsþjálfara. „Það er erfitt að segja, ég veit það ekki alveg,“ sagði Bjarki aðspurður við hverju hann byggist á fyrstu dögunum í landsliðinu með nýjum þjálfara, Snorra Steini Guðjónssyni. „Stemmingu og það er alltaf gaman að hitta hópinn. Ég veit svo sem ekkert hvernig æfingarnar verða en ég veit bara að það er spenna í hópnum fyrir því sem koma skal. Vonandi verður þetta gaman og við getum átt tvo góða leiki.“ Ísland mætir Færeyjum í tveimur vináttulandsleikjum á morgun og hinn. Landsliðið hittist svo ekkert aftur fyrr en rétt fyrir næsta stórmót, EM í Þýskalandi. Vonandi koma góðir hlutir frá Snorra „Það er svo sem gömul saga og ný að þú hefur aldrei mikinn tíma í landsliðsbolta en við þekkjum hvorn annan vel. Það vinnur með okkur. Þetta er búinn að vera sami kjarninn í nokkur ár og vonandi koma bara góðir hlutir frá Snorra ofan á það. Ég er bjartsýnn,“ sagði Bjarki. „Ég vil að við vinnum áfram í öllum atriðum leiksins, smyrjum varnarleikinn og ég geri ráð fyrir að við leggjum meiri áherslu á hraðaupphlaup en áður.“ Bjartsýnn fyrir hvert mót Bjarka finnst ekki vanta mikið upp á hjá landsliðinu til að það geti tekið skref fram á við. „Í rauninni ekki. Næsta skref, hvað er það? Við viljum eiga gott mót og til þess þarf margt að ganga upp. En það getur alveg gerst og ég trúi því fyrir hvert einasta mót að það geti gerst. Það er ekki mikið sem þarf að gerast en eitthvað,“ sagði Bjarki sem er byrjaður að spila aftur með Veszprém í Ungverjalandi eftir að hafa gengist undir aðgerð á hné í sumar. „Staðan á mér er frábær. Ég er orðinn góður. Þetta er eitthvað sem ég þurfti að gera þannig að þetta sé ekki að plaga mig. Ég hef æft á fullu í örugglega tvo mánuði og byrjaði að spila fyrir mánuði þannig ég er góður,“ sagði Bjarki að lokum. Landslið karla í handbolta Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
„Það er erfitt að segja, ég veit það ekki alveg,“ sagði Bjarki aðspurður við hverju hann byggist á fyrstu dögunum í landsliðinu með nýjum þjálfara, Snorra Steini Guðjónssyni. „Stemmingu og það er alltaf gaman að hitta hópinn. Ég veit svo sem ekkert hvernig æfingarnar verða en ég veit bara að það er spenna í hópnum fyrir því sem koma skal. Vonandi verður þetta gaman og við getum átt tvo góða leiki.“ Ísland mætir Færeyjum í tveimur vináttulandsleikjum á morgun og hinn. Landsliðið hittist svo ekkert aftur fyrr en rétt fyrir næsta stórmót, EM í Þýskalandi. Vonandi koma góðir hlutir frá Snorra „Það er svo sem gömul saga og ný að þú hefur aldrei mikinn tíma í landsliðsbolta en við þekkjum hvorn annan vel. Það vinnur með okkur. Þetta er búinn að vera sami kjarninn í nokkur ár og vonandi koma bara góðir hlutir frá Snorra ofan á það. Ég er bjartsýnn,“ sagði Bjarki. „Ég vil að við vinnum áfram í öllum atriðum leiksins, smyrjum varnarleikinn og ég geri ráð fyrir að við leggjum meiri áherslu á hraðaupphlaup en áður.“ Bjartsýnn fyrir hvert mót Bjarka finnst ekki vanta mikið upp á hjá landsliðinu til að það geti tekið skref fram á við. „Í rauninni ekki. Næsta skref, hvað er það? Við viljum eiga gott mót og til þess þarf margt að ganga upp. En það getur alveg gerst og ég trúi því fyrir hvert einasta mót að það geti gerst. Það er ekki mikið sem þarf að gerast en eitthvað,“ sagði Bjarki sem er byrjaður að spila aftur með Veszprém í Ungverjalandi eftir að hafa gengist undir aðgerð á hné í sumar. „Staðan á mér er frábær. Ég er orðinn góður. Þetta er eitthvað sem ég þurfti að gera þannig að þetta sé ekki að plaga mig. Ég hef æft á fullu í örugglega tvo mánuði og byrjaði að spila fyrir mánuði þannig ég er góður,“ sagði Bjarki að lokum.
Landslið karla í handbolta Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira