Sporhundurinn Alma kominn til starfa Lovísa Arnardóttir skrifar 5. nóvember 2023 23:18 Þórir þjálfari og Alma. Þjálfunin tekur um tvö ár. Vísir/Arnar Björgunarsveit Hafnarfjarðar fékk nýlega til liðs við sig sporhundinn Ölmu. Björgunarsveitin hefur verið með sporhunda síðan 1962 Alma er aðeins níu mánaða og telst því enn vera hvolpur. Hún hefur þjálfun sína í næstu viku og lýkur henni eftir um tvö ár. „Núna erum við með hana í umhverfisþjálfun, að þora að vera innan um farartæki og fólk. Svo þegar við byrjum á sporunum sem slíkum gengur þetta út á að láta hana spora og tengja saman lykt frá þeim týnda, við sporið,“ segir Þórir Sigurhansson sporhundaþjálfari hjá björgunarsveitinni. Þórir segir góðan árangur af notkun slíkra hunda við leit. Oft rammi þeir inn svæðið sem gott er að leita á. „Við reynum yfirleitt að byrja með þær ungar og hafa þær þannig að þær komi til landsins ekkert þjálfaðar. Þannig getum við mótað þær eftir okkar eigin höfði.“ Þórir segir hundana nýtast í allt að tíu ár í vinnu en búi áfram hjá björgunarsveitinni eftir það. Þau haldi áfram að sjá um hundana og haldi þeim í þjálfun. „Það er mjög stutt vinnuævi hjá þeim. Í kringum tíu ára aldur höfum við verið að gefa þeim lífeyri.“ Þórir segir alla hunda sem björgunarsveitin hafi verið með hafa verið innflutta, og alla nema einn vera tíkur. Eins og stendur er sveitin með þrjá hunda í vinnu. Alma á eftir að bæta á sig vöðva á meðan þjálfunin fer fram. Vísir/Arnar „Við erum sem sagt með einn sem er rúmlega sjö ára og kominn á seinni stigin. Við erum með eina sem er þriggja ára sem er okkar aðalhundur og svo erum við með hana Ölmu sem á að taka við í framtíðinni.“ Verkefnin eru fjölbreytt hjá hundunum en felast aðallega í því að leita að fólki. Stundum aðstoða þeir þó einnig við verkefni hjá lögreglunni. En fá þeir einhvern tímann frí, svona vinnuhundar? „Nei, þetta er þeirra líf. Þær eru fluttar inn í þetta. Ég er í fullu starfi við að sinna þessum hundum. Bæði að þær fái nóg af hreyfingu, þjálfun til að geta svarað ótrúlega ólíkum verkefnum sem við fáum.“ Björgunarsveitir Hundar Dýr Hafnarfjörður Tengdar fréttir Sporhundurinn Píla þarf að finna leiðina heim til Íslands Björgunarsveit Hafnarfjarðar auglýsir nú eftir ferðafélaga fyrir blóðhundinn Pílu, sem verður næsti sporhundur sveitarinnar. Píla er nú stödd í Alicante á Spáni, en sveitin auglýsir eftir einhverjum sem gæti skráð hana á sig sem farangur í flugi til Íslands þann 10. janúar næstkomandi. 6. desember 2020 14:40 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Sjá meira
Alma er aðeins níu mánaða og telst því enn vera hvolpur. Hún hefur þjálfun sína í næstu viku og lýkur henni eftir um tvö ár. „Núna erum við með hana í umhverfisþjálfun, að þora að vera innan um farartæki og fólk. Svo þegar við byrjum á sporunum sem slíkum gengur þetta út á að láta hana spora og tengja saman lykt frá þeim týnda, við sporið,“ segir Þórir Sigurhansson sporhundaþjálfari hjá björgunarsveitinni. Þórir segir góðan árangur af notkun slíkra hunda við leit. Oft rammi þeir inn svæðið sem gott er að leita á. „Við reynum yfirleitt að byrja með þær ungar og hafa þær þannig að þær komi til landsins ekkert þjálfaðar. Þannig getum við mótað þær eftir okkar eigin höfði.“ Þórir segir hundana nýtast í allt að tíu ár í vinnu en búi áfram hjá björgunarsveitinni eftir það. Þau haldi áfram að sjá um hundana og haldi þeim í þjálfun. „Það er mjög stutt vinnuævi hjá þeim. Í kringum tíu ára aldur höfum við verið að gefa þeim lífeyri.“ Þórir segir alla hunda sem björgunarsveitin hafi verið með hafa verið innflutta, og alla nema einn vera tíkur. Eins og stendur er sveitin með þrjá hunda í vinnu. Alma á eftir að bæta á sig vöðva á meðan þjálfunin fer fram. Vísir/Arnar „Við erum sem sagt með einn sem er rúmlega sjö ára og kominn á seinni stigin. Við erum með eina sem er þriggja ára sem er okkar aðalhundur og svo erum við með hana Ölmu sem á að taka við í framtíðinni.“ Verkefnin eru fjölbreytt hjá hundunum en felast aðallega í því að leita að fólki. Stundum aðstoða þeir þó einnig við verkefni hjá lögreglunni. En fá þeir einhvern tímann frí, svona vinnuhundar? „Nei, þetta er þeirra líf. Þær eru fluttar inn í þetta. Ég er í fullu starfi við að sinna þessum hundum. Bæði að þær fái nóg af hreyfingu, þjálfun til að geta svarað ótrúlega ólíkum verkefnum sem við fáum.“
Björgunarsveitir Hundar Dýr Hafnarfjörður Tengdar fréttir Sporhundurinn Píla þarf að finna leiðina heim til Íslands Björgunarsveit Hafnarfjarðar auglýsir nú eftir ferðafélaga fyrir blóðhundinn Pílu, sem verður næsti sporhundur sveitarinnar. Píla er nú stödd í Alicante á Spáni, en sveitin auglýsir eftir einhverjum sem gæti skráð hana á sig sem farangur í flugi til Íslands þann 10. janúar næstkomandi. 6. desember 2020 14:40 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Sjá meira
Sporhundurinn Píla þarf að finna leiðina heim til Íslands Björgunarsveit Hafnarfjarðar auglýsir nú eftir ferðafélaga fyrir blóðhundinn Pílu, sem verður næsti sporhundur sveitarinnar. Píla er nú stödd í Alicante á Spáni, en sveitin auglýsir eftir einhverjum sem gæti skráð hana á sig sem farangur í flugi til Íslands þann 10. janúar næstkomandi. 6. desember 2020 14:40
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent