Lögregla gefur ekkert upp um þá handteknu Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 2. nóvember 2023 18:47 Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir ekki tímabært að gefa upplýsingar um aðild þeirra sem handteknir voru í tengslum við skotárásina. Vísir/Arnar Þrír hafa verið handteknir vegna skotárásar í fjölbýli í Úlfarsárdal í nótt. Einn særðist en líðan hans er sögð góð eftir atvikum. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu í dag vegna málsins. Lögregla gefur ekki upp hver aðild þeirra handteknu að málinu er. Íbúar fjölbýlishúss vöknuðu á fimmta tímanum í nótt við skothvelli við húsið. Árásarmaðurinn skaut úr byssu og hæfði einn og særði. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að þrír hafi verið handteknir á sjötta tímanum í dag. „Núna fyrir skömmu voru handteknir þrír menn sem eru taldir tengjast þessu máli og þessari skotárás. Það kom fram í tilkynningunni frá okkur í morgun að okkur grunar jafnvel að það séu átök milli einstaklinga í tveimur hópum,“ segir Grímur. Hann vill ekki gefa upp hver aðild hvers og eins hinna handteknu í málinu sé eða hvort einn handtekinna hafi verið skotmaðurinn. Grímur segir að mat lögreglu hafi verið að almenningi hafi ekki stafað bein hætta af árásinni. „Við teljum ekki að það sé um beina hættu að ræða. Við höfum hins vegar áhyggjur af því að þegar hleypt er af skotvopni í íbúðahverfi þá er almenningi hætta búin. Það kemur fram í tilkynningunni okkar í morgun að eitt af þessum skotum sem var hleypt af úr Úlfarsárdal það fór inn í íbúð til fólks alls óviðkomandi þessu máli og það kannski sýnir það hvað við höfum raunverulegar áhyggjur af,“ segir Grímur. Áverkar fórnarlambsins voru ekki mjög miklir, að sögn Gríms, og er líðan hans eftir atvikum góð. Hann hefur nú verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Lögreglumál Reykjavík Skotárás á Silfratjörn Tengdar fréttir Stendur ekki til að lýsa eftir byssumanni Grímur Grímsson segir alvarlegt mál að maður sem hafi hleypt af skotum í íbúðarhverfi gangi laus. Hann telur almenning þó ekki í mikilli hættu. Allt kapp sé lagt á að hafa hendur í hári mannsins. Ekki standi þó til að lýsa eftir honum. 2. nóvember 2023 15:07 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira
Íbúar fjölbýlishúss vöknuðu á fimmta tímanum í nótt við skothvelli við húsið. Árásarmaðurinn skaut úr byssu og hæfði einn og særði. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að þrír hafi verið handteknir á sjötta tímanum í dag. „Núna fyrir skömmu voru handteknir þrír menn sem eru taldir tengjast þessu máli og þessari skotárás. Það kom fram í tilkynningunni frá okkur í morgun að okkur grunar jafnvel að það séu átök milli einstaklinga í tveimur hópum,“ segir Grímur. Hann vill ekki gefa upp hver aðild hvers og eins hinna handteknu í málinu sé eða hvort einn handtekinna hafi verið skotmaðurinn. Grímur segir að mat lögreglu hafi verið að almenningi hafi ekki stafað bein hætta af árásinni. „Við teljum ekki að það sé um beina hættu að ræða. Við höfum hins vegar áhyggjur af því að þegar hleypt er af skotvopni í íbúðahverfi þá er almenningi hætta búin. Það kemur fram í tilkynningunni okkar í morgun að eitt af þessum skotum sem var hleypt af úr Úlfarsárdal það fór inn í íbúð til fólks alls óviðkomandi þessu máli og það kannski sýnir það hvað við höfum raunverulegar áhyggjur af,“ segir Grímur. Áverkar fórnarlambsins voru ekki mjög miklir, að sögn Gríms, og er líðan hans eftir atvikum góð. Hann hefur nú verið útskrifaður af sjúkrahúsi.
Lögreglumál Reykjavík Skotárás á Silfratjörn Tengdar fréttir Stendur ekki til að lýsa eftir byssumanni Grímur Grímsson segir alvarlegt mál að maður sem hafi hleypt af skotum í íbúðarhverfi gangi laus. Hann telur almenning þó ekki í mikilli hættu. Allt kapp sé lagt á að hafa hendur í hári mannsins. Ekki standi þó til að lýsa eftir honum. 2. nóvember 2023 15:07 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira
Stendur ekki til að lýsa eftir byssumanni Grímur Grímsson segir alvarlegt mál að maður sem hafi hleypt af skotum í íbúðarhverfi gangi laus. Hann telur almenning þó ekki í mikilli hættu. Allt kapp sé lagt á að hafa hendur í hári mannsins. Ekki standi þó til að lýsa eftir honum. 2. nóvember 2023 15:07