Pablo um samninginn hjá KR á sínum tíma: „Ég hló, stóð upp og fór“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. nóvember 2023 23:00 Pablo Punyed kann vel við sig í Víkinni og sér ekki eftir að hafa farið þangað. Vísir/Hulda Margrét Pablo Punyed, miðjumaður Íslands- og bikarmeistara Víkings, var gestur í hlaðvarpinu Gula Spjaldið. Þar fór hann yfir brotthvarf sitt frá KR árið 2020 en honum stóð til boða að vera áfram í Vesturbænum fyrir aðeins brot af þeim launum sem hann var á. Pablo gekk í raðir Víkings frá KR árið 2020 og segja má að þau vistaskipti hafi reynst Víkingum og Pablo einstaklega vel enda liðið tvívegis orðið Íslandsmeistari síðan þá og bikarmeistari þrívegis. Pablo gaf til kynna á sínum tíma að hann hefði farið frá KR þar sem félagið hefði verið í fjárhagsvandræðum. Hann hamraði þann punkt virkilega inn í Gula spjaldinu. AI - Raggi Sig - Ragnar Bragi og sérstakur heiðursgestur Pablo Punyed.Alvöru yfirheyrsla á raðsigurvegarann frá El Salvador og Pétur Bjarnason á leiðinni til Vestra.https://t.co/GCJHspr79X— Gula Spjaldið (@gulaspjaldid) November 1, 2023 „Það tók ný stjórn við hjá KR rétt fyrir kórónuveirufaraldurinn, sama stjórn og er núna. Þeir breyttu öllu og hafa strögglað hingað til. Stjórnin bauð mér samning þegar hann var að renna út, buðu mér fimmtán prósent af þeim launum sem ég var að þéna,“ sagði miðjumaðurinn knái og hélt áfram. „Þarna var ég búinn að taka á mig 65 prósent launalækkun út af Covid-19. Hélt – því ég var búinn að hjálpa félaginu – að það myndi reyna að hjálpa mér líka. Stjórnin bauð mér 15 prósent af því sem ég var með. Ég hló, stóð upp og fór. Þeir voru með Excel-skjal með minni tölfræði og fannst ég vera þetta mikils metinn,“ bætti hann við. Pablo sagðist hafa talað við Rúnar Kristinsson, þáverandi þjálfara, sem sagði einfaldlega að þetta væri ekki í hans höndum. Pablo þekkti til Arnars Gunnlaugssonar þar sem konur þeirra eru æskuvinkonur. Það var því aldrei spurning að semja við Víkinga og sér Pablo ekki eftir því í dag. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík KR Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Pablo gekk í raðir Víkings frá KR árið 2020 og segja má að þau vistaskipti hafi reynst Víkingum og Pablo einstaklega vel enda liðið tvívegis orðið Íslandsmeistari síðan þá og bikarmeistari þrívegis. Pablo gaf til kynna á sínum tíma að hann hefði farið frá KR þar sem félagið hefði verið í fjárhagsvandræðum. Hann hamraði þann punkt virkilega inn í Gula spjaldinu. AI - Raggi Sig - Ragnar Bragi og sérstakur heiðursgestur Pablo Punyed.Alvöru yfirheyrsla á raðsigurvegarann frá El Salvador og Pétur Bjarnason á leiðinni til Vestra.https://t.co/GCJHspr79X— Gula Spjaldið (@gulaspjaldid) November 1, 2023 „Það tók ný stjórn við hjá KR rétt fyrir kórónuveirufaraldurinn, sama stjórn og er núna. Þeir breyttu öllu og hafa strögglað hingað til. Stjórnin bauð mér samning þegar hann var að renna út, buðu mér fimmtán prósent af þeim launum sem ég var að þéna,“ sagði miðjumaðurinn knái og hélt áfram. „Þarna var ég búinn að taka á mig 65 prósent launalækkun út af Covid-19. Hélt – því ég var búinn að hjálpa félaginu – að það myndi reyna að hjálpa mér líka. Stjórnin bauð mér 15 prósent af því sem ég var með. Ég hló, stóð upp og fór. Þeir voru með Excel-skjal með minni tölfræði og fannst ég vera þetta mikils metinn,“ bætti hann við. Pablo sagðist hafa talað við Rúnar Kristinsson, þáverandi þjálfara, sem sagði einfaldlega að þetta væri ekki í hans höndum. Pablo þekkti til Arnars Gunnlaugssonar þar sem konur þeirra eru æskuvinkonur. Það var því aldrei spurning að semja við Víkinga og sér Pablo ekki eftir því í dag.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík KR Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira