Krafa þjóðarinnar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 3. nóvember 2023 11:30 Fullyrðingar heyrast gjarnan úr röðum þeirra sem vilja skipta lýðveldisstjórnarskránni út fyrir aðra þess efnis að um háværa kröfu þjóðarinnar sé að ræða. Fátt ef eitthvað er þó til marks um það að svo sé í raun. Þvert á móti bendir flest til þess að mikill meirihluti þjóðarinnar hafi sáralítinn áhuga á málinu. Raunar svo lítinn að umræddir einstaklingar finna sig reglulega knúna til þess að minna þjóðina á meinta kröfu hennar. Kosningar til stjórnlagaþings fóru þannig til að mynda fram í lok nóvember 2010 og var kjörsóknin aðeins 36,8%. Verkefni þingsins var ekki að semja nýja stjórnarskrá eins og stundum er fullyrt heldur einungis að „endurskoða og gera tillögur um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins“ eins og sagði í greinargerð með frumvarpi til laga um það. Sama átti við um stjórnlagaráð sem skipað var eftir að kosningarnar voru dæmdar ólögmætar. Haustið 2012 fór fram ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs. Til stóð áður að halda hana samhliða forsetakosningunum um vorið í von um að auka líkurnar á því að fólk mætti á kjörstað en það reyndist ekki mögulegt. Kosningaþátttakan um haustið var aðeins 48,9%. Einungis um þriðjungur kjósenda á kjörskrá sagðist hlynntur því að tillögurnar yrðu „lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá“. Fámenn hátíðarhöld á Austurvelli Fjórum sinnum hefur verið efnt til þingkosninga síðan ráðgefandi þjóðaratkvæðið fór fram. Framboð hlynnt því að skipta um stjórnarskrá fengu mest um þriðjung atkvæða samanlagt í kosningunum 2013 en harkalega var tekizt á um málið á Alþingi í aðdraganda þeirra. Hins vegar skiluðu kosningarnar þeim tveimur flokkum sem andvígir voru málinu, Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, meirihluta þingsæta. Fylgi framboða hlynntum því að skipta um stjórnarskrá hefur síðan þá almennt farið minnkandi og var einungis um 22% samanlagt í þingkosningunum 2021 þrátt fyrir auglýsingaherferð Stjórnarskrárfélagsins í aðdraganda þeirra þar sem kjósendur voru hvattir til þess að styðja einungis slík framboð. Fylgi Samfylkingarinnar hefur hins vegar stóraukizt meðal annars í kjölfar þess að flokkurinn hætti að leggja áherzlu á málið. Fyrir ári síðan boðaði Stjórnarskrárfélagið til hátíðarhalda á Austurvelli í tilefni þess að tíu ár voru þá liðin frá því að ráðgefandi þjóðaratkvæðið fór fram. Var atburðurinn vandlega auglýstur í fjölmiðlum og á Facebook-síðu félagsins vikurnar og mánuðina á undan. Skemmst er hins vegar frá því að segja að sárafáir létu sjá sig. Raunar svo fáir að ekkert var fjallað meira um hátíðarhöldin á Facebook-síðunni eftir að þau hófust. Tvennt hægt að gera við tillögurnar Fátt ef eitthvað bendir einfaldlega til þess að sérstakur áhugi sé á því hjá íslenzku þjóðinni að skipta stjórnarskrá lýðveldisins út fyrir aðra. Þvert á móti hefur það ítrekað sýnt sig þegar til kastanna hefur komið að þjóðin hefur haft vægast sagt mjög takmarkaðan áhuga á málinu. Þá ekki sízt í þingkosningum þar sem framboð hlynnt því að skipta um stjórnarskrá hafa fengið minna fylgi samanlagt en Sjálfstæðisflokkurinn einn. Við þetta má bæta að ráðgefandi þjóðaratkvæðið frá 2012 hefur í reynd þegar verið uppfyllt enda voru tillögur stjórnlagaráðs „lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá“. Frumvarpið náði hins vegar ekki fram að ganga á Alþingi en tekið var skýrt fram bæði á kjörseðlinum og í kynningarefni í aðdraganda þjóðaratkvæðisins að síðasta orðið í þeim efnum lægi hjá þinginu í samræmi við stjórnskipun landsins. Tvennt er fyrir vikið hægt að gera við tillögur stjórnlagaráðs með tilliti til verkefnis ráðsins og þeirra forsendna sem lágu til grundvallar ráðgefandi þjóðaratkvæðinu. Annað hvort að líta á tillögurnar eins og þær voru alltaf hugsaðar, sem innlegg í þá vinnu að gera breytingar á stjórnarskránni þar sem þær eru taldar nýtast, eða að hafa þær einfaldlega að engu í ljósi þess að umrædd vinna var ekki í samræmi við umboð ráðsins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Stjórnarskrá Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Fullyrðingar heyrast gjarnan úr röðum þeirra sem vilja skipta lýðveldisstjórnarskránni út fyrir aðra þess efnis að um háværa kröfu þjóðarinnar sé að ræða. Fátt ef eitthvað er þó til marks um það að svo sé í raun. Þvert á móti bendir flest til þess að mikill meirihluti þjóðarinnar hafi sáralítinn áhuga á málinu. Raunar svo lítinn að umræddir einstaklingar finna sig reglulega knúna til þess að minna þjóðina á meinta kröfu hennar. Kosningar til stjórnlagaþings fóru þannig til að mynda fram í lok nóvember 2010 og var kjörsóknin aðeins 36,8%. Verkefni þingsins var ekki að semja nýja stjórnarskrá eins og stundum er fullyrt heldur einungis að „endurskoða og gera tillögur um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins“ eins og sagði í greinargerð með frumvarpi til laga um það. Sama átti við um stjórnlagaráð sem skipað var eftir að kosningarnar voru dæmdar ólögmætar. Haustið 2012 fór fram ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs. Til stóð áður að halda hana samhliða forsetakosningunum um vorið í von um að auka líkurnar á því að fólk mætti á kjörstað en það reyndist ekki mögulegt. Kosningaþátttakan um haustið var aðeins 48,9%. Einungis um þriðjungur kjósenda á kjörskrá sagðist hlynntur því að tillögurnar yrðu „lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá“. Fámenn hátíðarhöld á Austurvelli Fjórum sinnum hefur verið efnt til þingkosninga síðan ráðgefandi þjóðaratkvæðið fór fram. Framboð hlynnt því að skipta um stjórnarskrá fengu mest um þriðjung atkvæða samanlagt í kosningunum 2013 en harkalega var tekizt á um málið á Alþingi í aðdraganda þeirra. Hins vegar skiluðu kosningarnar þeim tveimur flokkum sem andvígir voru málinu, Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, meirihluta þingsæta. Fylgi framboða hlynntum því að skipta um stjórnarskrá hefur síðan þá almennt farið minnkandi og var einungis um 22% samanlagt í þingkosningunum 2021 þrátt fyrir auglýsingaherferð Stjórnarskrárfélagsins í aðdraganda þeirra þar sem kjósendur voru hvattir til þess að styðja einungis slík framboð. Fylgi Samfylkingarinnar hefur hins vegar stóraukizt meðal annars í kjölfar þess að flokkurinn hætti að leggja áherzlu á málið. Fyrir ári síðan boðaði Stjórnarskrárfélagið til hátíðarhalda á Austurvelli í tilefni þess að tíu ár voru þá liðin frá því að ráðgefandi þjóðaratkvæðið fór fram. Var atburðurinn vandlega auglýstur í fjölmiðlum og á Facebook-síðu félagsins vikurnar og mánuðina á undan. Skemmst er hins vegar frá því að segja að sárafáir létu sjá sig. Raunar svo fáir að ekkert var fjallað meira um hátíðarhöldin á Facebook-síðunni eftir að þau hófust. Tvennt hægt að gera við tillögurnar Fátt ef eitthvað bendir einfaldlega til þess að sérstakur áhugi sé á því hjá íslenzku þjóðinni að skipta stjórnarskrá lýðveldisins út fyrir aðra. Þvert á móti hefur það ítrekað sýnt sig þegar til kastanna hefur komið að þjóðin hefur haft vægast sagt mjög takmarkaðan áhuga á málinu. Þá ekki sízt í þingkosningum þar sem framboð hlynnt því að skipta um stjórnarskrá hafa fengið minna fylgi samanlagt en Sjálfstæðisflokkurinn einn. Við þetta má bæta að ráðgefandi þjóðaratkvæðið frá 2012 hefur í reynd þegar verið uppfyllt enda voru tillögur stjórnlagaráðs „lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá“. Frumvarpið náði hins vegar ekki fram að ganga á Alþingi en tekið var skýrt fram bæði á kjörseðlinum og í kynningarefni í aðdraganda þjóðaratkvæðisins að síðasta orðið í þeim efnum lægi hjá þinginu í samræmi við stjórnskipun landsins. Tvennt er fyrir vikið hægt að gera við tillögur stjórnlagaráðs með tilliti til verkefnis ráðsins og þeirra forsendna sem lágu til grundvallar ráðgefandi þjóðaratkvæðinu. Annað hvort að líta á tillögurnar eins og þær voru alltaf hugsaðar, sem innlegg í þá vinnu að gera breytingar á stjórnarskránni þar sem þær eru taldar nýtast, eða að hafa þær einfaldlega að engu í ljósi þess að umrædd vinna var ekki í samræmi við umboð ráðsins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun