Vilja leggja bann á fiskeldi í opnum sjókvíum: „Þetta er bara ógeðslegt“ Bjarki Sigurðsson skrifar 3. nóvember 2023 11:46 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata. vísir/bjarni Þingmenn Pírata hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að banna eigi fiskeldi í opnum sjókvíum. Flutningsmaður tillögunar segir eldið vera dýraníð og að það valdi gríðarlegum skemmdum á vistkerfum landsins. Þingmenn Pírata auk eins þingmanns Viðreisnar hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um bann við fiskeldi í opnum sjókvíum. Vilja þingmennirnir að samhliða tillögunni verði sköpuð atvinnutækifæri í þeim byggðarlögum sem byggja afkomu sína á sjókvíaeldinu. Halldóra Mogensen er flutningsmaður tillögunnar. Hún segir það vera ekkert nema óskhyggja að halda að sjókvíaeldi valdi engum skaða fyrir íslenskt vistkerfi. „Þetta er náttúrulega bara hrikalegt. Ég vona það að fólk sjái þetta og átti sig á því hversu hræðileg meðferðin er. Við verðum líka að átta okkur á því að þetta eru sleppislys, erfðamengun, músaplága, eitranir, sjúkdómar og ill meðferð á eldisdýrum. Þetta er engin undantekning þegar kemur að þessum bransa. Þetta er hluti af þessum iðnaði, þetta er viðskiptamódelið,“ segir Halldóra. Hún kallar starfsemina dýraníð og skemmdarverk á vistkerfum landsins. Galið væri að halda henni áfram. „Ef við virkilega hugsum um þetta, þá er þetta bara ógeðslegt og við ættum ekki einu sinni að vilja að borða þennan mat. Við erum að fá frétt eftir frétt um hvað þetta er hræðilega skaðlegt líka bara fyrir náttúruna og vistkerfi landsins. Við hljótum að komast að þeirri niðurstöðu að það þurfi að banna þetta. Enda er tæknin til staðar til að loka sjókvíunum eða færa þetta upp á land. Voða skrítið að halda þessu áfram,“ segir Halldóra. Lax Sjókvíaeldi Fiskeldi Píratar Alþingi Tengdar fréttir „Ég ætlaði varla að trúa þessu“ Um milljón eldislaxa hafa drepist eða verið fargað í kvíum Arctic Fish og Arnarlax í Tálknafirði. Náttúruverndarsinni sem skoðaði kvíarnar segir alla laxa ofan í kví félagsins í Tálknafirði hafa verið lúsétna. Hún hafi varla trúað eigin augum. 2. nóvember 2023 12:10 Óvenju mikið af lús á Vestfjörðum Óvenjuslæm staða er hvað varðar laxalús á í eldiskvíum á Vestfjörðum. Matvælastofnun (MAST) hefur heimilað lyfjameðhöndlanir á átta eldissvæðum vegna þessa. 13. október 2023 15:25 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Þingmenn Pírata auk eins þingmanns Viðreisnar hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um bann við fiskeldi í opnum sjókvíum. Vilja þingmennirnir að samhliða tillögunni verði sköpuð atvinnutækifæri í þeim byggðarlögum sem byggja afkomu sína á sjókvíaeldinu. Halldóra Mogensen er flutningsmaður tillögunnar. Hún segir það vera ekkert nema óskhyggja að halda að sjókvíaeldi valdi engum skaða fyrir íslenskt vistkerfi. „Þetta er náttúrulega bara hrikalegt. Ég vona það að fólk sjái þetta og átti sig á því hversu hræðileg meðferðin er. Við verðum líka að átta okkur á því að þetta eru sleppislys, erfðamengun, músaplága, eitranir, sjúkdómar og ill meðferð á eldisdýrum. Þetta er engin undantekning þegar kemur að þessum bransa. Þetta er hluti af þessum iðnaði, þetta er viðskiptamódelið,“ segir Halldóra. Hún kallar starfsemina dýraníð og skemmdarverk á vistkerfum landsins. Galið væri að halda henni áfram. „Ef við virkilega hugsum um þetta, þá er þetta bara ógeðslegt og við ættum ekki einu sinni að vilja að borða þennan mat. Við erum að fá frétt eftir frétt um hvað þetta er hræðilega skaðlegt líka bara fyrir náttúruna og vistkerfi landsins. Við hljótum að komast að þeirri niðurstöðu að það þurfi að banna þetta. Enda er tæknin til staðar til að loka sjókvíunum eða færa þetta upp á land. Voða skrítið að halda þessu áfram,“ segir Halldóra.
Lax Sjókvíaeldi Fiskeldi Píratar Alþingi Tengdar fréttir „Ég ætlaði varla að trúa þessu“ Um milljón eldislaxa hafa drepist eða verið fargað í kvíum Arctic Fish og Arnarlax í Tálknafirði. Náttúruverndarsinni sem skoðaði kvíarnar segir alla laxa ofan í kví félagsins í Tálknafirði hafa verið lúsétna. Hún hafi varla trúað eigin augum. 2. nóvember 2023 12:10 Óvenju mikið af lús á Vestfjörðum Óvenjuslæm staða er hvað varðar laxalús á í eldiskvíum á Vestfjörðum. Matvælastofnun (MAST) hefur heimilað lyfjameðhöndlanir á átta eldissvæðum vegna þessa. 13. október 2023 15:25 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
„Ég ætlaði varla að trúa þessu“ Um milljón eldislaxa hafa drepist eða verið fargað í kvíum Arctic Fish og Arnarlax í Tálknafirði. Náttúruverndarsinni sem skoðaði kvíarnar segir alla laxa ofan í kví félagsins í Tálknafirði hafa verið lúsétna. Hún hafi varla trúað eigin augum. 2. nóvember 2023 12:10
Óvenju mikið af lús á Vestfjörðum Óvenjuslæm staða er hvað varðar laxalús á í eldiskvíum á Vestfjörðum. Matvælastofnun (MAST) hefur heimilað lyfjameðhöndlanir á átta eldissvæðum vegna þessa. 13. október 2023 15:25