Skotin höfnuðu á fjórum stöðum Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 3. nóvember 2023 19:00 Samkvæmt heimildum virðist hafa verið skotið úr bíl að fjórum ungum mönnum sem höfðu verið í samkvæmi í húsinu. Vísir Sex hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald í tengslum við skotárás í Úlfarsárdal í fyrrinótt á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Tveir særðust í árásinni. Annar þeirra er þekktur ofbeldismaður með nokkra dóma á bakinu. Dómsmálaráðherra er gríðarlega brugðið yfir málinu. Nauðsynlegt sé að bregðast við. Samkvæmt heimildum fréttastofu stóð nokkur hópur manna að skotárásinni á fjóra menn á tvítugs-og þrítugsaldri sem höfðu verið í samkvæmi í fjölbýlishúsi á fimmta tímanum í fyrrinótt. Vitni segja þá hafa ekið upp að húsinu og hleypt af fjórum skotum úr byssu áður en þeir flúðu. Tveir menn urðu fyrir skoti, annar þeirra í fót og þurfi að leita aðhlynningar á Landspítalanum í gær en var útskrifaður sama dag, hinn fékk skrámu á eyra. Skot hæfðu einnig hús í nágrenninu sem tengist ekki málinu og kyrrstæðan bíl. Árásarmaðurinn eða mennirnir flúðu af vettvangi og auglýsti lögregla eftir myndbandsupptökum í nágrenninu í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum í gær. Þá voru umfangsmiklar lögregluaðgerðir um alla borg. Fyrstu mennirnir voru svo handteknir í tengslum við málið á sjöunda tímanum síðdegis í gær. Alls voru sjö manns handteknir í gærkvöldi og nótt en eftir yfirheyrslur í dag ákvað lögregla að óska eftir eins vikna gæsluvarðahaldi yfir sex þeirra. Samkvæmt heimildum fréttastofu er annar mannanna sem varð fyrir skoti í gær þekktur ofbeldismaður með nokkra dóma á bakinu. Hann tilheyrir hópi manna sem hafa einnig komist í kast við lögin. Dómsmálaráðherra hefur sagst vera slegin yfir málinu þegar hún var spurð út í málið eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 að dómari væri ekki búinn að úrskurða grunuðu sex í gæsluvarðhald. „Við gerðum kröfu um þetta seinnipartinn í dag. Gerðum kröfu þá um að sex aðilar myndu sæta gæsluvarðhaldi í eina viku. Það er á grundvelli rannsóknarhagsmuna.“ Hann gefur ekki upp hvort vopnið sé fundið en segir að ráðist hafi verið í húsleitir í gær. Grímur vill ekki gefa upp hvort þeir, sem handteknir hafi verið, eigi brotaferil að baki. „Mér finnst ekki á þessu stigi viðeigandi að fara út í það. Þetta er náttúrulega fólk sem tengist. Það var talið að það hafi verið stór hluti þeirra á vettvangi þar sem skotárásin var en þeir eigi þá aðild að því með einum eða öðrum hætti eða hafi þá upplýsingar þar að lútandi.“ Grímur segir að almennt séð þurfi fólk ekki að hafa áhyggjur af því að ofbeldisverk beinist gegn almenningi. Hins vegar teljist atvikið alvarlegt. „Ég hef sagt það áður og það er mat okkar hér að það þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur, þetta er ágreiningur milli einstaklinga í hópum. Það er hins vegar, og við höfum sagt það hér í þessu sambandi, að það er áhyggjuefni að það sé verið að beita skotvopnum í íbúðahverfum í nágrenni við þar sem fólk býr. Þannig að, að því leyti til höfum við áhyggjur af þeirri þróun, að það skyldi hafa gerst. Þannig að við getum ekki alveg útilokað að fólk þurfi að hafa einhverjar áhyggjur þegar staðan er svona, þegar það er verið að beita skotvopnum inni í íbúðahverfi.“ Uppfært klukkan 20.18: Sex hafa verið úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Sjö voru upphaflega handteknir en einn er laus úr haldi lögreglu. Ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir honum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu, þar sem einnig segir að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Lögreglumál Skotárás á Silfratjörn Reykjavík Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fleiri fréttir Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu stóð nokkur hópur manna að skotárásinni á fjóra menn á tvítugs-og þrítugsaldri sem höfðu verið í samkvæmi í fjölbýlishúsi á fimmta tímanum í fyrrinótt. Vitni segja þá hafa ekið upp að húsinu og hleypt af fjórum skotum úr byssu áður en þeir flúðu. Tveir menn urðu fyrir skoti, annar þeirra í fót og þurfi að leita aðhlynningar á Landspítalanum í gær en var útskrifaður sama dag, hinn fékk skrámu á eyra. Skot hæfðu einnig hús í nágrenninu sem tengist ekki málinu og kyrrstæðan bíl. Árásarmaðurinn eða mennirnir flúðu af vettvangi og auglýsti lögregla eftir myndbandsupptökum í nágrenninu í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum í gær. Þá voru umfangsmiklar lögregluaðgerðir um alla borg. Fyrstu mennirnir voru svo handteknir í tengslum við málið á sjöunda tímanum síðdegis í gær. Alls voru sjö manns handteknir í gærkvöldi og nótt en eftir yfirheyrslur í dag ákvað lögregla að óska eftir eins vikna gæsluvarðahaldi yfir sex þeirra. Samkvæmt heimildum fréttastofu er annar mannanna sem varð fyrir skoti í gær þekktur ofbeldismaður með nokkra dóma á bakinu. Hann tilheyrir hópi manna sem hafa einnig komist í kast við lögin. Dómsmálaráðherra hefur sagst vera slegin yfir málinu þegar hún var spurð út í málið eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 að dómari væri ekki búinn að úrskurða grunuðu sex í gæsluvarðhald. „Við gerðum kröfu um þetta seinnipartinn í dag. Gerðum kröfu þá um að sex aðilar myndu sæta gæsluvarðhaldi í eina viku. Það er á grundvelli rannsóknarhagsmuna.“ Hann gefur ekki upp hvort vopnið sé fundið en segir að ráðist hafi verið í húsleitir í gær. Grímur vill ekki gefa upp hvort þeir, sem handteknir hafi verið, eigi brotaferil að baki. „Mér finnst ekki á þessu stigi viðeigandi að fara út í það. Þetta er náttúrulega fólk sem tengist. Það var talið að það hafi verið stór hluti þeirra á vettvangi þar sem skotárásin var en þeir eigi þá aðild að því með einum eða öðrum hætti eða hafi þá upplýsingar þar að lútandi.“ Grímur segir að almennt séð þurfi fólk ekki að hafa áhyggjur af því að ofbeldisverk beinist gegn almenningi. Hins vegar teljist atvikið alvarlegt. „Ég hef sagt það áður og það er mat okkar hér að það þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur, þetta er ágreiningur milli einstaklinga í hópum. Það er hins vegar, og við höfum sagt það hér í þessu sambandi, að það er áhyggjuefni að það sé verið að beita skotvopnum í íbúðahverfum í nágrenni við þar sem fólk býr. Þannig að, að því leyti til höfum við áhyggjur af þeirri þróun, að það skyldi hafa gerst. Þannig að við getum ekki alveg útilokað að fólk þurfi að hafa einhverjar áhyggjur þegar staðan er svona, þegar það er verið að beita skotvopnum inni í íbúðahverfi.“ Uppfært klukkan 20.18: Sex hafa verið úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Sjö voru upphaflega handteknir en einn er laus úr haldi lögreglu. Ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir honum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu, þar sem einnig segir að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.
Lögreglumál Skotárás á Silfratjörn Reykjavík Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fleiri fréttir Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Sjá meira