Snorri Steinn: „Þetta er bara einn leikur, slökum aðeins á“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. nóvember 2023 21:36 Snorri Steinn Guðjónsson var eðlilega sáttur í leikslok. Vísir/Hulda Margrét Snorri Steinn Guðjónsson gat leyft sér að brosa eftir öruggan 15 marka sigur gegn Færeyingum í sínum fyrsta leik sem landsliðsþjálfari Íslands. Hann segir það oftast vera hægt eftir sigurleiki. „Maður gerir það nú oftast eftir sigurleiki. Ég er bara ánægður og glaður eftir þessa frammistöðu, en við þurfum samt að fara varlega í þetta og varlega í það að horfa á einhvern stóran sigur,“ sagði Snorri Steinn að leik loknum. „Við erum að þessu til að verða betri og fá einhver svör. Þegar við horfum á þetta og greinum þetta þá finnum við ábyggilega eitthvað sem við getum lagað og prófað betur á morgun, en ég er ánægður með hugarfarið og að menn héldu áfram að stíga á bensínið. Þeir bara vildu þetta virkilega mikið og það er gott að sjá það,“ bætti Snorri við. Eins og Snorri segir steig íslenska liðið aldrei af bensíngjöfinni og kláraði leikinn af mikilli fagmennsku þrátt fyrir að sigurinn hafi nánast verið í höfn snemma í síðari hálfleik. „Það gerir það líka að verkum að við erum að rúlla á liðinu og við erum með ferska menn á vellinum lungann af leiknum og það gekk upp hjá okkur. Við náðum að rúlla vel á liðinu og þar af leiðandi er óþarfi að vera eitthvað að hægja á þessu.“ Þrátt fyrir þennan örugga sigur Íslands gekk íslenska liðinu nokkuð brösulega að slíta sig frá færeyska liðinu framan af leik og það var ekki fyrr en á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiks að liðið fór að auka muninn af einhverju viti. „Þá fara þeir kannski að gera einhverja tæknifeila sem þeir voru ekki búnir að gera og Viktor Gísli er að verja mjög vel. Við fáum mörk yfir allan völlinn og það kannski aðeins tekur broddinn úr þeim og við göngum á lagið. Þá sýnum við bara ákveðin gæði og þegar tækifærið gafst þá tókum við það.“ Þá segir hann tilfinninguna að stýra landsliðinu í fyrsta skipti hafa verið góða. „Hún var bara góð. Mér leið vel og eins og alltaf er fiðringur í manni og maður er stressaður og allt það. Mér er bara búið að líða vel alla vikuna með hópinn og ég naut þess að vera hérna. En þetta er bara einn leikur, slökum aðeins á,“ sagði Snorri léttur. Ísland og Færeyjar mætast aftur á morgun og Snorri býst við því að gera nokkrar breytingar á hópnum, enda séu þessir leikir til þess gerðir að prófa ýmislegt. „Við gerum nokkrar breytingar á morgun og horfum aðeins á þetta og greinum þetta. Svo þurfum við í teyminu bara að vega og meta hvað það er sem við þurfum að bæta og hvað það er sem við viljum sjá öðruvísi á morgun. Það er fínt að prófa sig áfram,“ sagði Snorri að lokum. Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Færeyjar 39-24 | Stórsigur í fyrsta leik Snorra Ísland vann stórsigur á Færeyjum, 39-24, í fyrri vináttulandsleik þjóðanna af tveimur í Laugardalshöll í kvöld. Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar. 3. nóvember 2023 21:00 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sjá meira
„Maður gerir það nú oftast eftir sigurleiki. Ég er bara ánægður og glaður eftir þessa frammistöðu, en við þurfum samt að fara varlega í þetta og varlega í það að horfa á einhvern stóran sigur,“ sagði Snorri Steinn að leik loknum. „Við erum að þessu til að verða betri og fá einhver svör. Þegar við horfum á þetta og greinum þetta þá finnum við ábyggilega eitthvað sem við getum lagað og prófað betur á morgun, en ég er ánægður með hugarfarið og að menn héldu áfram að stíga á bensínið. Þeir bara vildu þetta virkilega mikið og það er gott að sjá það,“ bætti Snorri við. Eins og Snorri segir steig íslenska liðið aldrei af bensíngjöfinni og kláraði leikinn af mikilli fagmennsku þrátt fyrir að sigurinn hafi nánast verið í höfn snemma í síðari hálfleik. „Það gerir það líka að verkum að við erum að rúlla á liðinu og við erum með ferska menn á vellinum lungann af leiknum og það gekk upp hjá okkur. Við náðum að rúlla vel á liðinu og þar af leiðandi er óþarfi að vera eitthvað að hægja á þessu.“ Þrátt fyrir þennan örugga sigur Íslands gekk íslenska liðinu nokkuð brösulega að slíta sig frá færeyska liðinu framan af leik og það var ekki fyrr en á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiks að liðið fór að auka muninn af einhverju viti. „Þá fara þeir kannski að gera einhverja tæknifeila sem þeir voru ekki búnir að gera og Viktor Gísli er að verja mjög vel. Við fáum mörk yfir allan völlinn og það kannski aðeins tekur broddinn úr þeim og við göngum á lagið. Þá sýnum við bara ákveðin gæði og þegar tækifærið gafst þá tókum við það.“ Þá segir hann tilfinninguna að stýra landsliðinu í fyrsta skipti hafa verið góða. „Hún var bara góð. Mér leið vel og eins og alltaf er fiðringur í manni og maður er stressaður og allt það. Mér er bara búið að líða vel alla vikuna með hópinn og ég naut þess að vera hérna. En þetta er bara einn leikur, slökum aðeins á,“ sagði Snorri léttur. Ísland og Færeyjar mætast aftur á morgun og Snorri býst við því að gera nokkrar breytingar á hópnum, enda séu þessir leikir til þess gerðir að prófa ýmislegt. „Við gerum nokkrar breytingar á morgun og horfum aðeins á þetta og greinum þetta. Svo þurfum við í teyminu bara að vega og meta hvað það er sem við þurfum að bæta og hvað það er sem við viljum sjá öðruvísi á morgun. Það er fínt að prófa sig áfram,“ sagði Snorri að lokum.
Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Færeyjar 39-24 | Stórsigur í fyrsta leik Snorra Ísland vann stórsigur á Færeyjum, 39-24, í fyrri vináttulandsleik þjóðanna af tveimur í Laugardalshöll í kvöld. Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar. 3. nóvember 2023 21:00 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Færeyjar 39-24 | Stórsigur í fyrsta leik Snorra Ísland vann stórsigur á Færeyjum, 39-24, í fyrri vináttulandsleik þjóðanna af tveimur í Laugardalshöll í kvöld. Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar. 3. nóvember 2023 21:00