„Eina sem Snorri setur mikla áherslu á og við verðum bara að hlýða því“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. nóvember 2023 08:01 Viktor Gísli Hallgrímsson var sáttur með frammistöðu íslenska liðsins í gær. Vísir/Hulda Margrét „39 mörk, það er allt í lagi,“ sagði Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eftir öruggan 39-24 sigur gegn Færeyjum í vináttulandsleik í gær. „Þetta var bara mjög gaman. Gaman að spila í dag og þetta var skemmtilegur handbolti sem við vorum að spila,“ bætti Viktor við. Sjálfur átti Viktor góðan leik og varði tuttugu skot í íslenska markinu, sem gerir 45 prósent hlutfallsmarkvörslu. Hann segir gott samstarf með vörninni vera lykilinn að sinni góðu frammistöðu. „Klárlega. Ég er með mjög gott samband við miðjublokkina, Arnar, Ými, Elliða og Arnar. Við vinnum þetta bara svolítið saman og það er ekkert mikið af einhverjum klikkuðum áherslum frá þjálfurunum nema bara að keyra boltann aftur í leik þegar við fáum mark á okkur. Við erum bara svolítið að fá að spila okkar leik.“ Íslenska liðið skoraði hátt í tuttugu mörk úr hraðaupphlaupum í leik gærkvöldsins og segir Viktor að það sé það sem koma skal hjá liðinu undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar, sem stýrði sínum fyrsta landsleik í gær. „Ég held að það sé planið. Þetta er svolítið nútímahandboltinn og við verðum að aðlaga okkur að því. Það er gaman að spila svona.“ „Frakkar eru kannski með besta landslið í heimi og þeir eru að spila svona þannig við erum kannski bara að herma eftir þeim,“ sagði Viktor léttur. „Við erum bara að spila hratt og spila skemmtilegan handbolta.“ Þá segist hann eiga von á meira af því sama í dag þegar Ísland og Færeyjar mætast aftur í Laugardalshöllinni. „Bara meira af því sama. Við megum ekkert slaka á í byrjun og við þurfum bara að koma okkur strax í gang og keyra hraðann upp.“ Hann segist einnig vera virkilega sáttur með það að liðið hafi haldið fætinum á bensíngjöfinni allan tíman þrátt fyrir að sigurinn hafi í rauninni verið kominn snemma í höfn í gær. „Það er bara ekki annað í boði. Það er það eina sem Snorri setur mikla áherslu á og við verðum bara að hlýða því. Ef við fáum svona mikið frelsi til að spila okkar leik þá verðum við bara að halda áfram að keyra, keyra keyra. Það er það sem þjálfarinn vill og við gerum það bara. Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Færeyjar 39-24 | Stórsigur í fyrsta leik Snorra Ísland vann stórsigur á Færeyjum, 39-24, í fyrri vináttulandsleik þjóðanna af tveimur í Laugardalshöll í kvöld. Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar. 3. nóvember 2023 21:30 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Leik lokið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ Sjá meira
„Þetta var bara mjög gaman. Gaman að spila í dag og þetta var skemmtilegur handbolti sem við vorum að spila,“ bætti Viktor við. Sjálfur átti Viktor góðan leik og varði tuttugu skot í íslenska markinu, sem gerir 45 prósent hlutfallsmarkvörslu. Hann segir gott samstarf með vörninni vera lykilinn að sinni góðu frammistöðu. „Klárlega. Ég er með mjög gott samband við miðjublokkina, Arnar, Ými, Elliða og Arnar. Við vinnum þetta bara svolítið saman og það er ekkert mikið af einhverjum klikkuðum áherslum frá þjálfurunum nema bara að keyra boltann aftur í leik þegar við fáum mark á okkur. Við erum bara svolítið að fá að spila okkar leik.“ Íslenska liðið skoraði hátt í tuttugu mörk úr hraðaupphlaupum í leik gærkvöldsins og segir Viktor að það sé það sem koma skal hjá liðinu undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar, sem stýrði sínum fyrsta landsleik í gær. „Ég held að það sé planið. Þetta er svolítið nútímahandboltinn og við verðum að aðlaga okkur að því. Það er gaman að spila svona.“ „Frakkar eru kannski með besta landslið í heimi og þeir eru að spila svona þannig við erum kannski bara að herma eftir þeim,“ sagði Viktor léttur. „Við erum bara að spila hratt og spila skemmtilegan handbolta.“ Þá segist hann eiga von á meira af því sama í dag þegar Ísland og Færeyjar mætast aftur í Laugardalshöllinni. „Bara meira af því sama. Við megum ekkert slaka á í byrjun og við þurfum bara að koma okkur strax í gang og keyra hraðann upp.“ Hann segist einnig vera virkilega sáttur með það að liðið hafi haldið fætinum á bensíngjöfinni allan tíman þrátt fyrir að sigurinn hafi í rauninni verið kominn snemma í höfn í gær. „Það er bara ekki annað í boði. Það er það eina sem Snorri setur mikla áherslu á og við verðum bara að hlýða því. Ef við fáum svona mikið frelsi til að spila okkar leik þá verðum við bara að halda áfram að keyra, keyra keyra. Það er það sem þjálfarinn vill og við gerum það bara.
Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Færeyjar 39-24 | Stórsigur í fyrsta leik Snorra Ísland vann stórsigur á Færeyjum, 39-24, í fyrri vináttulandsleik þjóðanna af tveimur í Laugardalshöll í kvöld. Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar. 3. nóvember 2023 21:30 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Leik lokið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Færeyjar 39-24 | Stórsigur í fyrsta leik Snorra Ísland vann stórsigur á Færeyjum, 39-24, í fyrri vináttulandsleik þjóðanna af tveimur í Laugardalshöll í kvöld. Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar. 3. nóvember 2023 21:30