Skilorð fyrir að taka tvisvar um háls barnsmóður sinnar Viktor Örn Ásgeirsson og Jón Þór Stefánsson skrifa 4. nóvember 2023 20:13 Dómurinn féll í Landsrétti í gær. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mána skilorðsbundið fangelsi fyrir tvær líkamsárásir gegn þáverandi sambýliskonu sinni. Atvikin sem málið varðar áttu sér stað árið 2019 og 2020. Landsréttur kvað upp dóm í málinu í dag en karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa tekið þáverandi sambýliskonu, og barnsmóður, hálstaki með báðum höndum. Þá var hann einnig ákærður fyrir að hafa slegið í hönd hennar, tekið hana hálstaki, þrengt að hálsi og dregið hana þannig að útidyrahurð þar sem þau duttu bæði í gólfið. Brotaþola tókst að komast út úr íbúð þeirra og leitaði sér aðstoðar hjá nágrönnum. Við síðari líkamsárásina fékk hún blóðnasir, roða og eymsli yfir hálsi og tognun á hálshrygg. Maðurinn var enn fremur ákærður fyrir fíkniefnabrot, fyrir að hafa haft 3,25 grömm af alsælu og töflur merktar lyfinu Kamagra. Ákærði neitaði sök fyrir dómi en hafði áður lýst því við skýrslutöku hjá lögreglu, bæði með orðum og látbragði, að hann hefði gripið um háls brotaþola með báðum höndum. Þó hélt hann því fram að hann hefði hvorki þrengt né hert að hálsi hennar. Maðurinn vildi meina að fyrri framburður hans væri vegna þess að hann hafi aldrei verið spurður nákvæmlega út í hálstakið. Að mati dómara þótti hann ekki hafa gefið trúverðugar skýringar á misræminu. En í dómnum segir að hann hafi einmitt verið beðinn um að lýsa því nánar hvernig hann greip um háls hennar. Hann vildi enn fremur meina að konan væri með geðhvarfasýki og að hún væri „snargeðveik“. Hann hefði verið að verja sig, enda brotaþoli „hættuleg samfélaginu.“ Framburður konunnar þótti hins vegar stöðugur og trúverðugur. Þá studdi framburður læknis sem hafði skoðað hana í kjölfar seinna brotsins við framburð hennar. Ekki væri ólíklegt að hún hafi verið tekin hálstaki. Bæði konan og maðurinn sammældust um að fyrir seinni árás mannsins hafi hún slegið í, eða tekið í, tösku sem maðurinn var með, og rifið í buxur hans. Vegna þess lagði maðurinn til að hann myndi fá vægari refsingu. Þó umrædd háttsemi konunnar hafi verið „vítalaus“ að mati dómsins þá taldi hann ekki tilefni til að fallast á það. Héraðsdómur Reykjaness hafði í fyrra dæmt manninn í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, en Landsréttur staðfesti þann dóm í gær. Dómsmál Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Sjá meira
Landsréttur kvað upp dóm í málinu í dag en karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa tekið þáverandi sambýliskonu, og barnsmóður, hálstaki með báðum höndum. Þá var hann einnig ákærður fyrir að hafa slegið í hönd hennar, tekið hana hálstaki, þrengt að hálsi og dregið hana þannig að útidyrahurð þar sem þau duttu bæði í gólfið. Brotaþola tókst að komast út úr íbúð þeirra og leitaði sér aðstoðar hjá nágrönnum. Við síðari líkamsárásina fékk hún blóðnasir, roða og eymsli yfir hálsi og tognun á hálshrygg. Maðurinn var enn fremur ákærður fyrir fíkniefnabrot, fyrir að hafa haft 3,25 grömm af alsælu og töflur merktar lyfinu Kamagra. Ákærði neitaði sök fyrir dómi en hafði áður lýst því við skýrslutöku hjá lögreglu, bæði með orðum og látbragði, að hann hefði gripið um háls brotaþola með báðum höndum. Þó hélt hann því fram að hann hefði hvorki þrengt né hert að hálsi hennar. Maðurinn vildi meina að fyrri framburður hans væri vegna þess að hann hafi aldrei verið spurður nákvæmlega út í hálstakið. Að mati dómara þótti hann ekki hafa gefið trúverðugar skýringar á misræminu. En í dómnum segir að hann hafi einmitt verið beðinn um að lýsa því nánar hvernig hann greip um háls hennar. Hann vildi enn fremur meina að konan væri með geðhvarfasýki og að hún væri „snargeðveik“. Hann hefði verið að verja sig, enda brotaþoli „hættuleg samfélaginu.“ Framburður konunnar þótti hins vegar stöðugur og trúverðugur. Þá studdi framburður læknis sem hafði skoðað hana í kjölfar seinna brotsins við framburð hennar. Ekki væri ólíklegt að hún hafi verið tekin hálstaki. Bæði konan og maðurinn sammældust um að fyrir seinni árás mannsins hafi hún slegið í, eða tekið í, tösku sem maðurinn var með, og rifið í buxur hans. Vegna þess lagði maðurinn til að hann myndi fá vægari refsingu. Þó umrædd háttsemi konunnar hafi verið „vítalaus“ að mati dómsins þá taldi hann ekki tilefni til að fallast á það. Héraðsdómur Reykjaness hafði í fyrra dæmt manninn í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, en Landsréttur staðfesti þann dóm í gær.
Dómsmál Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Sjá meira