Vilja að stjórnvöld fordæmi aðgerðir Ísraels Helena Rós Sturludóttir skrifar 5. nóvember 2023 12:13 Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestína. Vísir/Steingrímur Dúi Búist er við því að fólk fjölmenni á stórfund til stuðnings Palestínu í Háskólabíó í dag að sögn eins skipuleggjanda. Yfirvöld í Ísrael hafa gefið fólki á Gasa svæðinu fjórar klukkustundir til að flýja. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir hvergi öruggt að vera á Gasa. Tugir voru drepnir og fleiri særðir í árásum á flóttamannasvæði að sögn sérfræðinga á spítala í nágrenninu. Varnarmálayfirvöld í Ísrael segja að fólk á Gasa svæðinu hafi fjögurra klukkutíma ramma í dag til að flýja suður.Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur undanfarna daga fundað með leiðtogum ýmissa ríkja um vopnahlé af mannúðarástæðum. Samkvæmt BBC hittir hann forseta Palestínu í dag.Sú krafa er víða hávær og er Ísland engin undantekning. Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestína, býst við miklu fjölmenni á samstöðufundinn til stuðnings Palestínu í dag sem fer fram í Háskólabíói klukkan tvö enda margir búnir að melda sig á viðburðinn á Facebook. „Við erum búin að vera með þrjá útifundi og tvær göngur og það hefur alltaf vaxið. Við vorum með kertafleytingu við tjörnina og það komu um tvö þúsund manns,“ segir Hjálmtýr. Yfirskrift fundarins í dag sé sú sama og á fyrri fundum. „Við krefjumst þess að það verði strax vopnahlé og að Ísland taki afstöðu gegn þessum fjöldamorðum og lýsi yfir fordæmingu á Ísrael eins og þeir hafa lýst yfir fordæmingu á Hamas,“ segir Hjálmtýr og bætir við að félagið sé hvergi nærri hætt. „Það verða fleiri fundir, ástandið er ekkert að batna, það er að versna og svo lengi sem það er munum við halda áfram og við munum reyna að vekja okkar stjórnvöld,“ segir Hjálmtýr að lokum. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Fjölmenn kertafleyting við Reykjavíkurtjörn Fjölmargir lögðu leið sína að Reykjavíkurtjörn klukkan átta í kvöld til að taka þátt í kertafleytingu í minningu barna sem látið hafa lífið á Gasa. Nöfn látinna barna voru þulin upp. 29. október 2023 22:04 Tóku á móti ráðherrum með palestínskum fánum Nokkur fjöldi fólks stendur vaktina fyrir utan Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu þar sem ríkisstjórnin fundar. Fólkið heldur á palestínskum fánum og kveikt er á friðarkertum. 27. október 2023 10:35 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Sjá meira
Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir hvergi öruggt að vera á Gasa. Tugir voru drepnir og fleiri særðir í árásum á flóttamannasvæði að sögn sérfræðinga á spítala í nágrenninu. Varnarmálayfirvöld í Ísrael segja að fólk á Gasa svæðinu hafi fjögurra klukkutíma ramma í dag til að flýja suður.Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur undanfarna daga fundað með leiðtogum ýmissa ríkja um vopnahlé af mannúðarástæðum. Samkvæmt BBC hittir hann forseta Palestínu í dag.Sú krafa er víða hávær og er Ísland engin undantekning. Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestína, býst við miklu fjölmenni á samstöðufundinn til stuðnings Palestínu í dag sem fer fram í Háskólabíói klukkan tvö enda margir búnir að melda sig á viðburðinn á Facebook. „Við erum búin að vera með þrjá útifundi og tvær göngur og það hefur alltaf vaxið. Við vorum með kertafleytingu við tjörnina og það komu um tvö þúsund manns,“ segir Hjálmtýr. Yfirskrift fundarins í dag sé sú sama og á fyrri fundum. „Við krefjumst þess að það verði strax vopnahlé og að Ísland taki afstöðu gegn þessum fjöldamorðum og lýsi yfir fordæmingu á Ísrael eins og þeir hafa lýst yfir fordæmingu á Hamas,“ segir Hjálmtýr og bætir við að félagið sé hvergi nærri hætt. „Það verða fleiri fundir, ástandið er ekkert að batna, það er að versna og svo lengi sem það er munum við halda áfram og við munum reyna að vekja okkar stjórnvöld,“ segir Hjálmtýr að lokum.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Fjölmenn kertafleyting við Reykjavíkurtjörn Fjölmargir lögðu leið sína að Reykjavíkurtjörn klukkan átta í kvöld til að taka þátt í kertafleytingu í minningu barna sem látið hafa lífið á Gasa. Nöfn látinna barna voru þulin upp. 29. október 2023 22:04 Tóku á móti ráðherrum með palestínskum fánum Nokkur fjöldi fólks stendur vaktina fyrir utan Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu þar sem ríkisstjórnin fundar. Fólkið heldur á palestínskum fánum og kveikt er á friðarkertum. 27. október 2023 10:35 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Sjá meira
Fjölmenn kertafleyting við Reykjavíkurtjörn Fjölmargir lögðu leið sína að Reykjavíkurtjörn klukkan átta í kvöld til að taka þátt í kertafleytingu í minningu barna sem látið hafa lífið á Gasa. Nöfn látinna barna voru þulin upp. 29. október 2023 22:04
Tóku á móti ráðherrum með palestínskum fánum Nokkur fjöldi fólks stendur vaktina fyrir utan Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu þar sem ríkisstjórnin fundar. Fólkið heldur á palestínskum fánum og kveikt er á friðarkertum. 27. október 2023 10:35