Stórefnilegur 10 ára pílukastari í Grímsnesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. nóvember 2023 20:41 Þorbjörn Óðinn Arnarsson, 10 ára pílukastari á bænum Miðengi í Grímsnes- og Grafningshreppi með bikar og verðlaunapening fyrir pílumót, sem hann hefur unnið á síðustu vikum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Tíu ára strákur í Grímsnes-og Grafningshreppi hefur vakið mikla athygli fyrir snilli sína í pílukasti en hann hefur verið að keppa á sterkum mótum með fullorðnum og unnið andstæðinga sína með glæsibrag. Það er á bænum Miðengi þar sem þessi flotti ungi efnilegi pílustrákur býr með fjölskyldu sinni. Hér erum við að tala um Þorbjörn Óðinn, sem er ekki nema 10 ára gamall og er hálfgert undrabarn þegar kemur að pílu og að keppa í pílu en hann byrjaði að æfa fyrir fjórum mánuðum síðan. „Við mamma og pabbi vorum að horfa á heimsmeistaramótið einu sinni og ég fór að horfa með þeim. Mér fannst gaman að horfa og svo prófaði ég að kasta og fannst það mjög gaman svo ég ákvað bara að spila meira,” segir Þorbjörn Óðinn. Þorbjörn æfir sig nokkra klukkutíma á dag heima hjá sér og hann hefur strax unnið til fjölda píluverðlauna á mótum í höfuðborginni. „Ég er ný byrjaður í þessu og strax farin að vinna, mér finnst það geggjað,” bætir hann við hlæjandi. Og þú stefnir á að verða Íslandsmeistari eða hvað? „Já, ég hef mikla trú á mér og að ég nái því. Ég fékk nýlega bikar á móti þar sem fullorðnir voru að keppa á móti mér en mér líður mjög vel þegar ég vinn mót,” segir Þorbjörn. Þorbjörn Óðinn býr á bænum Miðengi í Grímsnes- og Grafningshreppi og æfir sig þar nokkra klukkutíma á hverjum degi í pílu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þorbjörn segir að fullorðnir keppendur verið oft mjög hissa að sjá hvað hann er góður í pílu og ekki síst þegar hann er að vinna mót. Það séu allir duglegir að hrósa honum og hvetja hann áfram í íþróttinni. Og fjölskylda Þorbjörns er að sjálfsögðu mjög stolt af honum. „Já, hann er rosalega seigur, hann er ótrúlegur. Hann er líka þannig týpa ef hann ætlar sér eitthvað þá gerir hann það,” segir Sigríður Þorbjörnsdóttir, mamma Þorbjörns Óðins. Og hann hefur verið að vinna í fullorðins flokkum á mótum eða? „Já, um síðustu helgi voru fullorðnir líka og svo hefur hann unnið barnaflokkinn líka í „Ping Pong” móti en hann er ekki búin að taka þátt í öllum mótum á síðasta ári því hann byrjaði bara núna í haust að keppa,” segir Sigríður og bætir við. „Svo er líka, sem hjálpar honum að hann er svo rosalega snöggur að reikna, hann nær bara að finna út hvað hann á mikið eftir, þetta er rosalega mikill hugareikningur. Ég get ekkert hjálpað honum, hann er miklu fljótari en ég að finna út úr þessu. Þetta er líka bara rosalega skemmtileg íþrótt. Ég mæli með að allir prófi pílukast.” Sigríður Þorbjörnsdóttir, mamma Þorbjörns Óðins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grímsnes- og Grafningshreppur Íþróttir barna Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Það er á bænum Miðengi þar sem þessi flotti ungi efnilegi pílustrákur býr með fjölskyldu sinni. Hér erum við að tala um Þorbjörn Óðinn, sem er ekki nema 10 ára gamall og er hálfgert undrabarn þegar kemur að pílu og að keppa í pílu en hann byrjaði að æfa fyrir fjórum mánuðum síðan. „Við mamma og pabbi vorum að horfa á heimsmeistaramótið einu sinni og ég fór að horfa með þeim. Mér fannst gaman að horfa og svo prófaði ég að kasta og fannst það mjög gaman svo ég ákvað bara að spila meira,” segir Þorbjörn Óðinn. Þorbjörn æfir sig nokkra klukkutíma á dag heima hjá sér og hann hefur strax unnið til fjölda píluverðlauna á mótum í höfuðborginni. „Ég er ný byrjaður í þessu og strax farin að vinna, mér finnst það geggjað,” bætir hann við hlæjandi. Og þú stefnir á að verða Íslandsmeistari eða hvað? „Já, ég hef mikla trú á mér og að ég nái því. Ég fékk nýlega bikar á móti þar sem fullorðnir voru að keppa á móti mér en mér líður mjög vel þegar ég vinn mót,” segir Þorbjörn. Þorbjörn Óðinn býr á bænum Miðengi í Grímsnes- og Grafningshreppi og æfir sig þar nokkra klukkutíma á hverjum degi í pílu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þorbjörn segir að fullorðnir keppendur verið oft mjög hissa að sjá hvað hann er góður í pílu og ekki síst þegar hann er að vinna mót. Það séu allir duglegir að hrósa honum og hvetja hann áfram í íþróttinni. Og fjölskylda Þorbjörns er að sjálfsögðu mjög stolt af honum. „Já, hann er rosalega seigur, hann er ótrúlegur. Hann er líka þannig týpa ef hann ætlar sér eitthvað þá gerir hann það,” segir Sigríður Þorbjörnsdóttir, mamma Þorbjörns Óðins. Og hann hefur verið að vinna í fullorðins flokkum á mótum eða? „Já, um síðustu helgi voru fullorðnir líka og svo hefur hann unnið barnaflokkinn líka í „Ping Pong” móti en hann er ekki búin að taka þátt í öllum mótum á síðasta ári því hann byrjaði bara núna í haust að keppa,” segir Sigríður og bætir við. „Svo er líka, sem hjálpar honum að hann er svo rosalega snöggur að reikna, hann nær bara að finna út hvað hann á mikið eftir, þetta er rosalega mikill hugareikningur. Ég get ekkert hjálpað honum, hann er miklu fljótari en ég að finna út úr þessu. Þetta er líka bara rosalega skemmtileg íþrótt. Ég mæli með að allir prófi pílukast.” Sigríður Þorbjörnsdóttir, mamma Þorbjörns Óðins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grímsnes- og Grafningshreppur Íþróttir barna Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira