Um áttatíu prósent hjúkrunarfræðinga óttast alvarleg atvik í starfi Helena Rós Sturludóttir skrifar 5. nóvember 2023 19:08 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir niðurstöður könnunarinnar áhyggjuefni. Vísir/Ívar Fannar Tæplega áttatíu prósent hjúkrunarfræðinga hafa áhyggjur af því að lenda í alvarlegu atviki í starfi samkvæmt nýrri könnun. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir nauðsynlegt að bæta starfsaðstæður. Aðeins fimmtungur hjúkrunarfræðinga segist sjaldan eða aldrei hafa áhyggjur af því að lenda í alvarlegu atviki í starfi sínu. Tæplega 43 prósent segjast oft eða mjög oft hafa áhyggjur og rétt rúmur þriðjungur hefur stundum áhyggjur. Þá segjast um 42 prósent hjúkrunarfræðinga mæta fremur eða mjög oft til vinnu þar sem mönnun var ekki næg til að tryggja lágmarksöryggi skjólstæðinga. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur áhyggjur af stöðunni. „Þú mætir í vinnuna og þú heldur að það sé fullmannað, það er ekki fullmannað. Við erum undirmönnuð og þú berð ábyrgð á vaktinni þannig ábyrgðin liggur hjá hjúkrunarfræðingnum. Þetta er ekkert endilega svona hjá sambærilegum stéttum,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir. Könnunin var framkvæmd af Maskínu fyrir félag íslenskra hjúkrunarfræðinga dagana 20. september til 10. október síðastliðinn og var svarhlutfallið tæplega 65 prósent en samabærilegt hlutfall hjúkrunarfræðinga, 60,7 prósent, sögðust hafa hugsað af alvöru að hætta í starfi á síðustu tveimur árum. Sem helstu ástæður þess, nefna 40 prósent starfstengt álag og 32,8 prósent launakjör. „Þetta er mjög alvarlegt. Því eitt eru launakjörin , sem að náttúrulega er aðal áherslan. Það fer ekkert á milli mála það þarf að hætta grunnlaunin. Hitt er líka starfsaðstæðurnar og álagið í starfi,“ segir Guðbjörg og bendir á að Ísland geti lært af öðrum þjóðum. „Þar sem hefur verið gert átak í því að halda í hjúkrunarfræðinga í starfi og bjóða þeim upp á betra starfsumhverfi og launakjör þá fer fólk þangað í vinnu og við höfum hjúkrunarfræðinga úti í samfélaginu sem við viljum fá til starfa,“ segir Guðbjörg. Hún bindur miklar vonir um að frumvarp við refsiábyrgð heilbrigðisstarfsfólks verði samþykkt í vetur. „Ekki fór þetta í gegn í vor og nú er kominn nóvember og ég veit ekki alveg hvað er svona flókið. Það þarf að klára málið, það eru allir sammála um það. Það þarf að gera smá breytingar í viðbót en það þarf að klára þetta og koma þessu í gegn.“ Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Tengdar fréttir Flestir hjúkrunarfræðingar hafi hugsað um að hætta Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir það hafa færst í aukana að hjúkrunarfræðingar skipti um störf sökum álags. Tvær ályktanir voru gerðar á aðalfundi félagsins fyrir helgi. Í þeim er skorað á stjórnvöld að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga og leiðrétta kjör þeirra. 14. maí 2023 22:11 Meðaldagvinnulaun upp á 650 þúsund í engu samræmi við menntun, reynslu og ábyrgð Byrjunarlaun hjúkrunafræðinga á Landspítala eru 525 þúsund krónur en meðaldagvinnulaun um 650 þúsund krónur. Meðalaldur starfandi hjúkrunarfræðinga er 45 ár. 15. febrúar 2023 07:51 „Fólkið fyrst svo allt hitt“ Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins kallaði fyrr í dag eftir neyðarfundi hjá velferðarnefnd vegna ástandsins sem myndast hefur á bráðamóttöku Landspítalans. Hann segir nauðsynlegt að gera eitthvað í málunum. 4. janúar 2023 21:38 Segir aldrei fleiri heilbrigðisstarfsmenn í langtímafjarveru vegna kulnunar Formaður Félags sjúkrahússlækna segir ástandið á Landspítalanum óásættanlegt. Yfirvofandi séu uppsagnir fimmtán bráðahjúkrunarfræðinga og skortur sé á læknum á bráðamóttöku. Ekkert hafi heyrst um lausnir á bráðamóttöku sem stjórnvöld hafi lofað síðasta vetur. 6. september 2022 13:00 67 prósent hjúkrunarfræðinga íhugað alvarlega að hætta 66,8 prósent hjúkrunafræðinga, eða tveir af hverjum þremur, hefur íhugað af alvöru að hætta störfum á síðustu tveimur árum. Þetta eru niðurstöður viðamikillar könnunar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. 4. október 2022 07:15 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Aðeins fimmtungur hjúkrunarfræðinga segist sjaldan eða aldrei hafa áhyggjur af því að lenda í alvarlegu atviki í starfi sínu. Tæplega 43 prósent segjast oft eða mjög oft hafa áhyggjur og rétt rúmur þriðjungur hefur stundum áhyggjur. Þá segjast um 42 prósent hjúkrunarfræðinga mæta fremur eða mjög oft til vinnu þar sem mönnun var ekki næg til að tryggja lágmarksöryggi skjólstæðinga. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur áhyggjur af stöðunni. „Þú mætir í vinnuna og þú heldur að það sé fullmannað, það er ekki fullmannað. Við erum undirmönnuð og þú berð ábyrgð á vaktinni þannig ábyrgðin liggur hjá hjúkrunarfræðingnum. Þetta er ekkert endilega svona hjá sambærilegum stéttum,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir. Könnunin var framkvæmd af Maskínu fyrir félag íslenskra hjúkrunarfræðinga dagana 20. september til 10. október síðastliðinn og var svarhlutfallið tæplega 65 prósent en samabærilegt hlutfall hjúkrunarfræðinga, 60,7 prósent, sögðust hafa hugsað af alvöru að hætta í starfi á síðustu tveimur árum. Sem helstu ástæður þess, nefna 40 prósent starfstengt álag og 32,8 prósent launakjör. „Þetta er mjög alvarlegt. Því eitt eru launakjörin , sem að náttúrulega er aðal áherslan. Það fer ekkert á milli mála það þarf að hætta grunnlaunin. Hitt er líka starfsaðstæðurnar og álagið í starfi,“ segir Guðbjörg og bendir á að Ísland geti lært af öðrum þjóðum. „Þar sem hefur verið gert átak í því að halda í hjúkrunarfræðinga í starfi og bjóða þeim upp á betra starfsumhverfi og launakjör þá fer fólk þangað í vinnu og við höfum hjúkrunarfræðinga úti í samfélaginu sem við viljum fá til starfa,“ segir Guðbjörg. Hún bindur miklar vonir um að frumvarp við refsiábyrgð heilbrigðisstarfsfólks verði samþykkt í vetur. „Ekki fór þetta í gegn í vor og nú er kominn nóvember og ég veit ekki alveg hvað er svona flókið. Það þarf að klára málið, það eru allir sammála um það. Það þarf að gera smá breytingar í viðbót en það þarf að klára þetta og koma þessu í gegn.“
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Tengdar fréttir Flestir hjúkrunarfræðingar hafi hugsað um að hætta Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir það hafa færst í aukana að hjúkrunarfræðingar skipti um störf sökum álags. Tvær ályktanir voru gerðar á aðalfundi félagsins fyrir helgi. Í þeim er skorað á stjórnvöld að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga og leiðrétta kjör þeirra. 14. maí 2023 22:11 Meðaldagvinnulaun upp á 650 þúsund í engu samræmi við menntun, reynslu og ábyrgð Byrjunarlaun hjúkrunafræðinga á Landspítala eru 525 þúsund krónur en meðaldagvinnulaun um 650 þúsund krónur. Meðalaldur starfandi hjúkrunarfræðinga er 45 ár. 15. febrúar 2023 07:51 „Fólkið fyrst svo allt hitt“ Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins kallaði fyrr í dag eftir neyðarfundi hjá velferðarnefnd vegna ástandsins sem myndast hefur á bráðamóttöku Landspítalans. Hann segir nauðsynlegt að gera eitthvað í málunum. 4. janúar 2023 21:38 Segir aldrei fleiri heilbrigðisstarfsmenn í langtímafjarveru vegna kulnunar Formaður Félags sjúkrahússlækna segir ástandið á Landspítalanum óásættanlegt. Yfirvofandi séu uppsagnir fimmtán bráðahjúkrunarfræðinga og skortur sé á læknum á bráðamóttöku. Ekkert hafi heyrst um lausnir á bráðamóttöku sem stjórnvöld hafi lofað síðasta vetur. 6. september 2022 13:00 67 prósent hjúkrunarfræðinga íhugað alvarlega að hætta 66,8 prósent hjúkrunafræðinga, eða tveir af hverjum þremur, hefur íhugað af alvöru að hætta störfum á síðustu tveimur árum. Þetta eru niðurstöður viðamikillar könnunar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. 4. október 2022 07:15 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Flestir hjúkrunarfræðingar hafi hugsað um að hætta Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir það hafa færst í aukana að hjúkrunarfræðingar skipti um störf sökum álags. Tvær ályktanir voru gerðar á aðalfundi félagsins fyrir helgi. Í þeim er skorað á stjórnvöld að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga og leiðrétta kjör þeirra. 14. maí 2023 22:11
Meðaldagvinnulaun upp á 650 þúsund í engu samræmi við menntun, reynslu og ábyrgð Byrjunarlaun hjúkrunafræðinga á Landspítala eru 525 þúsund krónur en meðaldagvinnulaun um 650 þúsund krónur. Meðalaldur starfandi hjúkrunarfræðinga er 45 ár. 15. febrúar 2023 07:51
„Fólkið fyrst svo allt hitt“ Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins kallaði fyrr í dag eftir neyðarfundi hjá velferðarnefnd vegna ástandsins sem myndast hefur á bráðamóttöku Landspítalans. Hann segir nauðsynlegt að gera eitthvað í málunum. 4. janúar 2023 21:38
Segir aldrei fleiri heilbrigðisstarfsmenn í langtímafjarveru vegna kulnunar Formaður Félags sjúkrahússlækna segir ástandið á Landspítalanum óásættanlegt. Yfirvofandi séu uppsagnir fimmtán bráðahjúkrunarfræðinga og skortur sé á læknum á bráðamóttöku. Ekkert hafi heyrst um lausnir á bráðamóttöku sem stjórnvöld hafi lofað síðasta vetur. 6. september 2022 13:00
67 prósent hjúkrunarfræðinga íhugað alvarlega að hætta 66,8 prósent hjúkrunafræðinga, eða tveir af hverjum þremur, hefur íhugað af alvöru að hætta störfum á síðustu tveimur árum. Þetta eru niðurstöður viðamikillar könnunar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. 4. október 2022 07:15