Hlutaveikin Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 6. nóvember 2023 11:30 Ég hef mjög gaman að jólasögu Þórarins Eldjárns sem heitir Hlutaveikin og er um barn sem hendir sér í jörðina og öskrar af löngun í alls kyns dót fyrir jólin. Boðskapur sögunnar er að jólin snúast um samveru og væntumþykju, ekki dót og óþarfa. Síðan sagan kom út hefur neysla Vesturlanda aukist svo um munar. Alin upp í slíku samfélagi stend ég mig oft að því að vera með hlutaveikina. Hún brýst öðruvísi út hjá fólki á fullorðinsaldri. Í stað þess að henda mér í jörðina læt ég glepjast af alls kyns gylliboðum um snyrtivörur, föt, snjallúr og allskonar sniðugt í eldhúsið sem mig vantar alls ekki. Þessir hlutir hlaðast upp heima fyrir þar sem ég á fullt í fangi með að koma þeim öllum fyrir þangað til ég fer í átak að hætti Marie Kondo, og spyr mig hvort hver og einn hlutur veki hjá mér hamingju og þegar ég kemst að því að því að þeir gera það svo sannarlega fæstir þá fylli ég kassa af dóti og fer með í nytjagám þar sem ég trúi því að einhver annar hljóti að geta notað þessa kertastjaka, ostabox, jólapeysu, óþægilegan kjól og hrísgrjónapott sem mér hefur mistekist að koma í gagnið. Eftir að hafa losað mig við fjall af dóti kemur hlutapúkinn aftur upp í hugann og sannfærir mig um að fyrst að ég losaði mig við svona mikið dót hljóti það að réttlæta „hófleg“ innkaup á alvöru sniðugum og minimalískum hlutum í staðinn - og sama hringrásin hefst að nýju. Ofurneysla er sem sjúkdómur og lækningin er núvitund Landvernd keyrir átak í nóvember undir nafninu Nægjusamur nóvember þar sem bent er á hvernig neysla Vesturlandaþjóða kallar yfir okkur neyðarástand í loftslagsmálum, tap á líffræðilegri fjölbreytni, hrun vistkerfa og siðferðislegar hörmungar. Ábyrgðin liggur ekki síst hjá stjórnvöldum og atvinnulífi. Markmiðið hér er ekki að ala á samviskubiti heldur að valdefla almenning til þess að búa til betri heim. Öll þurfum við að lifa og eigum miserfitt með að uppfylla grunnþarfir okkar og ná endum saman. Nægjusamur nóvember bendir á óþarfa og sóun. Átakið snýst um að opna augu fólks fyrir því hvað skiptir raunverulega máli og að þegar grunnþörfum um mat, skjól, heilbrigðisþjónustu og fleira hefur verið mætt, sé hægt að njóta lífsins án þess að það þurfi að kosta mikla peninga og/eða náttúrulegar auðlindir. Með því að staldra við í dagsins amstri og anda djúpt minnum við okkur á gleðina og fegurðina. Hér eru nokkur dæmi um það sem vekur hjá mér hamingju og ánægju og kostar lítið eða ekkert: Að hlæja með vinum mínum Fara í sund og slappa af laus við áreiti frá síma og tölvupóstum Gönguferðir í náttúrunni Að dansa Spil og leikir Ég passa mig að eiga alltaf tíma fyrir þessa hluti því ég veit að það er helst í stressinu og kvíðanum sem ég finn mig knúna til þess að kaupa óþarfa dót. Í nóvember fyllist allt af tilboðum sem VERÐUR að nýta STRAX! Svartur föstudagur, rafrænn mánudagur, dagur einhleypra og jólin alveg á næsta leiti, allt þetta vekur hjá mér stress og kvíða og mér finnst ég frekar þurfa að nota tilboðin því annars muni ég sjá eftir því seinna meir. Neysla á óþarfa og sóun helst hönd í hönd við óhamingju og þá tilfinningu að aldrei sé nóg og alltaf þurfi meira. Að takast á við eigin hlutaveiki er stanslaus vinna en helst vel í hendur við aðra heilsurækt bæði fyrir líkama og sál. Ég hvet ykkur öll til þess að hugsa ykkur vel um fyrir jólin hverju er ábótavant í lífi ykkar og þeirra sem eru í kring um ykkur. Ef það er enginn sérstakur hlutur er tilvalið að gefa hvert öðru tíma til þess að hlæja, ganga, dansa og leika frekar en að gefa hluti sem rata í Marie Kondo kassann eftir nokkra mánuði. Svo er auðvitað hægt að styrkja góð málefni í nafni vina og fjölskyldu, til dæmis Landvernd. Haustið og aðventan er dásamlegur tími og ég ætla að njóta hans í botn án óþarfa og sóunar. Höfundur er formaður Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Þorgerður María Þorbjarnardóttir Mest lesið Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef mjög gaman að jólasögu Þórarins Eldjárns sem heitir Hlutaveikin og er um barn sem hendir sér í jörðina og öskrar af löngun í alls kyns dót fyrir jólin. Boðskapur sögunnar er að jólin snúast um samveru og væntumþykju, ekki dót og óþarfa. Síðan sagan kom út hefur neysla Vesturlanda aukist svo um munar. Alin upp í slíku samfélagi stend ég mig oft að því að vera með hlutaveikina. Hún brýst öðruvísi út hjá fólki á fullorðinsaldri. Í stað þess að henda mér í jörðina læt ég glepjast af alls kyns gylliboðum um snyrtivörur, föt, snjallúr og allskonar sniðugt í eldhúsið sem mig vantar alls ekki. Þessir hlutir hlaðast upp heima fyrir þar sem ég á fullt í fangi með að koma þeim öllum fyrir þangað til ég fer í átak að hætti Marie Kondo, og spyr mig hvort hver og einn hlutur veki hjá mér hamingju og þegar ég kemst að því að því að þeir gera það svo sannarlega fæstir þá fylli ég kassa af dóti og fer með í nytjagám þar sem ég trúi því að einhver annar hljóti að geta notað þessa kertastjaka, ostabox, jólapeysu, óþægilegan kjól og hrísgrjónapott sem mér hefur mistekist að koma í gagnið. Eftir að hafa losað mig við fjall af dóti kemur hlutapúkinn aftur upp í hugann og sannfærir mig um að fyrst að ég losaði mig við svona mikið dót hljóti það að réttlæta „hófleg“ innkaup á alvöru sniðugum og minimalískum hlutum í staðinn - og sama hringrásin hefst að nýju. Ofurneysla er sem sjúkdómur og lækningin er núvitund Landvernd keyrir átak í nóvember undir nafninu Nægjusamur nóvember þar sem bent er á hvernig neysla Vesturlandaþjóða kallar yfir okkur neyðarástand í loftslagsmálum, tap á líffræðilegri fjölbreytni, hrun vistkerfa og siðferðislegar hörmungar. Ábyrgðin liggur ekki síst hjá stjórnvöldum og atvinnulífi. Markmiðið hér er ekki að ala á samviskubiti heldur að valdefla almenning til þess að búa til betri heim. Öll þurfum við að lifa og eigum miserfitt með að uppfylla grunnþarfir okkar og ná endum saman. Nægjusamur nóvember bendir á óþarfa og sóun. Átakið snýst um að opna augu fólks fyrir því hvað skiptir raunverulega máli og að þegar grunnþörfum um mat, skjól, heilbrigðisþjónustu og fleira hefur verið mætt, sé hægt að njóta lífsins án þess að það þurfi að kosta mikla peninga og/eða náttúrulegar auðlindir. Með því að staldra við í dagsins amstri og anda djúpt minnum við okkur á gleðina og fegurðina. Hér eru nokkur dæmi um það sem vekur hjá mér hamingju og ánægju og kostar lítið eða ekkert: Að hlæja með vinum mínum Fara í sund og slappa af laus við áreiti frá síma og tölvupóstum Gönguferðir í náttúrunni Að dansa Spil og leikir Ég passa mig að eiga alltaf tíma fyrir þessa hluti því ég veit að það er helst í stressinu og kvíðanum sem ég finn mig knúna til þess að kaupa óþarfa dót. Í nóvember fyllist allt af tilboðum sem VERÐUR að nýta STRAX! Svartur föstudagur, rafrænn mánudagur, dagur einhleypra og jólin alveg á næsta leiti, allt þetta vekur hjá mér stress og kvíða og mér finnst ég frekar þurfa að nota tilboðin því annars muni ég sjá eftir því seinna meir. Neysla á óþarfa og sóun helst hönd í hönd við óhamingju og þá tilfinningu að aldrei sé nóg og alltaf þurfi meira. Að takast á við eigin hlutaveiki er stanslaus vinna en helst vel í hendur við aðra heilsurækt bæði fyrir líkama og sál. Ég hvet ykkur öll til þess að hugsa ykkur vel um fyrir jólin hverju er ábótavant í lífi ykkar og þeirra sem eru í kring um ykkur. Ef það er enginn sérstakur hlutur er tilvalið að gefa hvert öðru tíma til þess að hlæja, ganga, dansa og leika frekar en að gefa hluti sem rata í Marie Kondo kassann eftir nokkra mánuði. Svo er auðvitað hægt að styrkja góð málefni í nafni vina og fjölskyldu, til dæmis Landvernd. Haustið og aðventan er dásamlegur tími og ég ætla að njóta hans í botn án óþarfa og sóunar. Höfundur er formaður Landverndar.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun