Varaaflsvélar komnar til Grindavíkur Margrét Björk Jónsdóttir og Lovísa Arnardóttir skrifa 6. nóvember 2023 20:06 Varaaflsvélarnar tvær sem bera heitin Hrísey og Grímsey, komu í dag til Grindavíkur. Vísir/Sigurjón Fyrstu tvær varaaflsvélarnar eru komnar til Grindavíkur. Sviðsstjóri rafmagnssviðs HS veitna segir þær hluta af undirbúning fyrir verstu sviðsmyndina ef til eldgoss kæmi og ekkert rafmagn né hiti kæmi frá Svartsengi. „Þetta er fyrsti áfangi, við höfum gert ráð fyrir fimm eða sex vélum. Þessar þjóna í raun grunnálagi í byrjun. En þegar fram líða stundir og það kemur meiri hitaþörf í bæinn þá þarf að fjölga vélum,“ segir Egill Sigmundsson, sviðsstjóri rafmagnssviðs HS Veitna. Varaaflsvélarnar tvær sem bera heitin Hrísey og Grímsey, komu í dag til Grindavíkur. Þær eru í eigu Landsnets en HS Veitur sá um uppsetningu. Egill segir fólk ekki geta hagað lífi sínu eins og venjulega þegar hiti er keyrður á varaafli, því þar sem dreifikerfi séu ekki byggð fyrir rafkyndingu sé mjög takmarkaður möguleiki til upphitunar. „Þannig álagið verður allt of mikið fyrir það. Það þarf að takmarka hitaþörf í hverju húsi fyrir sig í tvö til þrjú kílóvött til að við getum lifað þetta af, þar að segja dreifikerfið.“ Frá uppsetningu varaaflstöðva í Grindavík í dag.Vísir/Sigurjón Fram kom á upplýsingafundi Almannavarna í dag að það hvort hiti sé í íbúðarhúsum skeri úr um hvort þau séu íbúðarhæf eða ekki. Svartasta sviðsmynd geti verið mjög erfið þegar það varðar. Þó það komi til eldgoss gæti þó komið til þess að það reyni ekkert á hitaveitu. Þá gætu einstaka lagnir dottið út eða hitaveita af hluta til. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Tengdar fréttir Svona var upplýsingafundur almannavarna vegna jarðhræringa Almannavarnir boða til upplýsingafundar í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð klukkan 15 vegna jarðhræringanna á Reykjanesinu. 6. nóvember 2023 14:01 Birta leiðbeiningar til íbúa á Reykjanesi Björgunarsveitin Suðurnes hefur birt svör við ýmsum spurningum íbúa um hvað sé best að gera til að undirbúa sig heima fyrir ef það fer að gjósa við Svartsengi. Íbúar eru hvattir til að kynna sér viðbragðsáætlanir. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna klukkan 15:00 í dag. 6. nóvember 2023 11:52 Rýmingaráætlun fyrir Grindavík komin út Rýmingaráætlun fyrir Grindavík hefur verið birt á vefsíðu bæjarfélagsins. Þar er tilmælum komið á framfæri til bæjarbúa varðandi mögulega rýmingu kæmi til eldgoss sem myndi ógna byggð í Grindavík. Áætlunin hefur verið birt á íslensku, ensku, og pólsku. 5. nóvember 2023 18:33 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
„Þetta er fyrsti áfangi, við höfum gert ráð fyrir fimm eða sex vélum. Þessar þjóna í raun grunnálagi í byrjun. En þegar fram líða stundir og það kemur meiri hitaþörf í bæinn þá þarf að fjölga vélum,“ segir Egill Sigmundsson, sviðsstjóri rafmagnssviðs HS Veitna. Varaaflsvélarnar tvær sem bera heitin Hrísey og Grímsey, komu í dag til Grindavíkur. Þær eru í eigu Landsnets en HS Veitur sá um uppsetningu. Egill segir fólk ekki geta hagað lífi sínu eins og venjulega þegar hiti er keyrður á varaafli, því þar sem dreifikerfi séu ekki byggð fyrir rafkyndingu sé mjög takmarkaður möguleiki til upphitunar. „Þannig álagið verður allt of mikið fyrir það. Það þarf að takmarka hitaþörf í hverju húsi fyrir sig í tvö til þrjú kílóvött til að við getum lifað þetta af, þar að segja dreifikerfið.“ Frá uppsetningu varaaflstöðva í Grindavík í dag.Vísir/Sigurjón Fram kom á upplýsingafundi Almannavarna í dag að það hvort hiti sé í íbúðarhúsum skeri úr um hvort þau séu íbúðarhæf eða ekki. Svartasta sviðsmynd geti verið mjög erfið þegar það varðar. Þó það komi til eldgoss gæti þó komið til þess að það reyni ekkert á hitaveitu. Þá gætu einstaka lagnir dottið út eða hitaveita af hluta til.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Tengdar fréttir Svona var upplýsingafundur almannavarna vegna jarðhræringa Almannavarnir boða til upplýsingafundar í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð klukkan 15 vegna jarðhræringanna á Reykjanesinu. 6. nóvember 2023 14:01 Birta leiðbeiningar til íbúa á Reykjanesi Björgunarsveitin Suðurnes hefur birt svör við ýmsum spurningum íbúa um hvað sé best að gera til að undirbúa sig heima fyrir ef það fer að gjósa við Svartsengi. Íbúar eru hvattir til að kynna sér viðbragðsáætlanir. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna klukkan 15:00 í dag. 6. nóvember 2023 11:52 Rýmingaráætlun fyrir Grindavík komin út Rýmingaráætlun fyrir Grindavík hefur verið birt á vefsíðu bæjarfélagsins. Þar er tilmælum komið á framfæri til bæjarbúa varðandi mögulega rýmingu kæmi til eldgoss sem myndi ógna byggð í Grindavík. Áætlunin hefur verið birt á íslensku, ensku, og pólsku. 5. nóvember 2023 18:33 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Svona var upplýsingafundur almannavarna vegna jarðhræringa Almannavarnir boða til upplýsingafundar í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð klukkan 15 vegna jarðhræringanna á Reykjanesinu. 6. nóvember 2023 14:01
Birta leiðbeiningar til íbúa á Reykjanesi Björgunarsveitin Suðurnes hefur birt svör við ýmsum spurningum íbúa um hvað sé best að gera til að undirbúa sig heima fyrir ef það fer að gjósa við Svartsengi. Íbúar eru hvattir til að kynna sér viðbragðsáætlanir. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna klukkan 15:00 í dag. 6. nóvember 2023 11:52
Rýmingaráætlun fyrir Grindavík komin út Rýmingaráætlun fyrir Grindavík hefur verið birt á vefsíðu bæjarfélagsins. Þar er tilmælum komið á framfæri til bæjarbúa varðandi mögulega rýmingu kæmi til eldgoss sem myndi ógna byggð í Grindavík. Áætlunin hefur verið birt á íslensku, ensku, og pólsku. 5. nóvember 2023 18:33
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent