Vill að hlutleysi sé forsenda ríkisstyrks fjölmiðla Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2023 21:39 Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Pírata beindi spjótum sínum að fjölmiðlum í ræðu sinni á fundi borgarstjórnar í dag, þá sérstaklega að þeim sem hafa gagnrýnt málefni borgarinnar. Sagði hún að sér þætti eðlileg forsenda að fjölmiðlar sýndu af sér hlutleysi til að hljóta styrk úr ríkissjóði. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024 var lögð fram og rædd í borgarstjórn í dag. Ræða Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata hefur vakið talsverða athygli. Dóra sagði umfjöllun fjölmiðla um málefni Reykjavíkurborgar oft ósanngjarna og ekki í takt við staðreyndir. „Sér í lagi af hendi þeirra fjölmiðla sem fylgja augljósri pólitískri stefnu sem snýr að því að sverta borgina, til að flytja ábyrgð á stjórn borgarinnar yfir í hendur Sjálfstæðisflokksins. Það er mjög, mjög miður, því það er raunar lýðræðislegt vandamál.“ Eðlileg forsenda að sýna af sér hlutleysi Því næst beindi Dóra orðum sínum að Morgunblaðinu. „Ég myndi vilja sjá fjölmiðla, sem fá yfir hundrað milljónir króna úr ríkissjóðskassanum og hæstan styrk við sinn rekstur af öllum einkareknum fjölmiðlum á Íslandi, sýna af sér faglegri og lýðræðislegri vinnubrögð,“ sagði Dóra. Útgáfufélag Morgunblaðsins, Árvakur hf., fékk á dögunum rúmar hundrað milljónir frá ríkinu í fjölmiðlastyrk vegna rekstrarársins 2022. Þá sagðist hún telja eðlilegt að það væri einhverskonar forsenda að „sýna af sér hlutleysi og styðja við lýðræðishlutverk fjölmiðla til að fá fé úr ríkissjóði inn í sinn rekstur.“ „Morgunblaðið dirfðist lengi vel til dæmis til þess að vera með sérstakan undirglugga á forsíðu mbl.is um fjárhagslega erfiðleika Reykjavíkur. Það er varla hægt að hugsa sér grímulausa pólitíska stöðutöku. Finnst okkur þetta bara í lagi?“ „Það eru til stórhættulegir stjórnmálamenn“ Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gerði birti færslu á Facebook í kvöld þar sem hann sagði Dóru hafa afhjúpað tvennt með ræðu sinni. „Í fyrsta lagi hvað ríkisstyrkur til fjölmiðla er hættulegt fyrirbæri,“ segir Friðjón. Þá segir hann Dóru afhjúpa það að hún vantreysti dómgreind almennings og skorti trú á lýðræðinu. „Í raun minna orð hennar á orð gömlu sósíalistanna austantjalds sem trúðu bara á „lýðræðið" á forsendum sósíalismans og almenningur ætti því bara að fá að kjósa á forsendum sósíalismans en ekki í frjálsum kosningum.“ Einn af þeim sem deildu færslu Friðjóns er Stefán Einar Stefánsson, fyrrverandi fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu. „Það eru til stórhættulegir stjórnmálamenn,“ skrifar hann. „Það á t.d. við um þá sem kalla opinberlega og án þess að blygðast sín eftir pólitískri ritskoðun yfirvalda á fjölmiðlum. Hvað mun Blaðamannafélagið segja við þessu? Ekkert. Það er of upptekið við að þrífa eftir síðustu gestina í Airbnb-íbúð félagsins.“ Ekki náðist í Dóru Björt við vinnslu fréttarinnar. Fjölmiðlar Borgarstjórn Reykjavík Píratar Rekstur hins opinbera Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Inga Sæland með galsa á þingi í nótt Innlent Fleiri fréttir Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Sjá meira
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024 var lögð fram og rædd í borgarstjórn í dag. Ræða Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata hefur vakið talsverða athygli. Dóra sagði umfjöllun fjölmiðla um málefni Reykjavíkurborgar oft ósanngjarna og ekki í takt við staðreyndir. „Sér í lagi af hendi þeirra fjölmiðla sem fylgja augljósri pólitískri stefnu sem snýr að því að sverta borgina, til að flytja ábyrgð á stjórn borgarinnar yfir í hendur Sjálfstæðisflokksins. Það er mjög, mjög miður, því það er raunar lýðræðislegt vandamál.“ Eðlileg forsenda að sýna af sér hlutleysi Því næst beindi Dóra orðum sínum að Morgunblaðinu. „Ég myndi vilja sjá fjölmiðla, sem fá yfir hundrað milljónir króna úr ríkissjóðskassanum og hæstan styrk við sinn rekstur af öllum einkareknum fjölmiðlum á Íslandi, sýna af sér faglegri og lýðræðislegri vinnubrögð,“ sagði Dóra. Útgáfufélag Morgunblaðsins, Árvakur hf., fékk á dögunum rúmar hundrað milljónir frá ríkinu í fjölmiðlastyrk vegna rekstrarársins 2022. Þá sagðist hún telja eðlilegt að það væri einhverskonar forsenda að „sýna af sér hlutleysi og styðja við lýðræðishlutverk fjölmiðla til að fá fé úr ríkissjóði inn í sinn rekstur.“ „Morgunblaðið dirfðist lengi vel til dæmis til þess að vera með sérstakan undirglugga á forsíðu mbl.is um fjárhagslega erfiðleika Reykjavíkur. Það er varla hægt að hugsa sér grímulausa pólitíska stöðutöku. Finnst okkur þetta bara í lagi?“ „Það eru til stórhættulegir stjórnmálamenn“ Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gerði birti færslu á Facebook í kvöld þar sem hann sagði Dóru hafa afhjúpað tvennt með ræðu sinni. „Í fyrsta lagi hvað ríkisstyrkur til fjölmiðla er hættulegt fyrirbæri,“ segir Friðjón. Þá segir hann Dóru afhjúpa það að hún vantreysti dómgreind almennings og skorti trú á lýðræðinu. „Í raun minna orð hennar á orð gömlu sósíalistanna austantjalds sem trúðu bara á „lýðræðið" á forsendum sósíalismans og almenningur ætti því bara að fá að kjósa á forsendum sósíalismans en ekki í frjálsum kosningum.“ Einn af þeim sem deildu færslu Friðjóns er Stefán Einar Stefánsson, fyrrverandi fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu. „Það eru til stórhættulegir stjórnmálamenn,“ skrifar hann. „Það á t.d. við um þá sem kalla opinberlega og án þess að blygðast sín eftir pólitískri ritskoðun yfirvalda á fjölmiðlum. Hvað mun Blaðamannafélagið segja við þessu? Ekkert. Það er of upptekið við að þrífa eftir síðustu gestina í Airbnb-íbúð félagsins.“ Ekki náðist í Dóru Björt við vinnslu fréttarinnar.
Fjölmiðlar Borgarstjórn Reykjavík Píratar Rekstur hins opinbera Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Inga Sæland með galsa á þingi í nótt Innlent Fleiri fréttir Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Sjá meira