„Er aldrei hægt að gleðjast yfir því þegar vel gengur?“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2023 23:21 Einar Þorsteinsson gaf ekki mikið fyrir orð Hildar Björnsdóttur, sem spurði hvort hann hefði lært bókfærslu í Hogwart skólanum, þeim sama og galdrastrákurinn Harry Potter gekk í. Vísir/Sigurjón Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins spyr hvort núverandi borgarstjóri og verðandi, hafi lært bókfærslu í Hogwart galdraskólanum. Hagræðingar borgarinnar sem kynntar voru í dag ætti frekar að kalla sjónhverfingar. Einar Þorsteinsson segist ekki skilja hvaðan öll þessi neikvæðni komi. Gert er ráð fyrir miklum viðsnúningi á rekstri borgarinnar samkvæmt nýrri fjárhagsáætlun. Á næsta ári er reiknað með sex hundruð milljóna króna afgangi á rekstri A hluta borgarinnar og 7,6 milljarða króna afgangi á samstæðunni í heild, eða A og B hluta, sem má að mestu rekja til hagnaðar sem Orkuveitan gerir ráð fyrir. Áætlunin einkennist af töluverðu aðhaldi og á næstu tveimur árum er lögð árleg hagræðingakrafa á launakostnað sem nemur einu prósenti. Þá verður dregið úr ýmissi þjónustu; viðburðum í Viðey verður fækkað, kaffihúsinu á Árbæjarsafni lokað og gjaldtaka bílastæðasjóðs endurskoðuð. Borgarstjóri segir íbúafjölgun og mikinn gang í húsnæðisuppbyggingu skila sér í tekjuaukningu. Hækkun fasteignagjalda vegi þungt Fjárhagsáætlunin var til umræðu í ráðhúsinu í dag. Hildur Björnsdóttir sagði í ræðu sinni að þeir Dagur B Eggertsson, núverandi borgarstjóri og Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn og verðandi borgarstjóri, hafi mögulega lært bókfærslu í Hogwart galdraskólanum. Frekar væri um að ræða sjónhverfingar en hagræðingar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var Hildur spurð að því hvað hún ætti við með ummælum sínum. Hún sagði að fyrir ári hefði meirihlutinn boðað, eins og þau hafi orðað það, einhverjar umfangsmestu hagræðingar frá hruni. „Svo komu allir hér í dag og sögðu að það hefði orðið tíu milljarða viðsnúningur í rekstri borgarinnar og það væri allt vegna hagræðinganna. Þegar betur er að gáð sér maður auðvitað að heildarútgjöld borgarinnar hafa ekki dregist heldur þvert á móti vaxið um ellefu milljarða, “ segir Hildur. Það sem skýri þennan viðsnúning sé tekjuaukning. Tekjur hafi aukist um nærri 21 milljarð og hækkun fasteignagjalda vegi þar þungt. „Á þessu ári hækkuðu fasteignagjöld gríðarlega og Reykjavík er eitt fárra sveitafélaga á landinu sem ekki brást við þessari hækkun með því að lækka álagningarhlutföll. Þannig já, þetta eru ekki eiginlegar hagræðingar heldur miklu frekar sjónhverfingar að mínu mati.“ Engar sjónhverfingar Einar Þorsteinsson var því næst spurður hvort verið væri að kasta ryki í augu fólks. „Nei svo sannarlega ekki. Ég skil ekki hvaðan þessi bölmóður og neikvæðni kemur,“ svaraði hann. Er aldrei hægt að gleðjast yfir því þegar vel gengur? 16,6 milljarða halli hafi blasað við á síðasta ári og mikil ábyrgð hafi verið sýnd með hagræðingaraðgerðum. „Við réðumst í aðgerðir sem skiluðu okkur þremur milljörðum, sem var það sem við sögðumst ætla að sækja.“ Hægt sé að vaxa út úr vandanum með því að vera leiðandi í húsnæðisuppbyggingu, líkt og Reykjavíkurborg sé. „Þannig það eru engar sjónhverfingar, þetta var planið og planið virkar.“ Umræðan um fjármál borgarinnar oft úti á túni Einar benti á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi stutt hagræðingartillögur meirihlutans á síðasta ári og fyrir það beri að þakka. Hinsvegar hafi umræða um fjármál Reykjavíkurborgar verið „út á túni“, oft á tíðum. „Núna á þessu ári hefur verið talað um að við eigum varla fyrir launum, njótum ekki lánstrausts, og séum nánast bara gjaldþrota. Þannig hefur umræðan verið af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Það stendur ekki steinn yfir steini í þessari umræðu og ég held að við ættum að nota tækifærið þegar við erum að sýna jákvæðan viðsnúning að gleðjast yfir því.“ Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Gert er ráð fyrir miklum viðsnúningi á rekstri borgarinnar samkvæmt nýrri fjárhagsáætlun. Á næsta ári er reiknað með sex hundruð milljóna króna afgangi á rekstri A hluta borgarinnar og 7,6 milljarða króna afgangi á samstæðunni í heild, eða A og B hluta, sem má að mestu rekja til hagnaðar sem Orkuveitan gerir ráð fyrir. Áætlunin einkennist af töluverðu aðhaldi og á næstu tveimur árum er lögð árleg hagræðingakrafa á launakostnað sem nemur einu prósenti. Þá verður dregið úr ýmissi þjónustu; viðburðum í Viðey verður fækkað, kaffihúsinu á Árbæjarsafni lokað og gjaldtaka bílastæðasjóðs endurskoðuð. Borgarstjóri segir íbúafjölgun og mikinn gang í húsnæðisuppbyggingu skila sér í tekjuaukningu. Hækkun fasteignagjalda vegi þungt Fjárhagsáætlunin var til umræðu í ráðhúsinu í dag. Hildur Björnsdóttir sagði í ræðu sinni að þeir Dagur B Eggertsson, núverandi borgarstjóri og Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn og verðandi borgarstjóri, hafi mögulega lært bókfærslu í Hogwart galdraskólanum. Frekar væri um að ræða sjónhverfingar en hagræðingar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var Hildur spurð að því hvað hún ætti við með ummælum sínum. Hún sagði að fyrir ári hefði meirihlutinn boðað, eins og þau hafi orðað það, einhverjar umfangsmestu hagræðingar frá hruni. „Svo komu allir hér í dag og sögðu að það hefði orðið tíu milljarða viðsnúningur í rekstri borgarinnar og það væri allt vegna hagræðinganna. Þegar betur er að gáð sér maður auðvitað að heildarútgjöld borgarinnar hafa ekki dregist heldur þvert á móti vaxið um ellefu milljarða, “ segir Hildur. Það sem skýri þennan viðsnúning sé tekjuaukning. Tekjur hafi aukist um nærri 21 milljarð og hækkun fasteignagjalda vegi þar þungt. „Á þessu ári hækkuðu fasteignagjöld gríðarlega og Reykjavík er eitt fárra sveitafélaga á landinu sem ekki brást við þessari hækkun með því að lækka álagningarhlutföll. Þannig já, þetta eru ekki eiginlegar hagræðingar heldur miklu frekar sjónhverfingar að mínu mati.“ Engar sjónhverfingar Einar Þorsteinsson var því næst spurður hvort verið væri að kasta ryki í augu fólks. „Nei svo sannarlega ekki. Ég skil ekki hvaðan þessi bölmóður og neikvæðni kemur,“ svaraði hann. Er aldrei hægt að gleðjast yfir því þegar vel gengur? 16,6 milljarða halli hafi blasað við á síðasta ári og mikil ábyrgð hafi verið sýnd með hagræðingaraðgerðum. „Við réðumst í aðgerðir sem skiluðu okkur þremur milljörðum, sem var það sem við sögðumst ætla að sækja.“ Hægt sé að vaxa út úr vandanum með því að vera leiðandi í húsnæðisuppbyggingu, líkt og Reykjavíkurborg sé. „Þannig það eru engar sjónhverfingar, þetta var planið og planið virkar.“ Umræðan um fjármál borgarinnar oft úti á túni Einar benti á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi stutt hagræðingartillögur meirihlutans á síðasta ári og fyrir það beri að þakka. Hinsvegar hafi umræða um fjármál Reykjavíkurborgar verið „út á túni“, oft á tíðum. „Núna á þessu ári hefur verið talað um að við eigum varla fyrir launum, njótum ekki lánstrausts, og séum nánast bara gjaldþrota. Þannig hefur umræðan verið af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Það stendur ekki steinn yfir steini í þessari umræðu og ég held að við ættum að nota tækifærið þegar við erum að sýna jákvæðan viðsnúning að gleðjast yfir því.“
Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira